Fréttablaðið


Fréttablaðið - 23.06.2006, Qupperneq 16

Fréttablaðið - 23.06.2006, Qupperneq 16
 23. júní 2006 FÖSTUDAGUR16 nær og fjær „ORÐRÉTT“ Keppir við HM „Sem betur fer eru ekki allir tónlistarmenn fót- boltaaðdáendur.“ EINAR ÖRN BENEDIKTSSON, FORSPRAKKI HLJÓMSVEIT- ARINNAR GHOSTIGITAL, UM FYRIRHUGAÐA TÓNLEIKA Í HYDE PARK. MORGUNBLAÐIÐ, 22. JÚNÍ. Mikil eftirspurn „Við þurfum sjötíu blóð- gjafa á hverjum einasta degi.“ SIGRÍÐUR LÁRUSDÓTTIR, DEILD- ARSTJÓRI BLÓÐBANKANS, UM MIKLA EFTIRSPURN EFTIR BLÓÐI LANDSMANNA. FRÉTTABLAÐIÐ, 22. JÚNÍ. „Ég er nú að fara til Hróarskeldu á morgun, það er svona það sem er á næstunni,“ svarar Jónas Örn Helgason þegar hann er spurður hvað sé að gerast hjá honum. „Þetta byrj- ar í næstu viku en ég fer allavega út á morgun,“ (föstudag) en Jónas ætlar að eyða nokkrum dögum í það að skoða Kaupmannahöfn. „Ég fer með fjórum félögum mínum og ætla að vera í tíu daga.“ Pökkunin var ekki komin á fullt skrið hjá Jónasi en hann sagðist þó aðeins vera byrjaður. „Ég er að vinna hjá Orkuveitunni, að slá gras og fleira,“ segir Jónas og aðspurður um veðrið í sumar svarar hann því til að það hafi verið „frekar ömurlegt“. Jónas var í veik- indafríi þegar blaðamaður náði tali af honum, „ég er með svolítið slæma kvefpest, ég fer í eftirmiðdaginn á morgun og vona að þetta gangi yfir.“ Jónas hefur ekki ákveðið hvað hann ætlar að gera í sumar en hann ætlar kannski með Hamrahlíðarkórnum til Þýskalands. Hann segist einnig fylgjast með heimsmeistaramótinu í knattspyrnu. „Mér finnst nú Argentínumenn mjög skemmtilegir, ég horfði á leikinn Argentína - Serbía og fannst það frábær leikur og svo vona ég nú að Ganamenn komist áfram.“ Jónas segir lífið eftir Meistarann vera nokkuð sérstakt. „Einstaka sinnum er maður stoppaður úti á götu af fólki sem maður þekkir ekki neitt sem ég hafði nú ekki kynnst áður.“ Hann segist vona að hann hafi ekkert breyst við það að vinna milljónirnar í Meistar- anum. „Ég held ég sé nú ekkert farinn að eyða neitt meira eða orðinn svona nýríkur eins og ég ætti að vera,“ segir Jónas og hlær. Í haust ætlar Jónas að halda áfram í verkfræðinni en hann stundar nám í vélaverkfræði við Háskóla Íslands. „Vélaverkfræðin er ágæt, svolítið erfið en það er ágætt að takast á við þetta, þetta er nám sem gagnast við margt“. HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? JÓNAS ÖRN HELGASON NEMANDI OG „MEISTARI“ Á leiðinni til Hróarskeldu Í vor var talað um það á Alþingi hvort taka ætti upp sérstakan sumartíma á Íslandi. Fylgismenn þess bentu meðal annars á að þannig ynnist einn „hlýr“ klukkutími á dag, sem mætti nýta í sumarstarf ýmiss konar, til að mynda grilla úti í garði eftir vinnu. Blaðamað- ur hringdi í stórsöngvarann Ragga Bjarna til að fá álit hans á þessu máli. „Nei, ég sé enga sérstaka ástæðu til þess að taka upp sumartíma á Íslandi, mér finnst þetta bara ágætt eins og það er. Mér finnst við ekkert þurfa þess. Auðvitað væri gott að geta pantað sólina bara og að hafa einum sólartíma meira, en það verður sennilega ekki gert með lagasetningu. Annars hef ég nú lítið hugsað um þetta. Þetta er ekki svona hlutur sem hefur truflað mig mikið,“ segir Raggi og hlær. SJÓNARHÓLL SUMARTÍMI Á ÍSLANDI RAGNAR BJARNASON TÓNLISTARMAÐUR Mörgum ferðaþyrstum Íslending- um þykir fátt skemmtilegra en að geysast á gríðarstórum jeppabif- reiðum um fjöll og firnindi alltaf þegar færi gefst. Nú þegar sumar- ið er gengið í garð er tími til kom- inn að huga að möguleikunum. Vegagerðin gefur í dag út nýtt hálendiskort með upplýsingum um ferðaleiðir á hálendi landsins. Nú hefur Dómadalsleið frá Búr- felli yfir í Landmannalaugar verið opnuð og vegurinn frá Land- mannalaugum yfir í Eldgjá. Einnig er búið að opna í Laka og leiðin frá Skaftártungum yfir í Eldgjá hefur verið opin í um tvær vikur. Nú er orðið þokkalega fært í Öskju fyrir góða bíla og frá Herðubreiðarlindum yfir í Gríms- vötn. Sprengisandur verður hins vegar lokaður út mánuðinn hið minnsta og Skagafjarðarleið og Eyjafjarðarleið verða lokaðar enn lengur. - sh Áfram lokað á Sprengisandi HÁLENDISKORTIÐ Hér sést hvaða leiðir er óheimilt að fara um vegna aurbleytu og hættu á vegaskemmdum. Kortið segir þó ekki til um færðina utan skyggðu svæðanna, sem getur verið misjöfn eftir aðstæðum. Truflar mig ekki mikið
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.