Fréttablaðið


Fréttablaðið - 23.06.2006, Qupperneq 31

Fréttablaðið - 23.06.2006, Qupperneq 31
FÖSTUDAGUR 23. júní 2006 3 JARÐARBERJA- OSTAKAKA Deig: 200 g hafrakex m/súkkulaði 100 g smjör, mjúkt 1 tsk vanillusykur Krem: 2½ dl rjómi 100 g sykur 125 g jarðarberjaskyr 1 dl appelsínusafi (safi úr ferskri appelsínu) 100 g rjómaostur 6 stk matarlímsblöð 1 tsk myntudropar 1 stk jarðarber í boxi 200 g suðusúkkulaði 1. Setjið kexið í matvinnsluvél og hrærið þar til það er orðið þykkt deig. Bætið smjöri og vanillusykri saman við og blandið vel saman. Þrýstið deiginu í lausbotna form (24 sm) og leggið það til hliðar. 2. Hrærið saman rjómaosti, sykri og jarðarberjaskyri. Hrærið þar til kremið er laust við kekki. Setjið jarðarber í matvinnsluvél og grófsaxið þau. Bland- ið þeim saman við kremið og kryddið með myntudropum. Leggið matarlíms- blöðin í kalt vatn í 10 mínútur, kreistið vatnið af þeim og leysið þau upp í appelsínusafanum og blandið safan- um rólega saman við ostahræruna. Þeytið rjómann og blandið honum rólega saman við ostakremið. Hellið ostakreminu ofan á kexbotninn í og látið kökuna standa í kæli yfir nótt. 3. Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði og smyrjið því utan á ostakökuna. Skreyt- ið kökuna með ferskum jarðarberjum og myntublöðum. Berið fram með þeyttum rjóma eða ís. JARÐARBERJA- TÍRAMISÚ 400 g rjómaostur, við stofuhita 1¾ dl sjóðandi vatn 1¾ dl flórsykur 7 msk Marsala vín (cucina) 100 g sýrður rjómi 2 msk sykur 3 tsk skyndikaffiduft 1 „lange vinges“ kexkökupakki 1 jarðarberjaaskja rifið suðusúkkulaði Hrærið rjómaost, flórsykur og 5 msk Marsala víni í hrærivél þar til blandan er orðin kekkjalaus og jöfn. Hellið sýrða rjómanum út í blönduna. Skerið helminginn af jarðarberjunum í sneiðar og hinn helminginn í tvennt. Sykrinum og skyndikaffinu er hellt út í sjóðandi kaffið þar til allt er vel uppleyst. Bætið afganginum af Marsala víninu út í vökvann. Dýfið kexkökum í sykur- og kaffivatnið og raðið þeim á diks með háum börmum. Diskurinn á að hafa um það bil 24 cm þvermál og eiga kexkökurnar að þekja botninn. Dreifið 2/3 af rjómaostsblöndunni yfir kökurnar og setjið jarðarberjasneiðarn- ar ofaná blönduna. Dýfið fleiri kökum í sykur- og kaffivatnið og leggið ofan á jarðarberin. Dreifið afganginum af rjómaostsblöndunni yfir kökurnar. Til skreytinga má setja afganginn af jarðarberjunum ofan á sem og rifna súkkulaðið. Geymið í kæli í að minnsta kosti 4 klukkustundir áður en neytt er. (Uppskriftirnar eru fengnar af vefnum uppskriftir.is) PISTILLPISTILL Til hnífs og skeiðar GUÐRÚN JÓHANNSDÓTTIR Prófið hvað chilipipar er gott krydd með fiski! Ef piparinn er vel fræ- hreinsaður og allar hvítu trefjarnar innan úr honum eru teknar í burtu verður hann nánast sætur, þó örli samt enn fyrir ljúffengum keim af fornu fjöri. Ef vill, má skilja fræ og hvítar trefjar eftir (allt eftir smekk og þori hvers og eins) og þá verður hér um sannkallaðan fjörfisk að ræða. 1 msk ólífuolía 2 rauðir chilipiparávextir (fræ- hreinsaðir og skornir í strimla) 2 msk rifinn engiferrót 800 g ýsuflök (roðflett og skorin í bita) 2 msk fiskisósa 1 msk púðursykur 2 msk límónusafi 1 1/2 dl basillauf 50 g ferskt spínat 1. Setjið olíu á pönnu og steikið engifer og chili á háum hita í um eina mínútu. 2. Látið fiskinn út á pönnuna og steik- ið bitana stutta stund á hvorri hlið. 3. Lækkið hitann. Blandið fiskisósu, límónusafa og púðursykri saman í krukku, hristið allt vel saman og hellið síðan yfir fiskinn á pönnunni. Látið allt malla við meðalhita í 1-2 mínútur. 4. Setjið basillaufin og spínatið þá yfir fiskinn. Lokið pönnunni og slökkvið á hitanum. Látið standa á hellunni í 5-7 mínútur eða þangað til fiskurinn er eldaður í gegn. Berið fram með gufusoðnu grænmeti og hrísgrjónum. Ýsa með basil og rauðum chilipipar Gyros Marineraður kjúklingur: 4 kjúklingabringur 1 dl matskeið ólífuolía 1 dl matskeið sítrónusafi 1 stórt hvítlauksrif (marið) Slatti af oregano Salt og pipar Tzatziki-sósa: Hálf agúrka 1 dós hrein jógúrt 1 hvítlauksrif Salat: Klettasalat (eða hvaða salat sem er) 1 tómatur 1/2 rauðlaukur Ein matskeið sítrónusafi Ein matskeið fetaostur Kjúklingur skorinn í litla bita og blandaður saman við marineringu í u.þ.b. klukkutíma. Agúrkan er skræld og skorin smátt niður, sett í sigti og stráð salti yfir. Látið drjúpa af henni í jafnlangan tíma og kjúklingurinn er að marinerast. Jógúrt sett í kaffifilter og látið renna af henni þannig að hún þykkni og verði rjómakenndari. Einnig í klukkutíma. Kjúklingur er snöggsteiktur á pönnu með marineringu á en ekki hella auka vökva út á pönnuna. Hvítlaukur er hrærður út í jógúrtina og agúrku bætt út í. Svo er kjúklingurinn settur út í salatið og borið fram með tzatz- iki-sósunni og brauði. uppskrift Sigrúnar Eddu } McCormick hefur hafið fram- leiðslu á nýjum kryddblöndum fyrir allar tegundir grillkjöts. Dry Rubs kryddblöndurnar eru samansettar úr þurrum jurtum og kryddi sem eiga að gefa stökka og góða grillskorpu. Kryddblandan á að loða vel við kjötið, halda því mjúku og safaríku. Blöndunum þarf einungis að nudda í kjötið rétt fyrir grillun en samt gefa djarft og kröftugt bragð. Fínt fyrir tímabundna matgæðinga. Þrjár gerðir eru til af McCorm- ick Rubs, fyrir kjúkling, svín og dökkt kjöt. Kryddblöndurnar má orðið finna í flestum verslunum. Grillfélaginn frá McCormick Kryddblöndurnar eru þrenns konar. Jarðarber er ekki ber og heldur ekki ávöxtur í eiginlegri merkingu. Hvert jarðarber er í raun margir ávextir en hvert „fræ“ í jarðar- beri er einn ávöxtur. Berið sjálft er svo efsti partur stönguls sem umbreyst hefur í rauðan og safa- ríkan vef. Hverju sem því líður eru jarðarber afskaplega bragð- góð, C-vítamínrík, fólasínrík og kaloríusnauð. Nafnið jarðarber á líkast til rætur sínar að rekja til þeirrar staðreyndar að jarðarberjarunnar eru lágvaxnir og skríða eftir jörð- inni. Erlenda nafnið strawberries veldur hins vegar meiri deilum en tvær kenningar eru vinsælastar um tilurð nafnsins. Annars vegar að í Norður-Evrópu söfnuðu menn berjum þannig að þau voru þrædd upp á strá og því heita berin „strá- ber“. Hins vegar er gömul ensk sögn „strea“ sem þýðir að skríða og vísar í angana sem jarðarberja- runnar skjóta út til að dreifa sér. Um 20 tegundir jarðarberja vaxa villt og í ræktun. Þegar nýlenduherrar komu til nýja heimsins fengu þeir jarðarberja- brauð frá innfæddum svo ljóst er að jarðarber hafa af sjálfsdáðum dreifst um allan heim. Fyrsta teg- undin til að vera ræktuð var skógarjarðarber en jarðarberin sem við þekkjum í dag eru kyn- blanda tveggja tegunda, hinna bragðgóðu Fragaria Virginiana jarðarberja frá austurströnd Bandaríkjanna, og Fragaria Chilo- ensis frá Chile sem þekkt voru fyrir stærð sína. Úr varð Fragaria Ananassa sem í daglegu tali nefn- ast garðjarðarber. - tg Ást heilbrigði og friður Jarðarberin sem við fáum úti í búð er kynblanda tveggja tegunda.NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.