Fréttablaðið - 23.06.2006, Page 35

Fréttablaðið - 23.06.2006, Page 35
FÖSTUDAGUR 23. júní 2006 7 Á örfáum dögum ætlar Rekkjan-heilsurúm að selja nær öll rúm sín. Þetta er gert vegna breytinga í vörulínu amerísku heilsurúmanna frá King Koil. Allar eldri gerðir verða því seldar með allt að 150.000 króna afslætti. Þar að auki fæst frír rafmagnsbotn með í kaupunum ef keypt er latexdýna. Tilboðið stendur aðeins í örfáa daga. King Koil-heilsurúm eru til með tvöföldu lagi af pokagorma- kerfi. Stífur dempandi grunnur heldur gormadýnunni á sínum stað til að koma í veg fyrir truflun svefns af völdum hreyfinga hjá rekkjunauti og ólíkt venjulegu tveggja hliða dýnunum þá hafa þessar dýnur aðeins eina svefn- hlið. Þeim þarf því aldrei að snúa. Í Rekkjunni er einnig hægt að fá heilsukodda, rúmteppi, sængur- ver, sængur, yfirdýnur, hlífðar- dýnur, og lök á allar stærðir amer- ískra rúma. Rekkjan er í Skipholti 35 og er síminn þar 588-1955. Rúm á rýmingarsölu Góður svefn er gulli betri. Helmings afsláttur er á nokkr- um tegundum borðstofustóla í versluninni Míru í Bæjarlind 6 í Kópavogi. Tilboð er á borðstofustólum í Míru og nemur afslátturinn allt að 50 prósentum. Um er að ræða stóla með leðuráklæði, leðurlíki og áklæði úr mjúku gerfiefni sem nefnt er microfiber. Sumir stól- arnir eru með stálfætur en aðrir úr tré þannig að úr ýmsu er að velja. Sem dæmi um verð má nefna nútímalegan leðurstól á stálfótum sem lækkar úr 9.900 í 4.950 krónur. Einnig er gef- inn sérstakur afsláttur í Míru ef keypt- ir eru sex samstæðir stólar eða fleiri. Valdir borð- stofustólar Blómaval selur nú trjáplöntur á stórlækkuðu verði. Birkikvistur, reyniviður, gullregn og gljámispill eru meðal þeirra tegunda sem Blómaval er með á sínum trjáplöntumarkaði og býður allt að 60 prósenta afslátt á. Marg- ir eru að bjástra úti við þessa dag- ana og hér er tækifæri fyrir þá sem eru að rækta upp nýja garða eða vilja bæta við sig trjám að gera góð kaup. Tíu eins meters birkiplöntur í búnti sem áður kost- uðu 6.990 eru nú á 3.990, reynivið- ur sem áður var á 1.149-1.590 fæst nú á 899 og hansarós sem var á 899 kostar 499. Tjáplöntur á tilboði Í dag eru síðustu forvöð að gera góð kaup í Serica. Verslunin Serica í Hlíðarsmára í Kópavogi lokar í dag og því er hægt að fá þar ýmis konar gjafa- vöru og silkiblóm með miklum afslætti. Afslátturinn er tíu til fimmtíu prósent svo auðveldlega á að vera hægt að gera góð kaup. Afsláttur af gjafavöru Verslunin Serica lokar í dag.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.