Fréttablaðið - 23.06.2006, Side 47
■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ { hús og garður } ■■■■ 11
„Snædrífan klárast alltaf hjá okkur.
Hún er mjög harðgerð og lifir lengi,
lengst af hengiplöntunum. Hún lifir
best í hálfskugga, er mjög falleg og
ilmar. Skrautnálin og silfurkambur-
inn hafa einnig verið vinsæl en þau
lifa líka lengi fram á haust. Skraut-
nálin breiðir vel úr sér og er afskap-
lega falleg. Sólboðinn er alltaf vin-
sæll og margaríturnar líka sem og
tóbakshorn og lóbelíur,“ segir Helga
Steingrímsdóttir, garðyrkjufræðing-
ur hjá Garðheimum.
Helga segir sama mynstrið ein-
kenna sumarblómakaup lands-
manna frá ári til árs. „Fólk kaupir
mikið það sama en leitar að harð-
gerðum plöntum, sérstaklega í
sumarbústaðinn. Hengiblómin eru
mjög vinsæl og ekki síður vinsæl
en blómin í beðinu. Fólk setur blóm
frekar í ker núna og við erum líka
með mikið úrval af hengibastkörf-
um og hengipottum.“
„Ég get ekki sagt að einhver einn
litur sé vinsælli en annar en lillað
og hvítt er mjög vinsælt. Stjúpurnar
standa alltaf fyrir sínu og eru þær
mikið teknar í blönduðum litum.“
Hjá Gróðrarstöðinni Glitbrá í
Sandgerði er sama upp á teningn-
um en þar er snædrífan að slá ræki-
lega í gegn. „Hún er langvinsælust.
Það er tiltölulega stutt síðan hún
kom á markað og fólk er að kynn-
ast henni. Hún er ótrúlega sterk og í
blóma langt fram á vetur þannig að
fólk þarf ekki að kaupa aftur blóm
ef það velur snædrífuna. Hún pass-
ar vel í sumarbústaðinn því það er
bara hægt að láta rigninguna sjá
um hana,“ segir Gunnhildur Ása
Sigurðardóttir, eigandi gróðrar-
stöðvarinnar.
„Það er alltaf eitthvað nýtt á
blómamarkaðnum á hverju ári.
Skógarmalvan hefur verið vin-
sæl í ár en það er stór planta með
ljóslillabláum blómum og dökkum
æðum. Hún er ofboðslega falleg og
sterk og þolir allt,“ segir Gunnhild-
ur sem segir fólk helst vera að leita
að harðgerðum og fallegum plönt-
um. „Allavega vill fólk hér á Suður-
nesjum helst harðgerðar plöntur þar
sem hér getur oft gengið á ýmsu.“
„Það hefur verið lítil sala á
stjúpum miðað við venjulega. Ég
held að fólk sé orðið svolítið leitt
á stjúpunum og sé frekar að leita
að blómum sem lifa lengur eins
og morgunfrúm, hádegisblómum
og silfurkambi. Lillableikt er mikið
inni núna en það eru alltaf nýir
tískulitir á hverju ári. Guli liturinn
er algjörlega úti þar sem fólk segir
hann laða að svo mikið af flugum.
Nellikkur og margarítur komu nýjar
inn á markaðinn í ár í lillableikum
og er hann mikið notaður með gráu
og hvítu.“
Snædrífan slær í gegn
Sumarblómin dafna nú í görðunum í öllum regnbogans litum. Við tókum púlsinn á
nokkrum gróðrarstöðum og komumst að því hvaða blóm standa landanum næst.
Hengiblóm eru sífellt vinsælli á Íslandi. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA
Margarítan stendur fyrir sínu í bleiku. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA
Stjúpurnar eru vinsælar frá ári til árs þó
margir séu farnir að breyta aðeins til.
FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA
Silfurkamburinn er vinsæll hjá landanum.
FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA
Það er engin spurning um að snædrífan er
langvinsælust á landinu. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA
Í Fornalundi Reykjavík 585 5050 Suðurhrauni 6 Hafnarfirði 585 5080
V/Súluveg Akureyri 460 2200 Ægisgötu 6 Reyðarfirði 477 2050
Höfðaseli 4 Akranes 433 5600
www.bmvalla.is
Gæðavörur
fyrir garðinn þinn.
Söludeildir:
Hallarsteinn