Fréttablaðið


Fréttablaðið - 23.06.2006, Qupperneq 47

Fréttablaðið - 23.06.2006, Qupperneq 47
■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ { hús og garður } ■■■■ 11 „Snædrífan klárast alltaf hjá okkur. Hún er mjög harðgerð og lifir lengi, lengst af hengiplöntunum. Hún lifir best í hálfskugga, er mjög falleg og ilmar. Skrautnálin og silfurkambur- inn hafa einnig verið vinsæl en þau lifa líka lengi fram á haust. Skraut- nálin breiðir vel úr sér og er afskap- lega falleg. Sólboðinn er alltaf vin- sæll og margaríturnar líka sem og tóbakshorn og lóbelíur,“ segir Helga Steingrímsdóttir, garðyrkjufræðing- ur hjá Garðheimum. Helga segir sama mynstrið ein- kenna sumarblómakaup lands- manna frá ári til árs. „Fólk kaupir mikið það sama en leitar að harð- gerðum plöntum, sérstaklega í sumarbústaðinn. Hengiblómin eru mjög vinsæl og ekki síður vinsæl en blómin í beðinu. Fólk setur blóm frekar í ker núna og við erum líka með mikið úrval af hengibastkörf- um og hengipottum.“ „Ég get ekki sagt að einhver einn litur sé vinsælli en annar en lillað og hvítt er mjög vinsælt. Stjúpurnar standa alltaf fyrir sínu og eru þær mikið teknar í blönduðum litum.“ Hjá Gróðrarstöðinni Glitbrá í Sandgerði er sama upp á teningn- um en þar er snædrífan að slá ræki- lega í gegn. „Hún er langvinsælust. Það er tiltölulega stutt síðan hún kom á markað og fólk er að kynn- ast henni. Hún er ótrúlega sterk og í blóma langt fram á vetur þannig að fólk þarf ekki að kaupa aftur blóm ef það velur snædrífuna. Hún pass- ar vel í sumarbústaðinn því það er bara hægt að láta rigninguna sjá um hana,“ segir Gunnhildur Ása Sigurðardóttir, eigandi gróðrar- stöðvarinnar. „Það er alltaf eitthvað nýtt á blómamarkaðnum á hverju ári. Skógarmalvan hefur verið vin- sæl í ár en það er stór planta með ljóslillabláum blómum og dökkum æðum. Hún er ofboðslega falleg og sterk og þolir allt,“ segir Gunnhild- ur sem segir fólk helst vera að leita að harðgerðum og fallegum plönt- um. „Allavega vill fólk hér á Suður- nesjum helst harðgerðar plöntur þar sem hér getur oft gengið á ýmsu.“ „Það hefur verið lítil sala á stjúpum miðað við venjulega. Ég held að fólk sé orðið svolítið leitt á stjúpunum og sé frekar að leita að blómum sem lifa lengur eins og morgunfrúm, hádegisblómum og silfurkambi. Lillableikt er mikið inni núna en það eru alltaf nýir tískulitir á hverju ári. Guli liturinn er algjörlega úti þar sem fólk segir hann laða að svo mikið af flugum. Nellikkur og margarítur komu nýjar inn á markaðinn í ár í lillableikum og er hann mikið notaður með gráu og hvítu.“ Snædrífan slær í gegn Sumarblómin dafna nú í görðunum í öllum regnbogans litum. Við tókum púlsinn á nokkrum gróðrarstöðum og komumst að því hvaða blóm standa landanum næst. Hengiblóm eru sífellt vinsælli á Íslandi. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Margarítan stendur fyrir sínu í bleiku. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Stjúpurnar eru vinsælar frá ári til árs þó margir séu farnir að breyta aðeins til. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Silfurkamburinn er vinsæll hjá landanum. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Það er engin spurning um að snædrífan er langvinsælust á landinu. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Í Fornalundi Reykjavík 585 5050 Suðurhrauni 6 Hafnarfirði 585 5080 V/Súluveg Akureyri 460 2200 Ægisgötu 6 Reyðarfirði 477 2050 Höfðaseli 4 Akranes 433 5600 www.bmvalla.is Gæðavörur fyrir garðinn þinn. Söludeildir: Hallarsteinn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.