Fréttablaðið - 23.06.2006, Side 51

Fréttablaðið - 23.06.2006, Side 51
■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ { hús og garður } ■■■■ 15 „Softub eyðir sjálfsagt minnstri orku allra nuddpotta, eða 1.100- 1.400 krónum í rafmagn á mánuði á meðan dæmigerður pottur eyðir eitthvað á bilinu 4-6.000 krón- um,“ útskýrir Örn Jónsson hjá Jóni Bergssyni ehf., söluaðila Softub hérlendis. Örn segir að hægt sé að tengja Softub í venjulega innstungu svo ekki þurfi sérstakar lagnir, auk þess sem nota megi hann innan- jafnt sem utandyra í hvaða veðri sem er. „Svo er hann tiltölulega léttur, hægt er að velta honum í gegnum dyra- op og ekki tekur nema einn til einn og hálfan sólarhring að hita vatnið með hitastýrisbúnaði,“ segir hann. „Softub-nuddpotturinn er lát- inn vera í sambandi allan sólar- hringinn og heldur alltaf réttu hitastigi,“ segir Örn . „Við eru aðallega með fjögurra til sex manna potta til sölu en einnig fást pottar fyrir tvo. Pottarnir hafa að vonum vakið mikla lukku hér- lendis.“ Pottar sem henta alls staðar Fyrir þá sem vilja prófa skemmtilega öðruvísi nuddpotta, má benda á Softub sem farið hefur sigurför um heiminn. En hefur Softub einhverja kosti umfram aðra nuddpotta? Softub þykja barnvænir nuddpottar. Brúnirnar eru mjúkar viðkomu, öryggislæsing er á pottlokinu og engin hætta er á að börn brenni sig þar sem hitastýrisbúnaður hindrar að vatnið verði of heitt. MYND Í EIGU JÓN BERGSSON EHF. Örn segir Softub henta við alls kyns aðstæður, þar sem hann er úr veðurþolnum vinýldúk. Örn segir veðurþol Softub sannast af því að pottur hafi verið lánaður upp á Langjökul. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Softub-nuddpotturinn er búinn ýmsum kostum, enda hefur hann farið sigurför um heim- inn. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.