Fréttablaðið - 23.06.2006, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 23.06.2006, Blaðsíða 66
 23. júní 2006 FÖSTUDAGUR Við hlaupum Blátt áfram... ... alla leið frá Hellu til Reykjavíkur Mætum við Reykjavíkurhöfn og tökum vel á móti hlaupurunum! Boot Camp þjálfararnir Arnaldur Birgir Konráðsson, Evert Víglundsson og Róbert Traustason ætla að leggja af stað frá Hellu á miðnætti aðfaranótt laugardagsins 8. júlí og hlaupa til Reykjavíkur. Hver og einn þeirra mun hlaupa tvö og hálft maraþon! Hvað getur þú gert til að styrkja Blátt áfram? Við skorum á fyrirtæki að styrkja hlauparana blátt áfram með myndarlegum framlögum og að hvetja sitt fólk til að vera með. Lítið skref fyrir þig, stórt skref fyrir börnin Stígðu skrefið laugardaginn 8. júlí www.blattafram.is Blátt áfram frábær dagur laugardaginn 8. júlí Vertu með! Hlaupastöð 1 Kl. 10.00 Litla Kaffistofan – Hafnarbakkinn = 26,3 km Hlaupastöð 2 Kl. 12.00 Húsgagnahöllin – Hafnarbakkinn = 7,6 km Leiðin sem farin verður: Ártúnsbrekka, Grensás- vegur, Suðurlandsbraut, Laugavegur niður á höfn. Frjálst er að koma inn í hlaupaleiðina á hvaða stað sem er. Kl. 14.00 Reykjarvíkurhöfn – Skemmtun *Þú getur keypt bolina á næstu Esso stöð, á www.blattafram.is eða við hlaupastöðvarnar þann 8. júlí. • Þú getur hringt í 907 2000 þá dragast 1.000 kr. af símreikningnum þínum • Þú getur keypt bol* og fylgt Boot Camp strákunum síðasta spölinn • Þitt fyrirtæki getur heitið á strákana Hringdu í 533 2929 og styrktu Blátt áfram Þegar ég var að alast upp var alls ekkert alltaf hægt að ná í alla í síma. Þó að það væri sími á hverju heimili gat fólk verið upptekið við eitthvað annað en að vakta hann. Þetta þótti sjálf- sagt og flestir sýndu bara þolin- mæði. Með tilkomu GSM-sím- anna er hins vegar allt í einu mögulegt að ná í alla, hvar og hvenær sem er og þolinmæðin er ekki mikil ef einhver svarar símanum sínum ekki strax. Ég var frekar sein til að fá mér GSM-síma og fékk að heyra það hjá símavæddum vinum mínum að það væri ómögulegt að það væri ekki alltaf hægt að ná í mig. Ég lét því undan og fljótlega var ég farin að skamma þá fáu sem ég þekkti sem ekki áttu síma. Ég vandist því nefni- lega eins og aðrir að geta alltaf náð í alla og þoldi engar undan- tekningar frá þeirri reglu. Stundum finnst mér fárán- legt hvað við erum upptekin af símanum. Pabbi sagði mér einu sinni að eftir að langamma mín fékk heimasíma hefði hún helst ekki viljað fara út úr húsi ef að hann myndi hringja á meðan og þrátt fyrir að sagan væri svolít- ið ýkt þótti þetta ótrúlega fynd- ið. Fæst erum við samt miklu skárri núna því þó að við förum alveg út úr húsi erum við alltaf með símann og að vakta hann. Síðustu ár hef ég því farið að taka mér frí frá símanum ef þannig liggur á mér. Oft hef ég símann hljóðan á meðan ég geri það sem mig langar til og athuga síðan bara hverjir hafa hringt þegar mér hentar. Þetta fer auð- vitað óstjórnlega í taugarnar á mörgum sem ég þekki en þó að ég eigi GSM-síma áskil ég mér allan rétt til þess að þurfa ekki alltaf að vera á símavaktinni. ■ STUÐ MILLI STRÍÐA Símavaktin EMILÍA ÖRLYGSDÓTTIR VILL STUNDUM FÁ AÐ VERA Í FRIÐI ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Kjölturakkar Eftir Patrick McDonnell ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman TÝNT & FUNDIÐ Við sjáum þetta aftur... Owen er þarna í róleg- heitunum... Skyndilega kemur Beckham... Og tekur hann FAST aftanfrá! Ég er feginn að um er að ræða fótbolta! Sama segi ég! Sjáðu Palli! Glósubók sem lítur út eins og fartölva! Vá! Takk! Hér færðu faðmlag sem lítur út fyrir að vera venjulegt! Ahhh... Ég ætla að klóra mig í gegnum þetta sumar. Barnapían er komin. Það var annað hvort það eða að sjón- varpið væri bilað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.