Fréttablaðið - 23.06.2006, Blaðsíða 78

Fréttablaðið - 23.06.2006, Blaðsíða 78
46 23. júní 2006 FÖSTUDAGUR sport@frettabladid.is LA ND SB AN KA DE IL DI N FÓTBOLTI Á Laugardalsvelli á mið-vikudag mátti sjá borða á meðal stuðningsmanna Keflavíkur þar sem á stóð Knattspyrna án for- dóma. Með þessu sýndu stuðnings- menn Suðurnesjaliðsins stuðning sinn í verki gegn kynþáttafordóm- um en mikil umræða hefur verið um þá undanfarna daga. Eftir að stuðningsmenn FH urðu uppvísir að athæfinu í garð Andrew Mwesigwa, leikmanns ÍBV, fór boltinn að rúlla og nú hafa fleiri sýnt samhug. Þeirra á meðal eru sjálfir stuðn- ingsmenn FH, sem héldu sérstak- an fund vegna málsins en þar kom meðal annars fram að þeir ætli sér að nota krafta sína frekar í að styðja lið sitt áfram í stað þess að úthúða dómurum leiksins eða and- stæðingunum. Jóhann Albertsson, eða Joey Drummer eins og hann er gjarnan kallaður, var forsprakki að stuðn- ingi gegn kynþáttafordómunum en hann á veg og vanda að borðan- um sem sést á myndinni hér til hliðar. „Við vildum undirstrika andúð okkar á kynþáttafordómun- um sem hafa því miður voru við lýði hér á Íslandi. Við tökum öllum kynþáttum opnum örmum og að sjálfsögðu eru allir jafnir í okkar augum. Fótbolti án fordóma er slagorðið okkar og við vildum sýna það í verki,“ sagði Jóhann, en hann er meðlimur í Pumasveit- inni, sem stuðningsmenn Kefla- víkur kalla sig. „Við ætlum að taka borðann með okkur á alla leiki í sumar og flagga honum skilmerkilega til að sýna okkar stuðning. Við ætlum meira að segja að taka hann með okkur til Noregs þegar við mætum Lilleström, hvort við þýðum hann yfir á norsku skal nú ósagt látið,“ bætti Jóhannes við, léttur í bragði að vanda. Skagamenn sýndu sinn stuðn- ing einnig í gærkvöldi. „Við ákváð- um að sýna samstöðu gegn kyn- þáttafordómum og ákváðum að mála okkur svarta í framan. Við fengum Eyjamenn með okkur í lið og þetta hefði orðið misskilið ef þetta hefði ekki fengið umfjöllun en við gerum þetta til að sýna sam- hug,“ sagði Þórður Már Gylfason, forsprakki stuðningsmannaklúbbs ÍA sem kallast Skagamörkin. „Það var tímabært að gera þetta núna og útrýma þessum for- dómum í fæðingu. Þetta er ekki þekkt á Íslandi enda ekki margir þeldökkir leikmenn sem spila á Íslandi en okkur fannst tilvalið að gera þetta á heimavelli þess leik- manns sem lenti í þessu. Það er bónus að fá stuðningsmenn Eyja með okkur,“ sagði Þórður en fylk- ingin gekk á völlinn af skemmti- stað í bænum saman á völlinn í gærkvöldi. Geir Þorsteinsson, fram- kvæmdastjóri KSÍ, var ánægður að sjá samhuginn og minnti á átak KSÍ. „KSÍ hefur verið með átak í nokkur ár sem kallast Leikur án fordóma og mun að sjálfsögðu vera áfram í gangi, þetta er okkar slagorð. Við munum alltaf hafa augun opin fyrir þessu auk þess sem athygli verður vakin á málinu í bækling sem við gefum út fljót- lega. Við erum á tánum og vitum að þjóðfélagið er að breytast,“ sagði Geir. hjalti@frettabladid.is Stuðningsmenn sameinast gegn kynþáttafordómum í knattspyrnu Stuðningsmenn knattspyrnuliða á Íslandi hafa sameinast í baráttunni gegn kynþáttafordómum í ljósi nýlegra atburða hér á landi þegar Úgandamaðurinn Andrew Mwesigwa varð fyrir aðkasti í Hafnarfirði. Stuðningsmenn Keflavíkur, ÍA og ÍBV sýndu það í verki í gær og líklegt er að fleiri fylgi í kjölfarið. STUÐNINGSMSMENN KEFLAVÍKUR Riðu á vaðið og flögguðu þessum borða á leiknum gegn Val á Laugardalsvelli á miðvikudaginn. Jóhannes er lengst til vinstri. NORDICPHOTOS/AFP „Þetta er annað markið sem ég skora en ég skoraði líka fyrir KR þegar ég var þar 2002 eða 2003,“ sagði Þóra B. Helgadóttir, landsliðsmarkvörður Íslands í kvennaflokki, en hún skoraði eitt af mörkum liðsins í 7-0 sigri á Fylki í Landsbankadeild kvenna á mið- vikudag. „Tölurnar gefa reyndar ekki alveg rétta mynd af leiknum, tvö mörk hjá okkur komu úr vítum og svo eitt sjálfsmark. Sigurinn kannski fullstór.“ Staðan var 2-0 þegar Þóra var send á vítapunktinn en skömmu áður hafði Edda Garðarsdóttir skorað fyrir Blikastúlkur úr vítaspyrnu. „Ég er búinn að vera að væla svo mikið að þurfa að vera í marki og ekkert fá tækifæri til að skora. Stelpurnar í liðinu eru svo indælar að þær leyfðu mér að taka vítið. Mér finnst annars skandall að ég sé ekki vítaskytta liðsins,“ sagði Þóra í léttum tón. Talað er um að Íslandsmótið í kvennaflokki sé nánast aðeins einvígi milli Vals og Breiðabliks, önnur lið séu einfaldlega ekki í sama klassa. Svo gæti því farið að úrslitin ráðist á endanum á marka- tölu. „Það er ekkert gaman að ein- beita sér að því að vinna með sem mestum mun. Við förum bara í alla leiki til að sigra og ef Valur stendur samt sem áður uppi sem sigurvegari í lokin þá á liðið það bara skilið. Stefna okkar er bara að taka stigin þrjú og svo er það bara bónus ef við náum að bæta markatöluna,“ sagði Þóra. Breiðablik mætir Stjörnunni á laugar- daginn en liðin hafa jafnmörg stig að loknum sex leikjum. „Það má búast við hörkuleik, Stjarnan er með sterkt lið og gæti alveg haft mikil áhrif á lokastöð- una í deildinni. Svo eru margar stelpur í liðinu sem voru í Breiðablik en fengu ekki tækifæri. Það er gaman að sjá þær blómstra svona núna og ég held að þær leggi sig enn meira fram gegn gamla félaginu. Ég þekki það sjálf frá því ég fór til KR og var þar í tvö ár,“ sagði Þóra B. Helgadóttir. LANDSLIÐSMARKVÖRÐURINN ÞÓRA B. HELGADÓTTIR: SKORAÐI ÚR VÍTI FYRIR BLIKASTÚLKUR Vældi svo mikið að ég fékk vítið FÓTBOLTI Það var mikill fögnuður í Afríku í gær, sér í lagi í Gana, þar sem landsliðið komst áfram í 16- liða úrslit heimsmeistarakeppn- innar í knattspyrnu með 2-1 sigri á Bandaríkjamönnum. Ganamenn tryggðu sér þátttökurétt á HM í fyrsta sinn í sögu landsins í fyrra og eru nú komnir áfram upp úr riðlakeppninni. Ekki er ólíklegt að þeir verði einir Afríkuþjóða á því stigi keppninnar en Túnismenn eiga reyndar enn möguleika á sæti í útsláttarkeppninni. Tékkar töpuðu fyrir Ítölum í gær, 2-0, og þurfa því að bíta í það súra epli að halda heim á leið. 2-0 tap liðsins fyrir Gana á laugardag- inn var dýrkeypt og reyndist hafa úrslitaáhrif á lokastöðuna í riðlin- um. Bandaríkjamenn sitja einnig eftir og hafa fengið að kenna á dómgæslunni á mótinu. Þjálfari liðsins, Bruce Arena, neitaði að gagnrýna dómara leiksins við Ítali þar sem tveir Bandaríkjamenn sáu rautt en hann lét Þjóðverjan Markus Merk heyra það í gær fyrir að „gefa“ Ganamönnum víti sem reyndist ríða baggamuninn í leiknum. Haminu Dramani kom Gana yfir snemma leiks en Clint Dempsey jafnaði metin skömmu síðar. „Við þurftum að hafa mikið fyrir því að komast aftur inn í leik- inn. Ég varð fyrir vonbrigðum með ákvörðun dómarans um að dæma víti,“ sagði Arena en Merk dæmdi vítið eftir að Oguchi Ony- ewu virtist brjóta á Razak Pimp- ong. „Við hefðum vilja hefja síðari hálfleikinn og eiga góða mögu- leika á sigri í leiknum.“ Michael Essien fékk gult spjald í leiknum og verður því ekki með liðinu í 16-liða úrslitum. Vissulega mikil vonbrigði en það skyggði ekki á gleði Ganabúa. „Þetta er söguleg stund fyrir okkur og við erum mjög ánægðir,“ sagði Rat- omir Dujkovic þjálfari liðsins. „Við óttumst ekkert lið. Við erum Brasilíumenn Afríku,“ bætti hann við. Marco Materazzi kom Ítölum yfir gegn Tékkum aðeins níu mín- útum eftir að hafa komið inn á sem varamaður. Ekki bætti úr skák fyrir Tékkana er Jan Polak var vísað af velli undir lok fyrri hálf- leiks vegna tveggja áminninga. Filippo Inzaghi gerði svo endan- lega út um leikinn með marki í blálokin. „Það var einfaldlega of erfitt að spila einum færri í seinni hálf- leik,“ sagði Karel Bruckner þjálf- ari Tékka eftir leikinn. „Við mis- stum marga menn fyrir leikinn og leikbönnin fóru illa með okkur í þessu móti.“ - esá Ítalir kláruðu E-riðil með stæl og sendu Tékkana heim: Gana áfram í sinni fyrstu keppni FÖGNUÐUR Leikmenn Gana fögnuðu hreint ógurlega er þeir unnu Bandaríkjamenn í gær en þeir eru óvænt komnir í sextán liða úrslit. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP > Golfarar á ferð og flugi Íslenskir kylfingar hafa verið víða að á meginlandi Evrópu undanfarna daga en Heiðar Davíð Bragason úr Kili í Mosfellsbæ lauk í gær keppni á móti í dönsku mótaröðinni þar sem hann lenti í 18.-20. sæti. Síðasta hringinn lék hann á þremur yfir pari og samtals var hann á fjórum yfir pari hringina þrjá. Ófeigur Jóhann Guðjóns- son, íslenskur kylfingur búsettur í Noregi, lenti í 5.-6. sæti á tveimur undir pari. Þá hóf Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, keppni á móti í áskorendamótaröð Evrópu sem fram fer í Sviss og lék hann fyrsta hringinn á einu höggi undir pari. Arftaki Berglindar fundinn Valsmenn hafa samið við tékkneska markvörðinn Pavla Skavronkova en henni er ætlað að fylla það skarð sem landsliðsmarkvörðurinn Berglind Íris Hansdóttir skildi eftir sig er hún hélt til Danmerkur. Pavla er tékkneskur lands- liðsmarkvörður, 27 ára gömul og á að vera mjög öflug.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.