Fréttablaðið - 22.02.2008, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 22.02.2008, Blaðsíða 25
HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL. Rauða húsið á Eyrarbakka býður upp á glæsilegar þriggja og fimm rétta kvöldmáltíðir um helgina í tilefni hátíðar- innar Fóður og fjör sem haldin verður á landsbyggðinni í fyrsta skipti. austurlamb.is er vefsíða þar sem hægt er að kaupa lambakjöt beint frá ákveðnum bóndabýlum á Austurlandi. Á síðunni má fá upplýsingar um býlin, finna upp- skriftir og lesa ummæli kaupenda. Fermingartímabilið er fram undan og um að gera fyrir þá sem eru að ferma börnin sín í ár að fara að huga að veisluföngum ef bjóða á mörgum gestum. Ragnheiður Harvey, dagskrár- og fjölmiðlafull- trúi Norræna hússins, hefur mikinn áhuga á mat og matargerð. „Ég er hrifin af alls konar mat úr grænmeti og ávöxt- um, ég borða lítið kjöt en mikinn fisk. Mér þykir gott að nota kúskús, hrísgrjón og pasta,“ segir Ragn- heiður. Á einum rétti hefur hún miklar mætur þessa dagana og það er svokallað hrísgrjónasalat sem hún rakst á í matreiðslubók. Fljótlegur og bragðgóður réttur fyrir þá sem vilja öðruvísi hrísgrjón með matn- um. „Ég rakst á þennan rétt í matreiðslubók fyrir græn- metisætur og ákvað að prófa og hann sló í gegn. Réttur inn er mjög seðjandi og fínn en umfram allt mjög einfaldur, hann er alveg laus við meiri háttar eldamennsku,“ útskýrir Ragnheiður og bætir við: „Ég nota réttinn bæði sem aðalrétt og einnig sem meðlæti þegar ég er með annað hvort fisk eða kjöt.“ Innihaldslýsing og aðferð fylgja með: „Rétturinn er afar einfaldur í gerð og samanstendur hann af 250 grömmum af brúnum hrísgrjónum, hálfri teskeið af túrmerik og hafsalti, safa og börk af hálfri sítrónu, sex matskeiðum af blönduðum ferskum jurtum t.d. steinselju, myntu, graslauk og estragoni. Svo er það einn stór avakadó og sextíu grömm af pistasíuhnet- um án hýðis og ristuðum kasjúhnetum. Aðferðin er þannig að hrísgrjónin eru soðin, sítrónubörkurinn er rifinn og safinn geymdur. Jurtirnar eru niðurskornar og blandað við soðin hrísgrjónin og það kælt. Avókadóið er skrælt og steinninn tekinn úr, skorið í bita og velt upp úr sítrónusafanum. Síðast er svo hnetunum og avókadóinu blandað saman með hrís- grjónunum og jurtunum,“ lýsir Ragnheiður. Nýlega hófst matarhátíðin Kræsingar og kæti í Norræna húsinu þar sem kynning á nýrri norrænni matargerð stendur yfir. Þar eru mættir bestu mat- reiðslumenn Norðurlandanna sem ætla að sýna listir sínar næstu daga. Ragnheiður hvetur sem flesta til að koma í Norræna húsið um helgina enda nóg í boði sem gæti kitlað bragðlaukana. mikael@frettabladid.is Einfalt og seðjandi Ragnheiður fer oft nýjar leiðir í matargerð sinni og notar mikið af grænmeti og ávöxtum í matargerð sína. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Síðustu sætin Heimsferðir bjóða frábær tilboð á síðustu sætunum á skíði í Austurríki í febrúar og mars. Bjóðum vikuferðir 23. febrúar og 1. mars; frábær sértilboð á flugsætum og frábær tilboð á flugi og gistingu. Þú bókar tvö flugsæti en greiðir aðeins fyrir eitt. Tryggðu þér skíðafrí á besta verðinu og bókaðu strax. Mjög takmarkað framboð flugsæta. Verð Kr. 49.990 Flug og gisting í viku Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli á gististað ”án nafns” í Zell am See / Schuttdorf / Lungau með morgunverði í 7 nætur (sjá skilmála ”stökktu tilboðs”). Sértilboð 23. febrúar og 1. mars. Verð Kr. 59.990 Vikuferð með hálfu fæði Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli á Skihotel Speiereck *** í Lungau með hálfu fæði í 7 nætur. Sértilboð 1. mars. Verð Kr. 19.990 Flugsæti með sköttum. 23. febrúar eða 1. mars. Netverð á mann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.