Fréttablaðið - 22.02.2008, Side 34

Fréttablaðið - 22.02.2008, Side 34
Fyrir hverju ertu veikust?: „Ég held að ég sé veikust fyrir mega háum hælum.“ Uppáhaldsbúðin?: „Á Íslandi finnst mér langskemmti- legast að fara í KronKron og Trilog- iu, annars er Henrik Vibskov-búðin í Köben líka í miklu uppáhaldi.“ Eftirlætis flíkin í fataskápnum?: „Bernhard Wilhelm-peysan mín, hún er uppáhaldsflíkin mín,“ Nauðsynlegt í fataskápinn?: „Háir sokkar, góðir vetrarskór, stór taska og lakk-kápa.“ Hvað langar þig mest í fataskápinn þessa stundina?: „Mig langar mest í þröngar leðurbuxur og Marc Jacobs skó. fatastíllinn Birta Ísólfsdóttir nemi í fatahönnun Föt gegna stóru hlutverki í lífi Birtu Ísólfsdóttur, nema á fyrsta ári í fata- hönnun við Listaháskóla Íslands. Hún útskrifaðist af myndlistarbraut Fjöl- brautaskólans í Breiðholti en á meðan hún var í skólanum seldi hún hönn- un sína í Nakta apanum. Birta er nú á leiðinni til Parísar með bekkn- um sínum í Lista háskólanum en árlega fer hópur fyrsta árs nem- endanna og starfar fyrir hönnuði í mekka tískunnar. Hvernig myndir þú lýsa eigin stíl? „Þröngar buxur, peysur í yfirstærð og hælaskór.“ Hvaðan sækir þú innblástur þegar kemur að fatastílnum? Áttu þér einhverja fyrirmynd? „Ég skoða tískutímarit, les bloggsíður og hugsa að innblásturinn komi helst frá því. Mín helsta fyrirmynd er fatahönnuðurinn Made leine Vionnet en hún var ein af áhrifamestu fata- hönnuðum 20. aldar.“ Hvar verslar þú helst? „Ég versla eiginlega bara úti um allt og get fundið ótrúlegustu hluti á fáránlegum stöðum.“ Átt þú þér þinn uppáhaldshönnuð? „Þýski fatahönnuðurinn Bern- hard Willhelm er einn af mínum uppáhaldshönnuðum.“ En uppáhaldsfatamerki? „Það er oft hægt að finna eitthvað fallegt og ódýrt í Top Shop og H&M.“ Bestu kaupin? „Ég geri góð kaup í hvert skipti sem ég kaupi mér eitthvað nýtt enda rétt- læti ég alltaf öll fata- kaup.“ Verstu kaupin? „Ég hef tvisvar keypt mér lágbotna „vintage“ spariskó en sólinn datt af báðum pörunum eftir að ég hafði notað þá einu sinni og þeir verða því eiginlega að teljast mín verstu kaup.“ Hvað finnst þér um íslensku tískuna? „Hér eru margar einkareknar tískuverslanir, sem sjálfsagt eru reknar af hugsjóninni einni saman. Það gerir tískuna líflega.“ bergthora@frettabladid.is 2 3 1Fær innblástur af bloggsíðum 1 „Henrik Vibskov-peysan mín en hún er uppáhaldsflík- in mín í fataskápnum.“ 2 Adidas-skór. 3 Ein af uppáhaldstöskum Birtu. 4 Pallíettuefripartur. 5 „Skyrta sem ég gerði sjálf, sokkar frá h&M og skór keyptir á E-bay. 4 5 6 • FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2008

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.