Fréttablaðið - 22.02.2008, Page 75

Fréttablaðið - 22.02.2008, Page 75
FÖSTUDAGUR 22. febrúar 2008 43 HANDBOLTI Aron Kristjánsson hefur hafnað boði HSÍ um að ger- ast landsliðsþjálfari í handknatt- leik. Hann er fjórði þjálfarinn sem segir nei við HSÍ en áður höfðu Magnus Andersson, Dagur Sig- urðsson og Geir Sveinsson gefið sama svar og Aron. HSÍ er þar með komið aftur á byrjunarreit í leitinni endalausu að arftaka Alfreðs Gíslasonar. Einar Þorvarðarson, fram- kvæmdastjóri HSÍ, fór utan til Þýskalands í gær til þess að hitta Alfreð Gíslason, meðal annars vegna landsliðsmálanna. Alfreð hefur verið HSÍ innan handar upp á síðkastið og nú hefur verið kall- að á hann til að koma af fullum krafti í björgunarleiðangur. Alfreð þekkir betur til en marg- ir aðrir í handboltaheiminum og er ákaflega vel tengdur. Hann hefur stungið upp á einhverjum nöfnum sem hann telur vert að skoða og mun nú hjálpa Einari í viðræðum við líklega kandídata. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst er enginn einn ákveðinn þjálfari í sigtinu sem stendur og ætlar HSÍ að heyra hljóðið í nokkr- um og vega síðan og meta þá möguleika sem þeir standa frammi fyrir. Annar möguleiki sem einnig hefur ekki verið útilokaður er að ræða við Guðmund Guðmundsson, fyrrverandi landsliðsþjálfara. Aron segir að það hafi verið mjög erfitt að segja nei við HSÍ en hann hafi hreinlega ekki getað hlaupið á brott frá skuldbinding- um sínum við Hauka. „Ég hafði mikinn áhuga á starf- inu. Það lá samt fyrir að ég gat ekki sinnt báðum störfum og get ekki hlaupið frá hálfkláruðu verki hér hjá Haukunum. Ég er vel til í að þjálfa landsliðið en tímasetn- ingin hentar mér því miður engan veginn. Svo á ég líka von á mínu þriðja barni í lok júlí og ef við værum að fara á ólympíuleika þá myndi ég missa af því líka,“ sagði Aron í gær. - hbg Aron Kristjánsson hafnaði HSÍ og framkvæmdastjórinn floginn til Þýskalands að ráðfæra sig við Alfreð: Alfreð í björgunarleiðangur fyrir HSÍ ALFREÐ TIL BJARGAR? Alfreð Gíslason, fyrrverandi landsliðsþjálfari, mun gegna lykilhlutverki í því að finna hæfan erlendan þjálf- ara fyrir íslenska handboltalandsliðið. Hann sést hér með Einari Þorvarðarsyni, framkvæmdastjóra HSÍ, sem er farinn út til Kölnar þar sem hann fer yfir stöðuna með Alfreð. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR FÓTBOLTI Hinn 34 ára gamli Ryan Giggs, leikmaður Manchester United, hefur hug á að fara út í þjálfun eftir knattspyrnuferilinn en það fullyrðir Osian Roberts, tæknilegur ráðgjafi velska knattspyrnusambandsins. „Ryan hefur komið að máli við okkur og hyggst hann taka UEFA- A leyfi til þjálfunar hjá velska knattspyrnusambandinu næsta sumar. Það eru auðvitað frábærar fréttir fyrir okkur og fótbolta- heiminn að leikmaður á borð við hann ætli sér að halda áfram í fótboltanum,“ sagði Roberts. Giggs virðist hins vegar vera langt frá því að hafa sagt sitt síðasta inni á vellinum; hann er enn mikilvægur hlekkur í liði Englandsmeistara United og lék sinn 100. leik í Meistaradeild Evrópu í fyrrakvöld. Margir fyrrverandi leikmanna United, undir stjórn Sir Alex Ferguson, hafa sest í stól knattspyrnustjóra; menn á borð við Gordon Strachan, Steve Bruce, Paul Ince, Bryan Robson, Roy Keane og Mark Hughes. - óþ Ryan Giggs, Man. Utd: Ætlar að þjálfa í framtíðinni ÞJÁLFARAEFNI Ryan Giggs hyggst leggja fyrir sig þjálfun þegar hann leggur skóna á hilluna. NORDIC PHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Paul Gascoigne, betur þekktur sem Gazza, fyrrverandi atvinnumaður í knattspyrnu, var handtekinn eftir að hafa orðið valdur að ólátum á Hilton Hóteli í Newcastle á Englandi í fyrra- kvöld. Gazza var í fyrstu færður í gæsluvarðhald vegna brots á lögum sem falla undir geðræna hegðun og var hann síðar í aðhlynningu á sjúkrahúsi. „Umræddur gestur sýndi ekki mótspyrnu þegar lögreglan fylgid honum út af hótelinu og við erum í fullri samvinnu við lögregluna í málinu,“ sagði í yfirlýsingu frá viðkomandi hóteli í gær. Gazza hefur í gegnum tíðina átt í erfiðleikum með áfengisnotkun sína; var árið 2005 lagður inn á sjúkrahús eftir að hafa drukkið ótæpilega og sama var uppi á teningnum á fertugsafmæli kappans. Gazza hafði hins vegar óumdeilda hæfileika og einstakt keppnisskap þegar hann var upp á sitt besta. - óþ Gascoigne í vandræðum: Var handtekinn vegna óláta

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.