Fréttablaðið


Fréttablaðið - 04.04.2008, Qupperneq 30

Fréttablaðið - 04.04.2008, Qupperneq 30
[ ]Pasta er nóg að sjóða í um það bil átta mínútur. Við lengri suðu bólgnar pastað út og verður hlaupkennt. Basil og óreganó eru ómissandi krydd í pastað. Þeir sem ætla að forsá grænmeti og krydd- jurtum innanhúss eða í garðskálann ættu að fara að taka til pottana því nú er rétti tíminn. „Fyrsta skrefið er að verða sér úti um ílát, mold og fræ,“ segir Hafberg Þórisson, garðyrkjumaður í Lambhaga í Reykjavík, þegar hann er beðinn um leiðbeiningar um forsáningu grænmetis og kryddjurta. Hafberg hefur reynsluna enda fram- leiðir hann tíu tonn á mánuði allan ársins hring. Nú er það samt ræktun til heimilisnota sem málið snýst um. Sáningin fer þannig fram að mold er sett í pott eða kassa og fræjunum dreift með svolitlu millibili að sögn Hafbergs. „Annað hvort stráum við svo sandi yfir eða setjum dagblað ofan á. Allt þarf þetta að vera rakt. Svo má ílátið vera á dimmum stað til að byrja með en þegar fræið er spírað þarf það að fá birtu. Suðurgluggi er samt of heitur. Ílátið þarf bara að vera á björtum stað en ekki í sól. Plönturnar þola ekki mikið yfir 20 gráður og það þarf að hafa vakandi auga á þeim svo ekkert farið úrskeiðis.“ Grænmeti sem síðar fer út í garð eins og rófum, hvítkáli, grænkáli og blómkáli segir Hafberg tímabært að sá núna en blaðsalat sé það fljót- sprottið að því sé ágætt að sá beint út í garð um miðjan maí. Sama megi segja um klettasalatið. Timjan, piparmyntu og sítrónumelissu segir hann auðveldar kryddtegundir í heimaræktun og upplagt að hafa þær í glugga til að byrja með, þó ekki suðurglugga. Þegar kemur lengra fram á vorið og hitastig fer hækkandi er hægt að setja allar þessar gersemar út á svalir eða pall undir plast. „Þar er kannski fimm stiga hiti að nóttunni en ágætur hiti á daginn,“ bendir Hafberg á en segir vont fyrir grænmetis- plöntur á byrjunarstigi að lenda í næturfrosti því þá sé hætta á blómmyndun. Algengt segir hann að plönturnar fái áfall þegar þær síðan fari úr pottunum og út í kalda moldina. „Þá verða þær bláleitar en það gerir ekkert til. Það bendir til að þær hafi framleitt sykur, sem er þeirra frostlögur. Þær jafna sig svo og verða sterkar og fínar.“ Þótt Hafberg hafi lifibrauð sitt af sölu grænmetis hvetur hann fólk til að rækta heima. Ánægjan sem því fylgi sé svo mikil, að ekki sé minnst á bragð- gæðin og hollustuna. gun@frettabladid.is Bragðgott og hollt Hafberg innan um heimaræktaða grænmetið sitt í Lambhaga. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA 544-2136 Opið á virkum dögum 10-18 og laugardaga 11-15 Nýir eigendur, nýjar áherslur. Laugaveg 54, sími: 552 5201 Við stöndum upp úr Atvinna í boði... ...alla daga 24,5% At vi nn a – M or gu nb la ði ð 39,3% Al lt – A tv in na sk v. k ön nu n Ca pa ce nt 1 . n óv . 2 00 7– 31 . j an . 2 00 8 Atvinnublað Fréttablaðsins er með 60% meiri lestur en atvinnublað Morgunblaðsins miðað við 20–40 ára
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.