Fréttablaðið - 19.04.2008, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 19.04.2008, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 500019. apríl 2008 — 106. tölublað — 8. árgangur MÓTMÆLT Í HEILA ÖLD Írar voru fyrstir til að sniðganga Ólympíuleikana þegar Bretar neituðu að veita þeim sjálfstæði. Opið 10-18 í dag ORKUMÁL Tillaga um að hefja undirbúning að sölu REI, sem átti að leggja fyrir á stjórnar- fundi Orkuveitu Reykjavíkur í gær, var endurskoðuð á aukafundi þeirra Kjartans Magnússonar, stjórnarformanns REI og OR, Ástu Þorleifsdóttur, varaformanns stjórnar OR, og Júlíusar Vífils Ingvarssonar borgarfulltrúa. Fundur þeirra þriggja var haldinn tæpri klukkustund áður en stjórnarfundur Orku- veitunnar hófst. „Tillagan var snyrt til,“ segir Ásta og staðfestir að upphafleg tillaga meirihluta borgarstjórnar, sem dregin var upp á fimmtudagskvöldið, hafi fjallað um sölu REI í heilu lagi. „Það þarf að horfast í augu við það að fyrirtækið er stofnað til þess að standa í verkefnum erlendis, sem geta talist vera áhættuverkefni. Fyrirtækið þarf að starfa á þeim grunni. Tillagan frá fundinum í gær var snyrt til í morgun [í gærmorgun]. Henni var breytt frá því sem var ákveðið í gærkvöld. Það er ekki verið að tala um það núna að hefja undirbúning að sölu REI, eins og talað var um. Ég vil ekki selja fyrirtækið og tel sum verkefna REI vera spennandi. En ég segi að ef þau rök fyrir sölu REI eru borin á borð fyrir mig, að ég telji þau halda, þá áskil ég mér rétt til þess að skipta um skoðun,“ segir Ásta. Hún segir að tillögunni hafi verið breytt í samráði við Ólaf F. Magnússon borgarstjóra en vakið hefur athygli að hann segir sölu fyrir- tækisins í heild aldrei hafa verið rædda innan meirihlutans. Hann hefur jafnframt sagt að meirihlutinn muni starfa eftir þeirri línu sem lögð hafi verið með starfi stýrihópsins um málefni REI. Svandís Svavarsdóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, spurði um aðkomu borgarstjóra að tillögugerðinni á stjórnarfundinum og fékk þau svör að „hann hafi vitað af málinu, en ég heyri það að hann var ekki hafður með í ráðum á fundi meirihlutans en orðalagsbreytingin í morgun hafi eitthvað með hans aðkomu að gera“. Gísli Marteinn Baldursson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, lýsti því yfir á fimmtudag að selja bæri REI og láta ætti af áhættuverkefn- um í útlöndum. Um það væri einhugur meðal sjálfstæðismanna. Aðrir borgarfulltrúar staðfesta orð Gísla Marteins. - mh/shá / sjá síðu 4 Tillögu breytt á aukafundi Ásta Þorleifsdóttir, varaformaður stjórnar Orkuveitunnar, segir tillögu um sölu á REI hafa verið breytt stuttu fyrir stjórnarfund OR í gær. Selja átti fyrirtækið í heild en tillögunni var breytt, í samráði við borg- arstjóra. Minnihlutafulltrúar í stjórn OR telja tillögu um nýja stefnu REI vera skaðlega fyrir fyrirtækið. ST ÍL L 54 LAUGARDAGUR Breskir hönnuðir f agna komandi sum ri með alls kyns gr ænum tónum, allt frá sma ragðslitu upp í föla n pistasíulit. Græn n litur hefur oft verið ten gdur við frjósemi, galdra, álfa og jaf nvel ill öfl, og það þarf ák veðið hugrekki til að klæðast honum. Æpandi grænar flíkur mát ti meðal annars sjá hjá Paul Smith, Vi vienne Westwood, Roksan da Ilincic og Arma nd Basi. ur a rir nir m n ég tt í ll sta g VEÐRIÐ Í DAG HELENA FAGRA HJÁ BALTASAR Diane Kruger leikur aðalhlutverkið í spennutrylli Balt- asars Kormáks í Bandaríkjunum. FÓLK 56 ÁFRAM GÓÐVIÐRI Í dag verður hægviðri og milt um allt land og víðast bjartviðri. Hætt við þokulofti með ströndum. VEÐUR 4 6 8 10 8 8 34-35 IÐNGREINAR „Þemað í þessu er náttúran. Þetta gekk allt saman mjög vel, ég er alla vega mjög hamingjusamur,“ segir Erik Helgi Björnsson hárgreiðslunemi. Erik er einn þeirra sem taka þátt í Íslandsmóti iðngreina sem sett var í gærmorgun í Laugardals- höllinni. Keppt er í ellefu greinum á mótinu og eru hátt í 80 keppendur skráðir til leiks. „Þetta er afbragðsleið til að sýna fram á þá miklu fjölbreytni sem iðnnám hefur upp á að bjóða,“ segir Tryggvi Thayer, verkefnastjóri hjá Iðnmennt. Markmið keppninnar er að kynna almenningi iðngreinar og vekja athygli á þeim tækifærum sem felast í iðnnámi og -starfi. Alls eru á mótinu fulltrúar um 20 iðn- og starfsgreina. Íslandsmótið er forkeppni einstakra keppnisgreina fyrir þátttöku í Euro Skills og World Skills, alþjóðlegum keppnum iðngreina. Beina útsending frá mótinu er að finna á netslóðinni islandsmot. skillsiceland.is. - kg Íslandsmót iðngreina: Iðnnám kynnt almenningi ÞEMAÐ ER NÁTTÚRAN Erik Helgi Björnsson, hárgreiðslunemi á öðru ári, er einn þeirra sem taka þátt í Íslandsmóti iðngreina sem nú stendur yfir í Laugardalshöll. Þemað hjá Erik er náttúran. Íslandsmót iðngreina er forkeppni einstakra keppnisgreina fyrir þátt- töku í alþjóðlegum keppnum. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR FÓLK „Ekki kaupa hlutabréf,“ sagði Bubbi Morthens við Eyþór Inga Gunnlaugsson, sem varð hlut- skarpastur keppenda í söngva- keppninni Bandinu hans Bubba í gærkvöld. Eyþór fær þrjár millj- ónir króna, plötusamning auk stöðu í Bandinu hans Bubba eins og keppnin snerist um. Bubbi tilkynnti jafnframt Arn- ari Má Friðrikssyni sem var í öðru sæti að hann væri kominn til að vera þótt hann hefði ekki hlotið söngvarastöðu í bandinu. Gestadómari þáttarins var Eiríkur Hauksson og taldi hann að þeir Eyþór og Arnar ættu báðir framtíðina fyrir sér í rokkinu. Eyþór heillaði Bubba upp úr skónum með því að syngja lögin Göngum yfir brúna með Manna- kornum, Þú átt mig ein eftir Magn- ús Þór Sigmundsson og Gull eftir Eirík Hauksson. - kdk Eyþór Ingi Gunnlaugsson fékk þrjár milljónir og sess í Bandinu hans Bubba: Má ekki kaupa hlutabréf SIGURSTUND Bubbi afhenti Eyþóri Inga tösku með þremur milljónum króna. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A R N ÞÓ R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.