Fréttablaðið - 19.04.2008, Blaðsíða 74
46 19. apríl 2008 LAUGARDAGUR
GÓÐ VIKA / SLÆM VIKA
HELGARKROSSGÁTAN
Lausn krossgátunnar er birt að viku liðinni á vefnum, www.this.is/krossgatur
99
kr
.s
m
si
ð
99
k
r.
sm
si
ð
Dæmi hvernig SMS gæti litið út ef svarið er Jón: i i i li i i :
Þá sendir þú SMS-ið: JA LAUSN JON i i :
Þú gætir unnið
Alvin og íkornarnir
á DVD!
Þú sendir SMS skeytið
JA LAUSN LAUSNARORÐ
á númerið 1900!
Sjáðu Horton
í bíó
2 fyrir 1
Framvísaðu
límmiðanum
í miðasölu bí
ósins
og þú færð
tvo miða
á verði eins
Leystu
krossgát
una!
Írski tónlistarmaðurinn Damien
Rice, Emilíana Torrini og Magni
stíga á svið á tónlistarhátíðinni
Bræðslan sem verður haldin á
Borgarfirði Eystri í fjórða sinn
dagana 25. til 27. júlí.
Undanfarin ár hafa Emilíana
Torrini, Belle & Sebastian, Magni,
Megas og Senuþjófarnir, Lay Low,
Aldís og Jónas Sigurðsson komið
fram á hátíðinni við góðar undir-
tektir. Um eitt þúsund manns hafa
sótt hana að jafnaði en íbúafjöldi
Borgarfjarðar Eystri telur um 140
manns. Bræðslan dregur nafn sitt
af samnefndum síldarskúr, þar
sem tónleikar hátíðarinnar fara
fram í skemmtilegri umgjörð.
Damien Rice hefur þrisvar áður
spilað hér á landi. Hann spilaði
tvisvar fyrir troðfullu húsi á Nasa
auk þess sem hann kom fram á
náttúrutónleikunum í Laugardals-
höll, og er því íslenskum tónlistar-
áhugamönnum að góðu kunnur.
Hann hefur gefið út tvær plötur á
ferlinum sem hafa selst í milljón-
um eintaka. Framundan hjá honum
er spilamennska á þrennum tón-
leikum Leonard Choen á Írlandi í
sumar.
Emilíana Torrini tók sér frí frá
Bræðslunni í fyrra en mætir nú
galvösk aftur til leiks. Undanfarið
hefur hún unnið við nýja plötu
sem er væntanleg síðar á þessu
ári, og væntanlega mun hún spila
lög af henni á tónleikunum. Magni,
sem er ættaður úr Borgarfirði
Eystri, hefur verið einn af skipu-
leggjendum hátíðarinnar ásamt
Áskeli Heiðari bróður sínum.
Hann mun líklega koma fram einn
síns liðs á Bræðslunni í sumar.
Rice á Bræðslunni
DAMIEN RICE Tónlistarmaðurinn Damien Rice spilar á Bræðslunni í sumar ásamt
Emilíönu Torrini og Magna. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA
Góð vika fyrir...
... ríkisskattstjóra
Átján þúsund manns skil-
uðu ekki skattskýrslu þetta
árið. Meðan Skúli Eggert
Þórðarson ríkisskattstjóri
segir eitt, að þetta sé leitt,
hugsar hann annað. Það að
geta áætlað ríflegar tekjur
á allan þennan fjölda slú-
berta þýðir ekkert annað
en pening í ríkiskassann
þegar upp er staðið. Þegar
allt kemur til alls eru slú-
bertarnir breiðu bökin.
Úthrópaðir. En skattsvikar-
arnir í hávegum hafðir –
eins öfugsnúið og það nú
er.
... Margréti Sverrisdóttur
Vond vika fyrir Ólaf F. þýðir:
Góð vika fyrir Margréti. Auk
þess var hún kjörin formaður
Kvenréttindafélags Íslands þar
sem hún hefur starfað sem
sjálfboðaliði í sjö ár. Spurn-
ing hvort ekki sé rétt að
eigna henni slagorð
Jóhönnu (sem er úrelt
þegar hún er annars vegar
– hennar tími er kominn): Minn tími mun koma!
... Pál Magnússon útvarpsstjóra
RÚV tapaði
ekki nema 108
milljónum á
fimm mánaða
tímabili í fyrra.
Það sér hver
maður að það
er jákvæð nið-
urstaða því fólk
verður að líta
til þess að sum-
armánuðirnir
koma almennt
betur út en vetrarmánuðir. Eigandinn fékk ekki
greiddan neinn arð og er handhafi eina hlutabréfs-
ins, Þorgerður Katrín menntamálaráðherra, bara
nokkuð sátt við það.
Slæm vika fyrir...
... borgarstjóra
Nú er að koma á daginn, sem mátti vera lýðum ljóst,
að Ólafur F. er rauð dula valdaklíku í
Sjálfstæðisflokknum til að villa um
fyrir nautinu almenningi. Þótt erfitt
sé að sjá Kjartan Magnússon, stjórn-
arformann OR og REI, fyrir sér í
hlutverki matadors veifar hann Ólafi
fimlega. Fyrst í tengslum við undar-
lega samgöngumiðstöð í Vatnsmýr-
inni og menn furða sig á því að
Ólafur F. skuli fá því ráðið í
trássi við allt og alla nema
Kristján Möller og kjördæma-
potara. Meðan leggur Kjartan
drög að því sem alltaf stóð til – að koma REI í hend-
ur ólígarka – enda trúarbrögð Sjálfstæðisflokksins.
Og til að fullkomna niðurlægingu borgarstjórans
veifar Kjartan honum í Kastljósi og lætur segja að
REI verði áfram í eigu almennings með orðunum:
„Það er ekki útilokað samkvæmt niðurstöðum stýri-
hópsins að það mætti ekki hugsanlega selja REI.“
... menntamálaráðherra
Þorgerður Katrín Gunnars-
dóttir fékk það í andlitið frá
sinni eigin flokkssystur, Erlu
Ósk Ásgeirsdóttur, að með því
að fara til Kína væri hún að
styðja mannréttindabrot þar
á bæ. Eins og Þorgerður styðji
mannréttindabrot! Þorgerður
er einhver mesti áhugamaður
um íþróttir sem um getur og
þótt hún bregði sér á Ólymp-
íuleika í Peking til að styðja íslenska íþróttamenn er
ekki þar með sagt að hún sé kommúnískur alræðis-
hyggjusinni. Vandlifað er í heimi hér.
... varaþingmann
Guðný Hrund Karlsdóttir varð kjaftstopp í ræðu-
stól Alþingis í vikunni og veltu illa inn-
rættir netverjar sér upp úr því sem
mest þeir máttu í vikunni. Meðan
þeir ættu náttúrlega að átta sig á
því að Guðný sýndi fádæma heiðar-
leika sem var að láta sig hverfa úr
ræðustóli í stað þess að þvaðra tóma
þvælu – en á því nærast jú
pólitíkusar og lýðskrumarar.