Fréttablaðið - 19.04.2008, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 19.04.2008, Blaðsíða 70
42 19. apríl 2008 LAUGARDAGUR Tíu ára afmæli V-dagsins var haldið hátíðlegt í Super- dome-íþróttahöllinni í New Orleans um síðastliðna helgi. Sunna Dís Másdóttir fylgdi þeim Þóreyju Vilhjálmsdótt- ur, Hildi Sverrisdóttur og Ingibjörgu Stefánsdóttur til borgarinnar. Þ að eru einungis fimm dagar liðn- ir frá því að Eve Ensler bað þátt- takendur í Superlove, tíu ára afmælishátíð V-dagssamtak- anna, velkomna til „píku Banda- ríkjanna“, þegar blaðamaður hittir þær Þórey Vilhjálmsdóttur og Hildi Sverris- dóttur á töluvert hljóðlátara, og minna bleiku, kaffihúsi í Reykjavík. Þær ferðuð- ust til New Orleans, ásamt Ingibjörgu Stef- ánsdóttur, sem fulltrúar íslenska V-dags- ins, sem hefur verið haldinn hér á landi frá árinu 2002. Eftir erfiðleika á síðasta ári ákvað stjórn V-dagssamtakanna að taka sér hlé frá V-dagshaldi í ár. Eins og Þórey sagði í viðtali við Fréttablaðið fyrr í mánuðinum leit stjórnin svo á að förin til New Orleans yrði þeim tækifæri til endurbyggingar og til að fá innblástur að áframhaldandi starfi. Hún segir það svo sannarlega hafa orðið raunin. Alþjóðlegur innblástur „Við fengum tvímælalaust innblástur, og að miklu leyti frá því alþjóðlega baráttufólki sem við hittum. Þegar maður sér hvað þau hafa verið að gera frábæra hluti langar mann einhvern veginn alltaf til að gera betur og meira. Það hefur mikil áhrif á mann,“ segir Þórey. „Við erum mjög þakk- látar fyrir að hafa komist þetta, sem við gátum gert vegna dyggs stuðnings frá Landsbankanum, sem hefur stutt við bakið á okkur frá upphafi,“ bætir hún við. „Okkur fannst líka áhugavert að þrátt fyrir að við kæmum frá svona ólíkum menningarheimum og aðstæðum fann hver einasta manneskja þarna inni samhljóm í því af hverju við vorum þarna,“ segir Hild- ur. „Það er mikilvægt fyrir okkur að fara á svona atburð, því þar er svo mikil nálægð við konur sem búa yfir gríðarlega mikilli þekkingu á þessum málaflokki, og því auð- velt að búa til tengslanet. Við kynntumst til dæmis tveimur konum sem eru báðar fram- arlega í baráttunni gegn mansali. Önnur er yfir þeirri deild hjá Sameinuðu þjóðunum, og hin er að framleiða kvikmynd um man- sal í Nepal. Nú eru því hæg heimatökin að nota þekkingu þeirra til að taka þetta mál- efni upp á Íslandi, og það er eitthvað sem við munum eflaust nýta okkur,“ segir hún. Ísland beitir sér fyrir Kongó Á umfangsmikilli dagskrá ráðstefnunnar voru meðal annars pallborðsumræður með fulltrúum samtakanna víða að úr heimin- um. Þórey tók þátt í einum slíkum, þar sem saman voru komnar baráttukonur frá Bandaríkjunum, Kenía, Gvatemala, Pakist- an og Filippseyjum. Á öðru pallborði ræddu fulltrúar frá New Orleans, Króatíu, Kongó, Afganistan og Írak um stöðu kvenna á átakasvæðum. Sérstakri athygli var beint að Kongó, sem verður í brennidepli á næsta ári, þegar V-day og Unicef opna áfanga- heimili, City of Joy, fyrir stúlkur og konur við Panzi spítalann í Bukavu, þar sem lækn- irinn Dr. Denis Mukwege hlúir að stúlkum sem hefur verið misþyrmt skelfilega. Stjórn íslensku samtakanna hefur ákveðið að taka þátt í verkefninu í Kongó á næsta ári. „Þetta verður í fyrsta skipti sem við munum taka þátt í svona alþjóðlegu bar- áttumáli samtakanna. Þau velja eitt svona verkefni á hverju ári, en hingað til höfum við alltaf einbeitt okkur að Íslandi,“ útskýr- ir Þórey. „Það var alveg frábært að fá að hitta Dr. Mukwege, hlusta á hann og kynn- ast honum og því sem hann og Christine Schuler Deschryver, sem starfar líka í aust- urhluta Kongó, eru að gera. Hann sagði okkur til dæmis sögu af fjórtán ára stelpu sem hann tók á móti í skelfilegu ástandi, og þurfti að senda aftur út í heiminn skömmu síðar. Hún kom til baka tveimur árum síðar og hafði þá aftur verið nauðgað og var komin með eyðni. Þá finnur maður hvað það er mikil þörf fyrir einmitt þetta áfanga- heimili,“ segir hún. Starf íslensku V-dagssamtakanna á næsta ári verður með allt öðrum áherslum en venjulega, en eins og Hildur bendir á hefur barátta þeirra hingað til ekki heldur verið með nákvæmlega sama sniði og í flestum öðrum löndum. „Við ákváðum strax að fara ekki sömu leið og samtökin gera yfirleitt, sem er að halda viðburði í kringum Píkusögur, safna peningum og leggja í einhver ákveðin, eyrnamerkt verkefni. Íslensku samtökin eru líka þau einu sem aldrei hafa fengið peninga frá alþjóðlegu samtökunum. Við höfum haft aðrar áherslur og kannski ekki heldur fundist réttlætanlegt að það ætti frekar að nota peningana þar sem þörfin er brýnni. Á Íslandi er mun meiri þörf á almennri hugarfarsbreytingu gagnvart ofbeldi gagnvart konum. Núna ætlum við að skipta aðeins um áherslur og reyna að safna fé til styrktar þessu verkefni, þó við séum auðvitað alls ekki hætt að reyna að breyta hugarfarinu hér á landi,“ segir Hild- ur. Eftirtektarvert starf á Íslandi Það liggur í augum uppi að sá veruleiki sem íslensku samtökin starfa í er talsvert frá- brugðinn þeim sem til dæmis afgönsku og írösku fulltrúarnir töluðu um á ráðstefn- unni. Íslensku samtökin þykja þó eftirtekt- arverð um margt. Ráðstefnugestum þótti ekki síst mikið til þess koma að íslenskar alþingiskonur hefðu tekið þátt í uppsetn- ingu á Píkusögum hér á landi, og að forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, væri fyrsti „Vagina Warrior President“ í heimi. „Eve og stjórnin öll eru mjög hrifnar af því sem við höfum verið að gera, sem er mjög gaman og mikil viðurkenning fyrir okkur. Við höfum kannski verið svolítið frumleg í okkar starfi, og kannski frum- legri en við gerðum okkur grein fyrir til að byrja með,“ segir Þórey. „Fyrsti fundurinn sem við áttum með Eve, þegar hún kom til landsins árið 2005, var líka svolítið fyndinn. Við héldum fund í Bláa lóninu, Þórey var með PowerPoint kynningu og við sögðum þeim frá mark- miðunum okkar og stefnumótun, hvernig við vildum vinna þetta og hafa V-daginn. Eve sagði eftir á, „Þetta er fyrsti V-dags- fundurinn sem ég kem á þar sem einhver annar en ég byrjar að tala“,“ segir Hildur og hlær við. „Þær fengu líka svolítið sjokk á V-degin- um 2005. Það er yfirleitt alltaf sama form á V-deginum, þar sem einræðurnar í Píku- sögum eru til dæmis alltaf fluttar í sömu röð og þar fram eftir götunum. Við vorum búnar að fá leyfi til að breyta því aðeins, en þær vissu svo sem ekkert nákvæmlega hvernig. Þeim brá svolítið þegar þær sáu V- daginn hér, því við höfðum bara valið þær einræður sem við vildum nota og vorum með fullt af atriðum inn á milli, eins og við höfum alltaf gert. Þær skildu ekkert hvað var að gerast, en urðu mjög hrifnar af þessu formi,“ útskýrir Þórey. „Það skemmtilega var að á laugardags- kvöldinu í New Orleans, þar sem Píkusögur voru settar upp með fullt af Hollywood- stjörnum, sáum við að þær höfðu notað svipað form og það sem við höfðum lagt upp með,“ bætir Hildur við. Superlove í sárri borg Dagskrá Superlove markaðist að miklu leyti af því að hátíðahöldunum hafði verið valinn staður í New Orleans, borg sem er enn í sárum eftir að fellibylurinn Katarína reið þar yfir í ágúst 2005. „Það má segja Eve Ensler til hróss að hún hefur mjög gott næmi fyrir því á hvern er hallað í heiminum hverju sinni. Það var algerlega tímabært að vekja athygli á því hvað átti sér stað þarna, því fjölmiðlaum- fjöllun virðist hafa verið svolítið ábótavant, og alls ekki verið fjallað um allt sem átti sér stað,“ segir Hildur. „Það var greinilega mikil stemning fyrir Superlove í borginni, og fólk, bæði konur og karlar, var mjög þakklátt fyrir að Eve hefði valið þessa borg fyrir afmælið, því það hefði náttúrulega getað verið haldið hvar sem er,“ skýtur Þórey inn í. „Það er sannfæring Eve að stríð bitni oft- ast verst á konum, þó að myndirnar sem við sjáum í sjónvarpinu séu yfirleitt af karl- mönnum með byssur, og hún hefur talað mikið um aðstæður kvenna á stríðshrjáð- um svæðum“ segir Hildur. „Í New Orleans talaði hún hins vegar um stöðu kvenna í aðstæðum þar sem samfélagið hreinlega brotnar. Þær verða svo auðveld fórnarlömb í þeirri eymd og biturð og gremju sem skapast í slíkum aðstæðum, eins og átti sér stað inni í Superdome, þar sem fleiri þús- und manns leituðu skjóls frá fellibylnum,“ útskýrir Hildur. „Það gerðust greinilega svo hræðilegir hlutir þarna að það var lítið um þá talað, enda ríkti þar algjör lögleysa. Konunum í New Orleans var mikil virðing sýnd með því að halda hátíðina þarna, og svo sá V-dagurinn líka um að flytja tólf hundruð konur aftur heim um þessa helgi, konur sem höfðu ekki snúið aftur eftir storminn,“ bætir hún við. Áþreifanlegur árangur Á fimmtudagskvöldinu, degi áður en hin eiginlega dagskrá Superlove hófst, fengu íslensku fulltrúarnir beina innsýn í þá upp- byggingu sem er enn í gangi eftir Katarínu. Þeim, ásamt öðru baráttufólki og þeim stór- stjörnum frá Bandaríkjunum sem einnig tóku þátt í atburðinum, var þá boðið til kvöldverðar í nýuppgerðri kirkju í fátækra- hverfi í borginni. „Eftir Katarínu kynntist Eve konu sem heitir Miss Pat. Hún var úr fátækrahverfi, og var alveg miður sín yfir því að kirkjan hennar, sem var hornsteinn samfélagsins og vettvangur til að hjálpa fólki sem hafði það enn verra, hefði eyðilagst í stormin- um,“ útskýrir Þórey. „Eve sá hvað þetta var henni mikilvægt, safnaði fé og lét byggja kirkjuna aftur. Á fimmtudagskvöldinu tóku Miss Pat og hennar fólk á móti okkur með heimatilbúnum mat sem þær höfðu verið að elda frá því klukkan sex um morguninn. Það var alveg dásamlegt, og svo gaman að finna hvað þetta snertir þau beint og hvað þau voru þakklát. Á sama tíma sá maður hvað stormurinn hefur breytt miklu. Þetta hverfi var alveg lokað, það var dregið fyrir glugga og enginn var á ferli. Áður var það víst þannig að fólk sat úti á pöllunum sínum, allir umgengust alla og það var mikil stemn- ing á götunum. Núna snýst þetta ekki bara um að það séu allir farnir, því þeir sem eru eftir eru hræddir. Þegar fólk hefur það verra verður meira um glæpi og eymdin eykst. Þetta er vítahringur,“ segir Þórey, sem segir það hafa verið frábæra hvatn- ingu að sjá á svo áþreifanlegan hátt hverju samtökin geta fengið breytt. „Sérstaklega af því að við hérna á Íslandi erum helst að berjast við ósýnilegan óvin, því hugarfar er ekki beint áþreifanlegt. Þetta er ekki eins og í stríði þar sem það er augljóst hver óvinurinn er. Við erum bara með svona fræðilegan óvin sem við vitum ekki alveg hver er, en við erum að reyna að tala við hann og ætlum að halda því áfram,“ segir Þórey. Afmælisveisla í New Orleans EVE ENSLER Höfundur Píkusagna og upphafsmann- eskja V-dagsins, Eve Ensler, bauð þátttakendur á Superlove velkomna til „píku Bandaríkjanna“, New Orleans. Hún kom einnig fram á uppsetningu á Píkusögum á lokakvöldi ráðstefnunnar, ásamt stjörnum á borð við Jane Fonda, Jennifer Hudson, Rosario Dawson og Jennifer Beals. NORDICPHOTOS/GETTY ALÞJÓÐLEG BARÁTTA Þórey Vilhjálmsdóttir tók þátt í pallborðsumræðum með fulltrúum V-dagsins frá löndum á borð við Pakistan, Kenía og Filippseyjum. KONGÓ Í FÓKUS V-dagurinn mun á næsta ári beina sjónum sínum að Bukavu í Kongó, þar sem Dr. Denis Mukwege og baráttukonan Christine Schuler Deschryver taka á degi hverjum á móti stúlkum sem hefur verið nauðgað og misþyrmt. SUPERLOVE Þær Hildur Sverrisdóttir, Ingibjörg Stefánsdóttir og Þórey Vilhjálmsdóttir voru fulltrúar íslensku V-dagssamtakanna á tíu ára afmælishátíðinni í New Orleans um síðustu helgi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.