Fréttablaðið - 19.04.2008, Blaðsíða 91

Fréttablaðið - 19.04.2008, Blaðsíða 91
LAUGARDAGUR 19. apríl 2008 63 Blaðberinn minn kemur oft með mér í bíltúr Núna er ekkert mál að endurvinna! Blaðberi Fréttablaðsins er handhæg taska undir dagblöð og ýmsan annan pappír sem fellur til á heimilinu. Blaðberinn kostar ekki neitt og kemur þér á lagið með að endurvinna dagblaðapappír. Nældu þér í Blaðbera og geymdu hann á góðum stað. ...góðar fréttir fyrir umhverfiðBlaðberinn... Í dag frá kl. 11-18 verður Blaðberanum dreift í Kringlunni, Smáralind, Hagkaupum Eiðistorgi og í Bónus Holtagörðum og Fiskislóð. F í t o n / S Í A FÓTBOLTI Brasilíski snillingurinn Kaká hjá AC Milan hefur undanfarið verið orðaður við mörg stórlið eftir frekar dapurt gegn Mílanóliðsins á þessari leiktíð. Þá hélt breska dagblaðið The Daily Mirror því fram að Chelsea ætlaði sér að kaupa hann á meðan spænska íþróttablaðið Marca taldi sig hafa heimildir fyrir því að Real Madrid myndi hreppa hann. Kaká blés sjálfur á þessar sögusagnir í viðtali við ítalska blaðið La Gazzetta dello Sport í gær og talaði um framtíð sína hjá AC Milan. „Á hverjum degi er eitthvert nýtt slúður og á hverju ári er ég keyptur og seldur út um allan heim en ég er samt enn hér hjá AC Milan og er ekki að fara neitt,“ sagði Kaká. Spurður út í mögulega komu Ronaldinho og Andriy Shevchenko til AC Milan lá ekki á svörum hjá honum. „Ég hef spilað með Ronaldinho hjá brasilíska landsliðinu og það er frábært og ég held að ég, hann og Alexandre Pato gætum allir leikið í byrjunarliðinu og náð vel saman. Shevchenko er frábær leikmaður og góður vinur minn í þokkabót og það elska hann allir hjá AC Milan og ég held að hann myndi vel geta fundið sér sess í liðinu á ný,“ sagði Kaká. - óþ Kaká, AC Milan: Orðinn leiður á sögusögnunum ÁNÆGÐUR Kaká blæs á sögusagnir þess efnis að hann sé á förum frá AC Milan og kveðst sáttur þar. NORDIC PHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Carvalho de Oliveira Amauri, eða Amauri eins og hann er jafnan kallaður, er afar eftirsóttur þessa dagana eftir að hafa slegið rækilega í gegn með Palermo í ítölsku Serie A- deildinni. Hinn 27 ára gamli Amauri hefur verið orðaður við hvert stórliðið á fætur öðru undanfarið og nú hefur Arsenal bæst við þann hóp ef marka má viðtal við Mariano Grimaldi, umboðsmann Amauri, í gær. „Arsenal hefur bæst á lista yfir hóp liða sem hafa spurst fyrir um Amauri en Liverpool, Real Madrid og Juventus hafa þegar haft samband og kannað jarðveginn hjá Palermo,“ sagði Grimaldi í viðtali við Terra Brazil. Amauri hefur skorað 13 mörk fyrir Palermo í vetur en forseti félagsins lét nýlega hafa eftir sér í fjölmiðlum að hann yrði ekki seldur á minna en 19 milljónir punda. Amauri er frá Brasilíu en hefur nú þegar sótt um ítalskt vegabréf eftir að hafa verið á Ítalíu síðan árið 2001 og Roberto Donadoni, landsliðsþjálfari Ítalíu, hefur gefið út að hann muni fylgjast grannt með stöðu mála hjá Amauri sem hefur aldrei verið valinn í brasilíska landsliðið. - óþ Mariano Grimaldi: Arsenal sýnir Amauri áhuga EFTIRSÓTTUR Amauri er einn eftirsótt- asti leikmaðurinn í dag, ef marka má umboðsmann hans. NORDIC PHOTOS/GETTY HANDBOLTI Dregið var í riðla í gær- kvöld í undankeppni Evrópumóts- ins í handbolta sem fram fer í Austurríki árið 2010. Ísland mun leika í riðli 3 ásamt Noregi, Make- dóníu, Eistlandi, Belgíu og Moldav- íu en Einar Þorvarðarson, fram- kvæmdastjóri HSÍ, var viðstaddur dráttinn. „Við getum án nokkurs vafa vel við unað. Við erum í raun í riðli með þremur þjóðum sem eru ekki mjög sterkar handboltaþjóðir, Eistland, Belgía og Moldavía og svo er Makedónía sterk og alltaf gaman að eiga við frændur okkar Norðmenn,“ sagði Einar sem er jafnframt sáttur með nýtt fyrir- komulag undankeppninnar sem felur í sér þróun í átt til þess sem þekkist í knattspyrnunni. 38 þjóð- ir taka þátt í undankeppninni og dreifast í sjö riðla þar sem leikið er heima og að heiman. 16 þjóðir munu svo taka þátt í lokakeppn- inni í Austurríki árið 2010 en tvær þjóðir eru þegar komnar þangað, Evrópumeistarar Dana og heima- menn Austurríkis. „Þetta þýðir það einfaldlega að það verða fleiri leikir sem skipta máli á Íslandi og hafa einhverja merkingu og það er spennandi. Kostnaðurinn er aftur á móti vissulega meiri og meira af ferða- lögum,“ sagði Einar sem telur að handboltaíþróttin sem slík muni græða á þessari þróun. „Ég held að þetta sé allt í rétta átt hjá handboltanum og þetta kerfi gerir hann án vafa áhuga- verðari og sýnilegri,“ sagði Einar að lokum. Dagur í sviðsljósinu Dagur Sigurðsson, aðalþjálfari austurríska landsliðsins, var vita- skuld viðstaddur dráttinn í gær- kvöld og bætti um betur því hann sá einnig um að draga í riðlana. Dagur var hreint ekki í slæmum félagsskap því Ulrik Wibek, þjálf- ari Evrópumeistara Danmerkur, Lino Cervar, þjálfari Króatíu, og Heiner Brand, þjálfari Þýska- lands, voru með honum að störfum. - óþ Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ, er ánægður með riðilinn sem íslenska landsliðið mun leika í: Við getum án nokkurs vafa vel við unað SÁTTUR Einar Þorvarðarson var viðstadd- ur dráttinn í gær og kvaðst sáttur með útkomuna. FRÉTTABLAÐIÐ/TEITUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.