Fréttablaðið - 19.04.2008, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 19.04.2008, Blaðsíða 30
30 19. apríl 2008 LAUGARDAGUR timamot@frettabladid.is Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid. is eða hringja í síma 550 5000. JAYNE MANSFIELD HOLLYWOOD- BOMBA FÆDDIST ÞENNAN DAG ÁRIÐ1933 „Kyntöfrar koma eingöngu innan frá og birtast sem fjörug þrá til að njóta lífs- ins.“ Jayne Mansfield var ein helsta kynbomba 6. og 7. áratugar- ins, stundum kölluð Marilyn Monroe fátæka mannsins. Hún lést í bílslysi árið 1967. MERKISATBURÐIR 1246 Haugsnessfundur, mann- skæðasta orrusta á Ís- landi, háð í Blönduhlíð í Skagafirði. 1917 Leikfélag Akureyrar stofn- að sem áhugamanna- félag. 1923 Alþýðubókasafn Reykja- víkur, nú Borgarbóka- safn Reykjavíkur, tekur til starfa. 1932 Hoover Bandaríkjafor- seti leggur til fimm daga vinnuviku. 1943 Gyðingar ráðast á her- námslið nasista í Varsjá. 1954 Fermingarbörn í Akureyr- arkirkju klæðast hvítum kyrtlum, sem ekki hafði verið til siðs á Íslandi. 1971 Charles Manson hlýtur lífstíðardóm fyrir morð á leikkonunni Sharon Tate. Í dag eru þrjú ár síðan Jósef Ratzinger kardináli var útnefndur páfi. Ratzinger tók við af Jóhannesi Páli II páfa, hlaut nafnbótina Benedikt XVI og varð sá 265. til að gegna embætti páfa. Jósef Ratzinger var 78 ára þegar hann var kjörinn páfi og er sá elsti sem kosinn hefur verið til embættis- ins páfa síðan Klement XII réði ríkjum á átjándu öld. Hann er níundi páfinn af þýskum uppruna, en sá páfi sem áður var kallaður Benedikt var Ítalinn Benedikt XV sem ríkti frá 1914-22, meðan á fyrri heimsstyrjöldinni stóð. Áður en Ratzinger varð páfi var hann meðal áhrifamestu manna innan rómversku kirkjunnar og náinn samstarfsmaður Jóhannesar Páls II páfa. Hann er heimskunn- ur guðfræðingur, afkastamikill rithöfundur og berst ótrauður fyrir hefðbundnum kenningum og gildum rómversku kirkjunnar, eins og banni gegn getnaðarvörnum, fóstur- eyðingum og samkynhneigð. Benedikt XVI páfi talar, auk móður - málsins, ítölsku, frönsku, ensku, spænsku, hollensku og latínu reiprennandi, en einnig hefur hann gott vald á portúgölsku og pólsku. Hann les forngrísku og hebresku, spilar á píanó og hefur dálæti á Mozart og Bach. Á páfastóli hefur Benedikt XVI lagt áherslu á endurkomu Evrópubúa til krist- inna gilda í baráttu sinni gegn afkristnun og því þegar ríki leggja undir sig eignir kirkjunnar. Hann prédikar um mikilvægi kaþólsku kirkjunnar og biður mannkyn að hugleiða alltumvefjandi og frelsandi ást Guðs sem og að ítreka mikilvægi og mátt bænarinnar. ÞETTA GERÐIST: 19. APRÍL 2005 Ratzinger kardináli verður páfi AFMÆLI Jón Páll Eyj- ólfsson leik- ari er 38 ára í dag. Unnur María Bergsveins- dóttir sagn- fræðingur er 30 ára í dag. Elísabet Brekkan, kennari og gagnrýnandi, er 53 ára í dag. Í kvöld stígur bæjarstjóri Reykjanesbæjar, Árni Sigfússon, á svið Leikfélags Keflavíkur í revíunni Bærinn breiðir úr sér, en frumraunina þreytti hann fyrir fullu húsi í Frumleik- húsinu í gærkvöldi. „Ég var spurður hvort ég væri til í að leika sjálfan mig og hlaupa í skarðið fyrir Axel Axelsson, sem leikur bæjarstjór- ann, þessar tvær sýningar. Revían er skemmtileg ádeila um mig og mína; um bæjarstjóra sem gerir bommertur. Ég hef alltaf talið nauðsyn að geta gert grín að sjálfum sér og geri slíkt óspart heima, en þarna fæ ég tækifæri til þess opin- berlega,“ segir Árni hláturmildur, en enn haldinn vægum sviðsskrekk. „Auðvitað er ég logandi hræddur því ég er ekkert fyrir sviðsljósið, sem er nú annar misskilningur. Ég læt þó á engu bera og verð að setja mig í þessi spor þótt mér séu nátt- úrlega lögð orð í munn, sem ég er alls ekkert sáttur við, en verð vitaskuld að taka því svo ég geti leikið af sannfær- ingu,“ segir Árni og setur sig í spor alvöru leikara: „Þetta er auðvitað gríðarlega flókinn og skemmtilegur karakter og því betur sem ég kemst inn í hann því betur kann ég að meta hann,“ grínast Árni, sem fékk aðeins tvo leik- lestra fyrir sitt nýja hlutverk frammi fyrir áheyrendum. „Þetta er viðamikið hlutverk sem kallar á leik, dans og söng. Ég kannast auðvitað við ádeiluefni verksins og get sett mig inn í grínið, en af minni hálfu verður textinn varla orðréttur. Þetta verður einhver spuni í anda handritsins, en ég er ekki viss um að þetta verði leiksigur,“ segir Árni, sem ekki er alls ókunnur leikarastarfinu eftir að hafa tekið að sér hlutverk lögreglustjóra í barnamyndinni Didda og dauði kötturinn árið 2003. „Ég hef grínast með að við Clint Eastwood séum ekki ósvipaðir því hann hefur verið bæjarstjóri og báðir höfum við leikið í kvikmyndum. Annar brandari er að ég hef tekið þátt í tveimur stuttmyndum en verið klipptur út í bæði skipt- in. Þess vegna þykir mér áhugavert að taka þátt í sviðsupp- færslu; þar er ekki hægt að klippa mig út,“ segir Árni og skellir upp úr; viðbúinn því að fá mjólkurfernur í hausinn vegna frammistöðu sinnar. „Ég stend mig best í þögnunum, en segi bara eins og í leikritinu: „Clint gerði sín stærstu verk eftir að hann varð bæjarstjóri í Carmel og fékk Óskarinn. Það er því aldrei að vita hvað framtíðin ber í skauti sér, en í textanum segir líka að það sé mjög langt í að ég hætti sem bæjarstjóri því hér sé bæjarpólitíkin stabílli en í Reykjavík,“ segir Árni sposkur, og Suðurnesjalífið á vel við hann, að eigin sögn. „Hér er mjög gaman að taka þátt í stórum verkefnum með skemmtilegu og góðu fólki, hafa markmið, vinna að þeim og hafa gott samstarf við félaga sína og íbúa,“ segir Árni sem telur stöðu Axels sem bæjarstjóra revíunnar ekki ógnað með framlagi sínu. „Axel þarf ekki að óttast um sitt, en hver veit nema hann geti leyst mig af sem bæjarstjóri síðar.“ thordis@frettabladid.is ÁRNI SIGFÚSSON BÆJARSTJÓRI REYKJANESBÆJAR: LEIKUR SJÁLFAN SIG Stend mig best í þögnunum SVIÐIÐ SIGRAÐ Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, leikur sjálf- an sig í revíu Leikfélags Keflavíkur í kvöld. MYND/VÍKURFRÉTTIR Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Arnbjörg Hermannsdóttir Ólafsbraut 30, Ólafsvík, andaðist á Dvalarheimilinu Jaðri, Ólafsvík, miðviku- daginn 16. apríl. Jarðarförin auglýst síðar. Börnin og fjölskyldur þeirra. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Valgerður Bjarnadóttir Árskógum 8, lést á hjúkrunarheimilinu Eir þriðjudaginn 8. apríl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Við þökkum auðsýnda samúð. Klara Hilmarsdóttir Róbert Trausti Árnason Bryndís Hilmarsdóttir Árni Ómar Bentsson Elísabet Hilmarsdóttir Vilhjálmur Kjartansson Rósa Ingversen Bo Nico Ingversen Valgerður Hilmarsdóttir Gram Jeppe Gram barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, bróðir, faðir, tengdafaðir og afi, Einar Þorgeirsson skrúðgarðyrkjumeistari, Heimalind 28, Kópavogi, lést af slysförum föstudaginn 11. apríl. Útför hans fer fram frá Digraneskirkju miðvikudaginn 23. apríl kl. 15.00 Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Oddssjóð Reykjalundar. Sigrún Edvardsdóttir Runólfur Einarsson Þórunn HallaUnnsteinsdóttir Laufey Karítas Einarsdóttir Jónas Haukur Einarsson og barnabörn. Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, Björg Sveinbjörnsdóttir lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ í Reykjavík miðvikudaginn 16. apríl. Þórhallur Aðalsteinsson Kristján Valur Jónsson Erla Óskarsdóttir Steinvör Jónsdóttir Finnur Ingi Einarsson Katla Kristjánsdóttir Ylfa Björg Finnsdóttir Arngrímur Ari Finnsson Guðlaug Kristjánsdóttir Frá Uppsölum, Svarfaðardal, lést á Dalbæ, Dalvík, hinn 17. apríl. Jarðarförin auglýst síðar. F.h. vandamanna, Kristján Jónsson Lára Stefánsdóttir. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Brynhildur Haraldsdóttir Mýrargötu 20, Neskaupstað, lést á hjúkrunarheimili FSN, Neskaupstað, miðvikudaginn 16. apríl. Jarðarförin auglýst síðar. María Hjálmarsdóttir Konráð Hjálmarsson Arndís Kristinsdóttir Ragnhildur Hjálmarsdóttir Benedikt Sigurðsson börn og barnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, Gunnar Bernhardsson áður Jörg Spitta, sútari á Akureyri, andaðist 11. apríl í Brandenburg an der Havel/þýska- landi. Karin Bernhardsson Bernhard og Ute Spitta Rolf og Heidemarie Spitta Jörg Spitta Gunnarsson og ClaudiaRaimund Gunnarsson Katrin Spitta Gunnarsdóttir Gunter Spitta Gunnarsson og Kea Eilers og barnabörn. Christian Hay- den leikari er 27 ára í dag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.