Fréttablaðið - 19.04.2008, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 19.04.2008, Blaðsíða 24
24 19. apríl 2008 LAUGARDAGUR Pylsur lækna geðvonsku LAUGARDAGUR, 12. APRÍL Sund, en mikið ansi var kalt. Litla Sól og vinkonur hennar héldu samt á sér hita með því að fara hverja salíbununa af annarri í stóru rennibrautinni. Svo fauk í þá litlu á heimleiðinni vegna ágreinings við vinkonur sínar Lilju og Helgu um lagaval, en það var mikið sung- ið í bílnum. Og þá fær maður aldeilis að finna fyrir því þegar ský dregur fyrir – þótt Sólin sé ekki stór. Bæði söng- inn sem var orðinn nokk- uð einhæfur og langdreg- inn og geð- vonskuna tókst að stöðva með því að kaupa pylsur á línuna handa kór hinna syngjandi sund-stúlkna. Íslensk sjónvarpsleikrit og íslensk knattspyrna SUNNUDAGUR, 13. APRÍL Í dag fór ég austur í Bolholt með Finni vini mínum. Við lentum í snjó og jafnvel ófærð, svo að það kom sér vel að Finnur ekur á traustum Toyota Hilux af fínustu gerð. Ferðin heppnaðist að hálfu leyti því að innan- húss tókst mér að gera ýmsar mælingar sem frú Sólveig hafði falið mér að gera og stungið málbandi í vasa minn. Mælingar og athuganir sem við höfðum hugsað okkur að gera utanhúss fór- ust þó að mestu fyrir, því að óvenju- djúpur snjór var yfir öllu. Þótt ég sé ekki bein- línis Hard-Gore í heims- hlýnunarspám trúi ég samt á vorið og að senn fari snjóa að leysa þar eystra. Eftir heimkomuna horfðum við á síðasta þáttinn af „Mannaveiðum“ í sjónvarpinu. Ég náði að vísu ekki að horfa alveg til enda, því ég nennti ekki að fylgj- ast með lengur þegar morðinginn var kominn með bæði lögreglu- mann og fórnarlamb í sumarbú- stað á Þingvöllum og var farinn að halda yfir þeim langar ræður um einhvern Shotgun-leik, og hafði límt upp myndasafn af sjálfum sér á einn vegginn í bústaðnum. Mér þóttu Mannaveiðar fara líf- lega á stað. Mér þóttu leikararnir yfirleitt skila sínu með prýði. En handritið varð bara verra og verra. Ég horfði líka á töluvert af Pressunni á sínum tíma án þess að sjá nokkurn tímann glóru í handritinu. Íslensk sjón- varpsleikrit eru eins og íslensk knatt- spyrna. Maður fylgist spenntur með af því að þetta er íslenskt. Með betri handritsvinnu, með því að reyna ekki að eltast við útlit erlendra þátta, heldur skapa okkar eigin útlit og eigin stemmingu er ég ekki í nokkrum vafa um að okkur muni takast á næstu árum að búa til fínasta sjónvarpsefni. Sömu reglur gilda og í knatt- spyrnunni: Að halda áfram að æfa baki brotnu og leggja sig allan fram. Peningaplokk MÁNUDAGUR, 14. APRÍL Eftir fremsta megni hef ég reynt að styrkja ýmis góðgerðarfélög um dagana, en þeir peningar sem slík þjóðþrifafyrirtæki hafa feng- ið hjá mér, eru hreinir smáaurar miðað við það sem bankarnir hafa náð að plokka af mér gegnum tíðina. Ég er með viðskipti við Kaup- þing og fékk rukkun frá þeim á morgun fyrir að hafa farið yfir á debetkortinu mínu. Fyrir það á ég að borga ríflega sekt. Þegar ég efast um að nóg sé inni á debetkortinu mínu til að borga fyrir einhver viðskipti bið ég við- komandi afgreiðsluaðila að aðgæta hvort nóg sé inni á kortinu. Þess vegna skil ég ekki hvers vegna Kaupþing hefur samþykkt greiðslu af þessu korti þegar innistæðan var búin. Og fyrir að samþykkja þessa greiðslu sem ég vildi alls ekki að bankinn samþykkti á ég núna að greiða bankanum sekt. Hverslags svikamylla er þetta eiginlega? Er þetta virkilega lög- legt? Allavega er það siðlaust. Það væri nær að ég sektaði bankann fyrir að leyfa mér að eyða peningum sem ég átti ekki – og hafði ekki beðið hann um að lána mér. Sveðjumorðingjar í aktygjum ÞRIÐJUDAGUR, 15. APRÍL Það kostar yfir 9.000 kall að setja bensín á bílinn. Mér er skapi næst að hafa samband við eitthvert reið- tygjaverkstæði og láta sauma aktygi á sterkbyggða karlmenn. Ef maður ætlar að skreppa eitt- hvað innanbæjar á bílnum er örugg- lega ódýrara að leigja hóp af erlend- um sveðjumorðingjum til að draga bílinn eða ýta honum en að knýja hann áfram með bensíni. Miðað við olíufélögin þéna erlendar mafíur aðeins rétt til hnífs og skeiðar eins og ástandið er núna, þegar hver einasti úlfaldi í Arabíu gengur með gullhring í nefinu. Á fréttum er það að skilja að sveðjumorðingjar séu fjölmennari á Íslandi nú en á Sturlungaöld. Það er skrýtið að þessi gamla íslenska atvinnugrein skuli nú aftur vera að ryðja sér til rúms á landinu, eftir að hafa legið í gleymsku mestan part síðan á 13. öld. Blaðaviðtal við Wall Street Journal MIÐVIKUDAGUR, 16. APRÍL Kláraði í nótt að lesa Falið vald eiturlyfjakolkrabbans. Stórkost- lega merkileg bók eftir Jóhannes Björn Lúðvíksson. Þessi bók kom út hjá Íslensku bókaútgáfunni ehf. árið 1997 og mér finnst alveg stórfurðulegt að hún skuli hafa farið framhjá mér, jafnvel þótt ég hafi mestan part verið starf- andi erlendis á þeim tíma. Sömuleiðis þekki ég ekki deili á höfundinum, Jóhannesi Birni Lúð- víkssyni, en hann er ákaflega vel ritfær, fjölfróður og rökfastur. Það vill svo til að ég hef í hjá- verkum undanfarin ár verið að kynna mér sömu mál og Jóhannes Björn fjallar um í þessari bók, og ég fæ ekki séð að neinu skeiki hjá honum. Ýmislegt hefur gerst á þeim tíu árum síðan bókin kom út svo að það þyrfti að uppfæra suma kafla henn- ar, en í heild er þetta bók sem ætti að vera skyldulesning í skólum sem vilja kenna eitthvað um félags- fræði, fjármál og stjórnmál. Morgunninn hjá mér fór í blaðaviðtal. Yfirleitt reyni ég að koma mér undan því að tala við erlenda blaðamenn. Ekki svo að skilja að þeir sitji um mig alla daga og heimti að ég tjái mig um land og þjóð, en það kemur fyrir að einn og einn slíkur biður um viðtal, og þá reyni ég yfirleitt að benda þeim á einhverja aðra aðila sem væru lík- legri en ég til að laða ferðamenn til landsins. En í þetta skipti gerði ég undan- tekningu því að blaðamaðurinn, sem heitir Marcus Walker, sagðist vera frá Wall Street Journal í heim- sókn á Íslandi til að fræðast um efnahagsmál. Efnahagsmál eru að vísu ekki sérgrein mín en þó finnst mér ég hafa meira vit á íslenskum efna- hagsmálum en margir þeir sem eru á góðum launum við að sinna þeirri grein. Svo að ég bauð blaðamann- inn frá Wall Street Journal hjartan- lega velkominn og við áttum langt og gott spjall saman sem ég geri ráð fyrir lesendur blaðsins taki mark á og efnahagskreppan í heim- inum fari því að leysast innan tíðar. Þjóðverjar lukkulegir með Valkyrjur FIMMTUDAGUR, 17. APRÍL Ekki alls fyrir löngu kom bók eftir mig sem heitir „Valkyrjur“ út í Þýskalandi hjá stóru forlagi sem heitir DTV. Sú útgáfa skilst mér að hafi gengið prýðilega og stærsti bókaklúbbur Þýskalands, Bertelsmann, keypti slatta af upplaginu að bjóða sínum klúbb- meðlimum. Ég var soldið spenntur eftir því að sjá hvernig viðtökur þessi bók fengi í öðru landi, því að hún fjall- ar jú um Magnús Mínus sem á Mínus-verslanirnar, týnda ævi- sögu sem kona nokkur skrifaði um hann og fleiri volduga menn og svo tilburði DD dómsmálaráð- herra til að koma hér upp alltvit- andi öryggislögreglu. Fyrstu umsagnir voru ágætar en birtust í blöðum og tímaritum sem hafa takmarkaða útbreiðslu. Nú er loksins komin alvörugagn- rýni í þeim miðli sem mest fjallar um innrás hinnar „norrænu saka- málasögu“ í Þýskaland. Þar á ég við vefsetrið www.schweden- krimi.de . Til allrar hamingju virðast Þjóðverjar skilja bókina og vera lukkulegir með hana. Gagnrýnin endar svona: „Þessi sakamálasaga býður upp á stórkostlega skemmtun og er frábær sakamálasaga. Þráinn Bertelsson hefur stórkostlegan ádeilu-húmor. Þessi bók er ekki eingöngu spennandi, heldur einn- ig skrifuð af leiftrandi fyndni. Þetta er sérdeilis skemmtileg umfjöllun um íslenskt samfélag uppábúin sem mögnuð glæpa- saga.“ Jahá. Verra gat það verið. Schwedenkrimi og Wall Street Journal í sömu vikunni. Ég hlýt að vera kominn í útrás. KÆRA DAGBÓK Þráinn Bertelsson skrifar Schwedenkrimi og Wall Street Journal Í dagbók Þráins Bertelssonar er sagt frá útrás – sem vonandi setur þjóð félagið ekki á höfuðið. Einnig er fjallað um geðvonsku og heitar pylsur, íslensk sjón- varpsleikrit og sektargreiðslu fyrir óumbeðið bankalán. Ögurhvarfi 2 • 203 Kópavogur • Sími 5655151
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.