Fréttablaðið - 19.04.2008, Blaðsíða 82
54 19. apríl 2008 LAUGARDAGUR
utlit@frettabladid.is
DAÐRAÐ VIÐ TÍSKUNA
Anna Margrét Björnsson
Breskir hönnuðir fagna komandi sumri með alls kyns grænum
tónum, allt frá smaragðslitu upp í fölan pistasíulit. Grænn litur
hefur oft verið tengdur við frjósemi, galdra, álfa og jafnvel ill
öfl, og það þarf ákveðið hugrekki til að klæðast honum. Æpandi
grænar flíkur mátti meðal annars sjá hjá Paul Smith, Vivienne
Westwood, Roksanda Ilincic og Armand Basi. - amb
ÓVENJULEGUR LITUR Á BRESKU TÍSKUVIKUNNI
VÆNT OG GRÆNT
GAMALDAGS
Skemmtilegur
lífstykkiskjóll í sítrus-
grænu frá Vivienne West-
wood.
OKKUR
LANGAR Í
…
SEXÝ Hippastemn-
ing hjá Vivienne
Westwood þar
sem hún blandar
örstuttum buxum
við grænar sokka-
buxur og loðfeld.
GRAFÍSKT Nútíma-
legur grænn silkikjóll
með kvartermum og
svörtum renningum
frá Roksanda Ilincic
fyrir haust og vetur
2008.
GRÆN BRYNJA
Fallegur kjóll sem
myndi sæma
álfadrottningu frá
Amanda Wakeley.
GAMALDAGS Dömuleg og
skemmtileg dragt í anda
sjöunda áratugarins frá
Armand Basi.
ABSTRAKT
Skemmtilegt
blöðrupils
í grænu og
bleiku frá
Armand
Basi.
Einhvern veginn hefur maður á tilfinningunni að allir hafi alltaf verið
fallegir og smart til fara á öllum áratugunum til sirka 1970. Byrjun 20
aldar færði okkur „Charleston“-fatnað og karlmenn í hvítum smóking
og á stríðsárum létu konur ekki sjá sig öðruvísi en vel greiddar með
rauðan varalit og herramenn gengu ávallt með hatt. Síðasti stórfeng-
legi tískuáratugurinn var svo hinn sjöundi þegar það virðist sem allir
hafi verið svalir, í míníkjólum og stígvélum með túberað hár eða í
jakkafötum og rúllukragabol með Martini glas í hönd. Undanfarinn
áratug hefur fólk náttúrlega bara gengið í hverju sem er sem má að
sjálfsögðu kallast stórkostlegt frelsi en er líka afsökun til þess að vera
fáránlega illa til fara.Ég er bara hreint ekki viss um að
meira frelsi sé gott fyrir heildarsvipinn og sé framtíð-
ina í hillingum þegar allir eru töff og í stíl í
sixtíslegum geimbúningum í Kubrick-anda.
Tíska sem hefur tröllriðið öllu undanfarin
fimm ár og virðist sprottin undan rökuðum
handarkrikum fótboltastjarna eða sveittum
gellum á MTV nær nú hápunkti sínum með
evróvisjón-djóki sem varð að myndbandi og er
nú auglýsing fyrir Símann. Vinkona mín sem hefur
búið í Bandaríkjunum undanfarið ár hélt að þetta
væri auglýsing fyrir sólbaðsstofuna SMART á
Grensásvegi. Maður hefur jú auðvitað húmor fyrir
þessu þangað til að smákrakkar landsins eru farnir
að líta á þetta sem tískufyrirmyndir. Og ekki eru
sjoppulegu erlendu stjörnurnar skárri. Já, ég segi
ykkur það, stíll er greinilega á undanhaldi á þessum
síðustu og verstu tímum. Sú eina sem fékk uppreisn
æru frá mínum bæjardyrum er Amy Winehouse en ég
sá hana á youtube um daginn að ramba um götur
Lundúna með túberað hár sem hafði ekki verið greitt í
sirka mánuð og eyeliner í sama ástandi. Þrátt fyrir öll
sjúskheitin hugsaði ég með mér að hún væri að minnsta
kosti frumleg, á svona skítugan Iggy Pop-legan hátt. Ég
hefði frekar viljað sjá auglýsingu með henni.
Meira frelsi, minni stíll
> TÍSKUFRÉTTIR VIKUNNAR
Sólgleraugu sumarsins Einn heitasti hönnuður
nútímans, bítladóttirin Stella McCartney er
nýbúin að skrifa undir samning við gleraugna-
fyrirtækið Luxottica um að skapa nýja og
spennandi sólgleraugnalínu undir nafni Stellu.
Afrakstur samstarfsins
mun því miður ekki
sjást fyrr en vorið 2009
en skrifað hefur verið
upp á samning til ellefu
ára þannig að tísku-
spekúlantar spá því að
þetta verði sólgleraug-
un sem allir vilja bera á
nefinu næstu árin.
Hressandi birki-
skrúbb fyrir
líka mann frá
Weleda sem á að
bana allri appels-
inuhúð og gerir
hana silkimjúka.
Nærur fyrir alla daga
vikunnar - á frönsku.
Frá Fifi Chachnil og
fást í Þremur hæðum,
Laugavegi.
Gullfallegan
silkijakka í anda
þriðja áratugar-
ins eftir íslenska
hönnuðinn Eygló.
Fæst í Liborius,
Laugavegi.