Fréttablaðið - 19.04.2008, Blaðsíða 63
LAUGARDAGUR 19. apríl 2008 35
Kínverjar eru stolt þjóð og val ólympíunefndarinnar á
Peking hreyfði mjög við þjóðarstoltinu. Kristín Aranka
Þorsteinsdóttir hefur búið í borginni í sjö ár. Hún hefur
fylgst með undirbúningi leikanna, enda varla hægt að
komast hjá því. Hún segir að strax daginn eftir að valið
var tilkynnt hafi mátt sjá fjölda manns með derhúfur
merktar Peking 2008. „Þetta er stórt mál hér, fyrsta stóra
alþjóðlega samkoman og þetta á greinilega að koma
Kína á kortið. Hér snýst allt um leikana,“ segir Kristín.
Hún segir mótmælin á Vesturlöndum hafa verið nokkuð í
fréttum í Kína. „Já, bæði hefur verið sagt frá þeim í opin-
berum fjölmiðlum og svo hefur fjöldi Kínverja náttúrulega
aðgang að netinu. Fólk hér upplifir þetta sem árás á Kína
og þetta hefur frekar styrkt samheldni Kínverja en að
vekja þá til umhugsunar um þau málefni sem mótmælt
er. Almenningur hér er frekar sár út í mótmælendur.“
SÁRNA MÓTMÆLI VESTURLANDABÚA
KRISTÍN ARANKA
ÞORSTEINSDÓTTIR
Ekki eru til mörg skjalfest dæmi um að mótmæli við Ólympíuleika hafi haft
alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir viðkomandi. Frægasta dæmið um
slíkt er líklega ástralski spretthlauparinn Peter Norman. Hann er á frægri
ljósmynd, sem birtist hér á síðunni, þar sem þeir Tommie Smith og John
Carlos heilsa að sið Svörtu hlébarðanna í Mexíkó 1968.
Norman, sem er í algjört aukahlutverki á myndinni, átti eftir að súpa
seyðið af atvikinu. Þeir Carlos og Smith áttu fyrir
höndum farsælan feril í ameríska fótbolt-
anum, þótt þeir hafi sætt hótunum frá
einstaklingum. Norman lýsti yfir stuðningi
við atvikið og aðstoðaði þá Carlos og
Smith í hvívetna. Þegar til kastanna kom
voru þeir bara með eitt hanskapar og
það var Norman sem stakk upp á í
bríaríi að annar hefði hanska á hægri
hendi en hinn vinstri. Venjan er sú
að heilsa með hanska á krepptum
hægri hnefa.
Norman sendi hvítum samlöndum
sínum tóninn og sakaði þá um yfir-
gang gegn öðrum þjóðflokkum. Ástr-
alska ólympíusambandið tók á málinu
af hörku og Norman var meinað að keppa
á Ólympíuleikunum 1972. Þessi silfurverð-
launahafi naut eftir atvikið sannmælis sem
íþróttamaður og er flestum gleymdum í
dag; ólíkt þeim Carlos og Smith sem
urður hetjur.
SEYÐIÐ SOPIÐ
Ævintýrið er hafið
Útilegumaðurinn er sérverslun með allt sem þú þarft
til ferðalagsins, hjólhýsi, fellihýsi, pallhýsi, húsbíla,
fylgihluti og margt fleira.
Fossháls 5-9 110 Reykjavík Sími 551 5600
Fax 551 5601 www.utilegumadurinn.is
Opið allar helgar 12-16
á virkum dögum 10-18
Polar hjólhýsi
Sérhönnuð fyrir norðlægar slóðir. Evrópskar þrýstibremsur,
galvaníseruð grind, iDC stöðugleikakerfi og ríkulegur staðalbúnaður.
19˝ LCD
skjár
Séstakur
vínkælir
DVD
spilari
44mm
einangrun
-40 °C
iDC
stöðugleikakerfi
iDC
Fjöðrun f.
ísl. aðstæður
Vatn tengt
heitt/kalt
CD spilari/
útvarp
Upphitaðar
lúxusdýnur
12 cm
Rockwood fellihýsi
Sérstaklega löguð að íslenskum aðstæðum með galvaníseraðri
grind, fjöðrum fyrir akstur á erfiðum vegum og upphituðum lúxusdýnum.
Evrópskar
þrýstibremsur
Evrópskar
þrýstibremsur
Vesturlandsvegur
B&L
Nesti
Grjótháls
Fossháls
H
ér
eru
m við