Fréttablaðið - 19.04.2008, Blaðsíða 68

Fréttablaðið - 19.04.2008, Blaðsíða 68
40 19. apríl 2008 LAUGARDAGUR Þ egar veröldin er yfirhlaðin vandamálum, þá fagna menn hverri vonarglætu. Til allrar hamingju hefur alþjóðaverkefnum undanfarið bæði verið fjölgað og hraðað. Fáeinir atburðir skera sig þar úr og má þar nefna leiðtogafund Breta og Frakka nýverið. Þar ræddu Nicolas Sarkozy Frakk- landsforseti og Gordon Brown, forsætisráð- herra Bretlands, tillögur um endurbætur á helstu alþjóðastofnunum, sem fyrir löngu hefði þurft að hrinda í framkvæmd. Forset- arnir Vladimír Pútín og George Bush ætla einnig að hittast innan skamms, að því er virðist til að tryggja á síðustu stundu fram- lög sín til brýnustu öryggismála. NATO og Evrópusambandið eru um þessar mundir að taka grundvallarákvarðanir varðandi fjölg- un aðildarríkja og samskipti við Rússland. Allir virðast sammála um að þörf sé fyrir alþjóðlega stjórnskipan að einhverju marki svo forðast megi öngþveiti á alþjóðavett- vangi, en spurningin er eftir sem áður: Hver á að fara með stjórnina? Keppt um völdin Helstu keppinautarnir hafa kynnt stefnu- mál sín. Fyrir stuttu voru Bandaríkin þátt- takendur í miklu óðagoti við að toga Úkra- ínu inn í NATO (jafnvel þótt meirihluti Úkraínubúa sé algerlega andvígur því). Bush forseti reyndi án árangurs að þrýsta á trega bandamenn sína í Evrópu um að taka fagnandi á móti Úkraínu og öðru fyrrver- andi Sovétlýðveldi, Georgíu. Í Írak höfum við séð skelfilegar afleiðing- ar af íhlutun Bandaríkjamanna sem beita valdi til að leysa erfið alþjóðamál. Annar keppinautur um völdin á alþjóð- vettvangi, G-8 ríkjahópurinn, nýtur ekki þeirrar alþjóðlegu viðurkenningar sem myndi gefa honum raunverulega valdheim- ild til að blanda sér í sameiginleg áhyggju- efni jarðarbúa. Bandalag lýðræðisríkja, sem bandarískir forsetaframbjóðendur hafa viðrað tillögur um að stofna skuli, myndi enn síður njóta trúverðugleika. Hver ætti að taka ákvörðun um það hverjir eru þess verðir að hljóta aðild og hver yrðu inntökuskilyrðin? Þetta bandalag ætti væntanlega að koma í staðinn fyrir Sameinuðu þjóðirnar. Sú staðreynd að bæði Kína og Rússland yrðu útilokuð eins og einn frambjóðandinn, John McCain, benti á nýverið, nægir til að gera þetta marklaust frá upphafi. Hættuleg tillaga Tillaga af þessu tagi er ekki bara fáránleg heldur hættuleg: Veröld sem er nýsloppin út úr tvískiptingu andstæðra fylkinga yrði enn á ný klofin í tvennt milli „góðu gæj- anna“ og „vondu gæjanna“. Landið mitt yrði í flokki hinna síðarnefndu, rétt eins og væri það „glæparíki“. Rússland, sem lagði meira af mörkum en nokkurt annað ríki til að ljúka kalda stríðinu, er af vestrænum stjórnmála- mönnum og fjölmiðlum sakað um „hefndar- stefnu“, um kúgunartilburði í krafti kjarn- orku og orkuauðlinda, um tilraunir til að brjóta nágrannaríkin undir sig. Raunveruleikinn í samskiptum Rússlands við önnur lönd, þar á meðal nágrannaríki sín, er gerólíkur þessari dökku mynd. Á síð- ustu mánuðum hafa orðið verulegar breyt- ingar til hins betra eftir áralangar þrætur við Pólland og Lettland. Rússland og Úkra- ína eru að ná sáttum um erfið orkumál. Samskiptin við Georgíu eru að komast á loft nú þegar beint flug milli landanna er hafið. Sameiginlegir hagsmunir Sameiginlegir hagsmunir Rússlands og nágrannaríkja þess eru of mikilvægir til þess að fórna þeim á altari metnaðar, leyni- makks eða sársaukafullrar fortíðar. Nú má sjá ýmis merki um að stjórnmálamenn séu farnir að átta sig á þessu og byrja að haga sér í samræmi við þann skilning. Samt sem áður eru þeir til, sem eru lítt hrifnir af og reyndar andsnúnir þessari jákvæðu þróun. Í hópi bandarískra stjórn- málamanna virðast allnokkrir taka undir hina frægu reglu Zbigniews Brzezinski um að því stærra sem bilið er á milli Rússlands og Úkraínu, því betra sé það fyrir lýðræðið. En á hinn bóginn á maður erfitt með að sjá minnsta lýðræðisvott í því að þröngva Úkr- aínu inn í NATO. Maður hefði haldið að bandarískir öldungadeildarþingmenn hefðu annað á sinni könnu en að samþykkja álykt- un um stuðning við að stækkun NATO verði hraðað. Samt þráast þeir við og leika sína landfræðipólitísku leiki sem eru alls óskyld- ir ábyrgum alþjóðasstjórnmálum eða þeim raunverulegu vandamálum sem steðja að æ alþjóðavæddari heimi. Heljartök fortíðar Ég er nýkominn frá ráðstefnu í Túrin á Ítalíu þar sem samtökin World Political Forum, þar sem ég er forseti, og Rómark- lúbburinn, alþjóðleg hugmyndaveita í fremstu röð, ræddu brýnustu heimsmálin eins og þau blasa við nú 40 árum eftir að fyrsta skýrsla klúbbsins kom út, fyrsta „alþjóðlega viðvörunin“ sem hann sendi frá sér. Við gátum ekki annað en viðurkennt þá staðreynd að varnaðarorð og tillögur snjöll- ustu hugsuða heims hafa ekki hlotið mikla athygli. Að verulegu leyti er það Kalda stríðinu að kenna, en jafnvel endalok þess hafa ekki skilað þeim árangri sem búist var við. Vopnakapplaupið, sem nú er að hefjast á ný, er skýrasta merki þess að við erum ekki laus úr heljartökum fortíðarinnar. Höfum ekki önnur 40 ár Við höfum ekki önnur 40 ár til þess að átta okkur á þeim raunverulegu og brýnu mál- efnum sem bíða úrlausnar mannkynsins. Þetta eru öryggismál, fátækt og sú ógn sem steðjar að umhverfinu. En á meðan pólitísk forgangsröðun er jafn skekkt og nú, þá eru engar líkur til þess að þær bjargir, sem við bæði höfum þörf fyrir og ráðum yfir, verði notaðar í almannaþágu til að takast á við þessi úrlausnarefni. Heiti nýlegrar bókar eftir Nóbelsverð- launahafann Joseph Stiglitz segir allt sem segja þarf: „Þriggja trilljón dollara stríðið: Hinn raunverulegi kostnaður átakanna í Írak.“ Að mati sumra jafnast þetta á við kostnaðinn af heimsstyrjöldinni fyrri, og jafnvel heimsstyrjöldinni síðari – á tímum þegar milljarður manna hefur innan við einn dollara á dag til að sjá sér farborða. Þrátt fyrir þetta verður maður að vera bjartsýnn. Ég trúi því enn að heilbrigð skyn- semi muni bera sigur úr býtum, að fjölmiðl- ar, sem gera sér grein fyrir alþjóðlegri ábyrgð sinni, séu færir um glasnost á heims- mælikvarða og að stjórnmálamenn geti verið raunverulegir þjóðarleiðtogar. Í sam- einingu verðum við að móta betri stefnu fyrir betri 21. öld. Alheimsglasnost á villuvegi Mikhaíl Gorbatsjov segir að ríki heims hafi ekki önnur fjörutíu ár til að deila um þau brýnu úrlausnarefni sem nú bíða mann- kyns. Í nýjustu grein sinni í Fréttablaðinu segist hann þó trúa því að heilbrigð skynsemi muni þrátt fyrir allt bera sigur úr býtum. „NATO ER DAUÐI“ Meðal þeirra sem efndu til mótmæla í Úkraínu gegn aðild landsins að Nató var úkraínska rétttrúnaðarkirkjan. „Þú trúir enn á lýðræði: NATO er dauði – kjóstu lífið,“ stendur á spjaldi með mynd af George W. Bush Bandaríkjaforseta, sem einn mótmælenda hélt á nú í byrjun mánaðarins á útifundi í Kænugarði. NORDICPHOTOS/AFP HEIMSMÁLIN MEÐ GORBATSJOV gorbatsjov@frettabladid.is Gorbatsjov skrifar um heimsmálin Þetta er níunda greinin um alþjóðastjórnmál eftir Mikhaíl Gorbatsjov, fyrrverandi leiðtoga Sovét- ríkjanna og friðarverðlaunahafa Nóbels, sem birtist í Fréttablaðinu í samvinnu við The New York Times Syndicate. Gorbatsjov hefur vegna reynslu sinnar óvenju góða yfirsýn yfir þá atburði sem móta heimsmálin. Gorbatsjov stýrir nú alþjóðlegum rannsóknarsjóði á sviði félags- og efnahags- mála og stjórnmála, The Gorbachev Foundation. Lesendur Fréttablaðsins hafa tækifæri til að senda spurningar til Gorbatsjovs sem hann mun svara í síðari greinum sínum hér í blaðinu. Spurningarnar sendist með tölvupósti á netfangið gor- batsjov@frettabladid.is merktar nafni sendanda og heimilisfangi. Spurningarnar mega vera hvort heldur sem er á ensku eða íslensku. Veröld sem er nýsloppin út úr tvískiptingu andstæðra fylkinga yrði enn á ný klofin í tvennt milli „góðu gæjanna“ og „vondu gæj- anna“. Landið mitt yrði í flokki hinna síðar- nefndu, rétt eins og væri það „glæparíki“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.