Fréttablaðið - 19.04.2008, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 19.04.2008, Blaðsíða 22
UMRÆÐAN Þorvaldur Gylfason skrifar um efnahagsmál Snögg innsýn í stjórnmálasög-una getur varpað ljósi á nýliðna atburði og sviptingar í efnahagslífi á Íslandi. Áratugum saman eftir að Framsóknarflokk- urinn náði völdum á Íslandi 1927 með þriðjung kjósenda á bak við sig var landið reyrt í viðjar hafta umfram flest eða öll önnur ríki Vestur-Evrópu nema kannski Írland. Ríkisafskipti og áætlana- búskapur voru regla fremur en undantekning, framtak og mark- aðsbúskapur voru litin hornauga og komust hvorki lönd né strönd. Án þess að ýkja um of má segja, að ríkisvaldið hafi reynt að standa í vegi fyrir nánast öllum breyt- ingum í átt til markaðsbúskapar. Ríkið átti stærstu viðskiptabank- ana og notaði þá til að skammta naumum fjármunum til atvinnu- vega og fyrirtækja, sem það kaus að hygla; erlendur gjaldeyrir, sem var verðlagður of lágt með handafli, var skammtaður með svipuðum hætti. Innlendur sparn- aður þurrkaðist upp, og sparifjár- þurrðin innan lands kallaði á erlendar lántökur í stórum stíl, þar sem erlendri fjárfestingu var haldið í skefjum með þjóðernis- rökum (og úthýst úr sjávarútvegi fram á þennan dag). Róttæk frívæðing efnahagslífs- ins átti sér stað á sjöunda ára- tugnum og færði hagkerfið nær nútímanum með því að dregið var úr niðurgreiðslum til sjávarút- vegs og gengi krónunnar var lækkað. Umbreyting viðreisnar- áranna gekk þó ekki mjög langt, meðal annars vegna þess að bank- arnir voru skildir eftir í höndum ríkisins. Þar að auki slaknaði ekki verulega á þéttu, allt að því kæf- andi, faðmlagi framleiðenda og ríkisvaldsins. Þarna virðist liggja skýringin á því, hvers vegna Sam- tök atvinnulífsins hafa til þessa dags reynzt ófús til að styðja inn- göngu Íslands í Evrópusamband- ið og ganga þannig gegn vilja Sjálfstæðisflokksins, eina fjöl- menna borgaraflokksins í Evrópu, sem hefur streitzt gegn inn- göngu. Heim til þín, Rússland Fyrstu frívæðingarbylgjunni í byrjun sjöunda áratugarins fylgdi ekki nauðsynlegt afnám stjórn- málaíhlutunar í efnahagslífið og ekki heldur næstu bylgju, sem reis undir lok níunda áratugarins. Síðari bylgjan fól í sér frjálsa vaxtamyndun á innlendum mark- aði, óhindrað flæði erlends fjár að og frá landinu, verðtryggingu fjárskuldbindinga, inngöngu á Evrópska efnahagssvæðið 1994 og einkavæðingu viðskiptabanka og fjárfestingarsjóða 1998-2003, þegar tveir stærstu ríkisbankarn- ir voru seldir. Bankarnir voru seldir samtímis – á hóflegu verði að mati Ríkisendurskoðunar. Bankarnir voru ekki seldir erlendum bönkum eins og gerðist í Austur- Evrópu, til dæmis í Eist- landi, heldur voru þeir seldir einstaklingum, sem voru í nánum tengslum við ríkisstjórnarflokk- ana. Einn þeirra, sem hagnaðist á einkavæðingu bankanna, var stjórnmálamaður, sem hafði ekki aðra reynslu af einkarekstri en þá, að hann hafði á áttunda ára- tugnum rekið tvær litlar prjóna- stofur, báðar skamma hríð. Hann varð skyndilega milljarðamær- ingur. Annar flaug Elton John til landsins til að fagna afmæli sínu. Ég gæti haldið áfram, en þess þarf ekki: Ísland varð Rússland. Forsætisráðherra 1991-2004 færðist um set niður í stól utan- ríkisráðherra 2004-2005 eftir kosningaósigur, og 2005 tilkynnti hann einhliða ákvörðun sína um að draga sig í hlé frá stjórnmál- um og setjast í sæti seðlabanka- stjóra; launum hans var í skyndingu lyft upp fyrir laun for- seta Íslands. Bankarnir og fólkið í landinu skildu skilaboðin: Engin fyrirstaða! Stigvaxandi skuldir Þegar bankarnir voru loksins lausir við afskipti ríkisvaldsins, slettu þeir ærlega úr klaufunum líkt og kýr, sem hleypt er út að vori. Þeir tóku lán í útlöndum sem aldrei fyrr og veittu þeim til innlendra viðskiptavina: innlend útlán bankakerfisins jukust úr 100% af landsframleiðslu 2000 í 450% 2007. Viðskiptafyrirmynd bankanna var í megindráttum sótt til útlanda: fárra spurninga var spurt, bankamönn- um var umbunað eftir umfangi lána, sem þeir veittu, og öðrum við- skiptum. Bankarnir virt- ust halda, og það gerði að minnsta kosti eitt erlent matsfyrirtæki, að ríkisábyrgð á bönkunum frá tímum ríkisrekstrar væri enn í gildi; ríkis- stjórnin gerði lítið til að sporna gegn þessu við- horfi bankanna. Bank- arnir tóku skammtíma- lán á lágum vöxtum til að fjármagna útlán til langs tíma, þar á meðal 25-40 ára húsnæðis- lán. Margir viðskiptavinir tóku húsnæðislán með breytilegum vöxtum, það er með 4% raun- vöxtum, sem eru háðir endur- skoðun að fimm árum liðnum, án þess að vita, að lán þeirra væru fjármögnuð með skammtímalán- um. Húnæðisskuldir náðu 140% af ráðstöfunartekjum ársins 2007, en voru 40% 1983 og 80% 1990. Vöxtur húsnæðisbólunnar hefur nú skyndilega stöðvazt. Skuldir ríkisins drógust á hinn bóginn saman úr 55% af lands- framleiðslu 1994 í 28% 2007, þar eð ríkið endurgreiddi skuldir sínar með tekjum af einkavæð- ingu og öðrum tekjum, þar á meðal umtalsverðum skatt- greiðslum frá bönkunum. Enn mikilvægara er þó hitt, að tekju- skattar einstaklinga hækkuðu verulega, úr 10% af landsfram- leiðslu 1995 í 14% 2006, einkum vegna þyngri skatt- byrðar láglauna- og millitekjuhópa. Skatttekjur ríkisins og aðrar tekjur, þar með taldar tekjur af einka- væðingu, jukust úr 38% af landsframleiðslu 1990 í 49% 2005. Skatt- byrðin á Íslandi 1990 var fimm hundraðshlut- um undir meðallagi innan OECD, en skatt- byrðin 2005 var komin fjórum hundraðshlutum yfir meðallag OECD. Þrátt fyrir þyngri skatt- byrði allra nema hinna efnamestu tók ríkis- stjórnin 2006 erlent lán sem nam 10% af landsfram- leiðslu til að tvöfalda gjaldeyris- forða Seðlabankans og rösklega það, svo að hann næði aftur fjár- hæð sem nemur 3-4 mánaða inn- flutningsverðmæti. Árin 2004-2007 nam viðskipta- hallinn að meðaltali 18% af lands- framleiðslu, þar eð innflutningur og vaxtagreiðslur náðu áður óþekktum hæðum; útflutningur hélzt á hinn bóginn áfram í nánd við þriðjung af landsframleiðslu eins og hann hefur verið frá 1870 (þetta er ekki prentvilla). Útflutn- ingsstöðnunin er skýrt teikn um of hátt gengi krónunnar. Erlend- ar skuldir námu 550% af lands- framleiðslu 2007, þar með taldar skammtímaskuldir, sem eru komnar upp í 200% af landsfram- leiðslu. Hreinar erlendar skuldir þjóðarbúsins 2007 námu 250% af landsframleiðslu, en voru 50% 1997. Hrein erlend staða þjóðar- búsins, þar með talið áhættufjár- magn, það er bein erlend fjár- festing og hlutafé, versnaði einnig og varð -125% af vergri landsframleiðslu 2007 borið saman við -47% 1997. Þessar tölur vekja upp tvö skyld umhugsunarefni. Hið fyrra snýr að því, að erfitt getur reynzt að meta virði sumra þeirra eigna, sem keyptar voru með lánsfé. Hið síðara er, að gæði fjárfest- inganna, sem erlent lánsfé var notað til að standa straum af, ræður nú úrslitum um, hvort landið stendur undir þeim lang- tímaskuldum, sem hafa hrannazt upp. Arðsemi nýrrar vatnsafls- virkjunar, gríðarstórrar á íslenzk- an mælikvarða, sem sjá á nýrri álverksmiðju fyrir orku, er óvís og umdeild. Þetta stafar öðrum þræði af því, að stjórnvöld eru ekki reiðubúin til að gefa upp verðið, sem orkan verður seld á 22 19. apríl 2008 LAUGARDAGUR Á þunnum ís? 1, 29 0, 98 0, 98 0, 84 0, 82 1, 1 1, 38 1, 23 1, 89 1, 78 1, 53 2, 55 2, 55 3, 72 2, 52 2, 77 4, 79 4, 7 15 19 89 19 90 19 91 19 92 19 93 19 94 19 95 19 96 19 97 19 98 19 99 20 00 20 01 20 02 20 03 20 04 20 05 20 06 20 07 10 5 MYND 2. Erlendar skammtímaskuldir banka- kerfisins sem hlutfall af gjaldeyris- forða Seðlabankans 1989-2007 SEÐLABANKI ÍSLANDS Greinarhöfundur segir að taugatitringurinn á fjármálamörkuðum heimsins í kjölfar undirmálslánakrísunnar hafi komið þróuninni hér af stað, en hún hefði samt sem áður átt sér stað á endanum. Yfirvöldin hefðu heyrt í viðvörunarbjöllunum, en kosið að skella skollaeyrum við þeim. Gengisfallið var óhjákvæmi- legt. Órökstuddur orðrómur er því ekki líklegur til að hafa grafið undan krónunni. ÞORVALDUR GYLFASON Vi nn in ga r v er ða a fh en di r h já D 3 Sk ei fu nn i 1 7 þr ið ju h æ ð. M eð þ ví a ð ta ka þ át t e rt u ko m in n í S M S kl úb b. 1 49 k r/ sk ey tið . Sendu BTC AMV á númerið 1900 og þú gætir unnið eintak! Auk fullt af aukavinngum ÞÚGÆTIRUNNIÐ! Stórskemmtileg gamanmynd fyrir alla fjölskylduna er komin í verslanir!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.