Fréttablaðið - 19.04.2008, Blaðsíða 84

Fréttablaðið - 19.04.2008, Blaðsíða 84
56 19. apríl 2008 LAUGARDAGUR folk@frettabladid.is Talið er að söngkonan Madonna fái rúman milljarð króna fyrir að koma fram á einum tónleikum í Dubai í nóvember. Einnig stendur til að hún syngi í einkaveislu á meðan á dvöl hennar stendur í arabaríkinu. Fær hún væntanlega einnig dágóða summu fyrir þá tónleika. Nýjasta plata Madonnu, sem hinn sjóðheiti Timbaland stjórn- aði upptökum á, er væntanleg í búðir 28. apríl. Fyrsta smáskífu- lag hennar, 4 Minutes, hefur að undanförnu verið mikið spilað við góðar undirtektir. Þar syngur hún dúett með popparanum Justin Timberlake. Milljarður fyrir tónleika MADONNA Söngkonan Madonna fær rúman milljarð króna fyrir að koma fram á tónleikum í Dubai. > AUDREY OG CHANEL Audrey Tautou, þekkt úr myndinni Amelie, fer nú með hlutverk Coco Chanel í myndinni Coco Avante Chanel. Hún mun þar að auki leika í nýrri auglýsingu fyrir hið sögulega ilmvatn Chanel no5. Leikstjóri verð- ur Jean-Pierre Jeunet, sem leikstýrði einmitt Amelie, en þau feta þannig í fótspor Nicole Kidman og Baz Luhr- man sem gerðu sams konar aug- lýsingu eftir að kvikmyndin Moulin Rouge sló í gegn. Þýska leikkonan Diane Kruger hefur verið ráðin í aðalkvenhlutverk kvik- myndarinnar Run for Her Life sem Baltasar Kormákur hyggst leikstýra í Bandaríkjunum. Gerð myndarinnar kostar tíu milljónir dollara. Diane Kruger verður í aðalhlut- verki í Hollywoodmynd leikstjór- ans Baltasars Kormáks. Kruger mun þar leika á móti Dermot Mul- roney, en eins og Fréttablaðið hefur greint frá fjallar kvikmynd- in um líffærasölu milli Bandaríkj- anna og Mexíkó. Áætlað er að tökur hefjist þann 20. maí en kostn- aður við gerð hennar er tæplega tíu milljónir dollara. Það þykir ekki há upphæð á amerískan mæli- kvarða enda segir Baltasar að þetta eigi að vera tryllir í ætt við Mýrina en ekki eitthvað Holly- wood-skrímsli. Baltasar var að vonum ánægður með að hafa klófest leikkonuna Kruger. „Hún er rísandi stjarna í þessum kvikmyndaheimi, var auð- vitað valin í hlutverk Helenu fögru í stórmyndinni Troy á móti Brad Pitt og Orlando Bloom,“ segir Balt- asar sem var staddur í Los Angel- es þegar Fréttablaðið náði tali af honum. Leitin að Helenu tók drjúga stund á sínum tíma, enda átti unn- usta Parísar að vera hið fegursta fljóð sem heimurinn hafði litið. Baltasar viðurkennir að Diane sé vissulega vel að hlutverkinu komin en hún komist aldrei nálægt fyrsta sætinu í sínum huga. „Hún er mjög glæsileg en ekki síður góð leik- kona og það fer ekkert alltaf saman,“ bætir Baltasar við. Meðal annarra hlutverka Kruger má nefna National Treassure-mynd- irnar tvær þar sem hún lék á móti Nicolas Cage. Leikstjórinn hefur verið á stans- lausum þönum undanfarnar vikur við að finna hentuga tökustaði. Hann kom meðal annars við í land- mæraborginni Juárez en þar hefur ríkt hálfgert stjórnleysi að undan- förnu vegna átaka vopnaðra glæpa- hringja. Auk þess hefur lögreglan árangurslaust reynt að hafa upp á morðingjum á yfir fimm hundruð konum sem hafa verið myrtar á grimmilegan hátt undanfarin tíu ár. „Mig langar að taka upp þarna þrátt fyrir ástandið. Þetta er eitt- hvað tryggingamál en framleið- endurnir eru að reyna að leysa það,“ segir Baltasar sem einnig hefur verið töluvert í Santa Fe. Íslenski leikstjórinn verður með 70 manna tökulið þegar tökurnar hefjast og að hans sögn er byrjað að byggja leikmynd fyrir mynd- ina. Hann er um þessar mundir að fara yfir handritið með handrita- sérfræðinginum John Claflin en hann er hálfgerður handritalæknir hjá stóru kvikmyndaverunum. „Vélin er farin í gang og það eru óneitanlega spennandi tímar fram undan,“ segir Baltasar. freyrgigja@frettabladid.is Baltasar leikstýrir Helenu fögru HELENA FAGRA Diane Kruger sló fyrst í gegn sem Helena af Tróju í kvikmynd- inni Troy. SPENNTUR Baltasar Kormákur segir boltann farinn að rúlla en tökur á Run for Her Life hefjast í lok maí. Framtíð Hollywood-skiltisins víðfræga gæti verið í hættu. Fyrirtækið Fox River Financial Services, sem er í Chicago, setti nýlega á sölu lóð sem liggur bak við og vinstra megin við H-ið í skiltinu. Hún er alls um 56 hektarar, og selst á 22 milljónir dollara. Los Angeles-búar óttast nú að kaupandi lóðarinnar muni nýta hana undir íbúðarhúsnæði sem muni þar með spilla póstkortslegu útsýninu. Þar að auki gæti landsvæðið, sem er vinsælt hjá fjallgöngugörpum og túristum, verið lokað almennri umferð. Borgarfulltrúinn Tom LaBonge fer fyrir þeim sem mótmæla sölunni. „Þetta er Eiffel-turninn okkar. Þarna er Hollywood-skiltið. Þarna er víðátta. Og það er allt sem er þarna. Þetta tilheyrir okkur og ætti að tilheyra okkur,“ segir hann. Landsvæðið var áður í eigu milljarðamæringsins heitna Howard Hughes, en fyrirtækið frá Chicago festi kaup á því árið 2002 fyrir 1,7 milljónir dollara. Ef kaupandi finnst ætti fyrirtækið því að græða á tá og fingri. Hollywood-skiltið í hættu BÚIÐ Á BAK VIÐ H-IÐ Landsvæðið sem nú er til sölu liggur á bak við og vinstra megin við H-ið í Hollywoodskiltinu. Sextíu og þrír útskriftar- nemendur Listaháskóla Ís- lands sýna verk sín á Kjar- valsstöðum næstu daga. Sýningin stendur yfir til 1. maí og er hin fjölbreytt- asta, þar sem nemendum úr arkitektúr, vöruhönnun, myndlist, grafískri hönnun og fatahönnun er stefnt saman. Úr öllum áttum RINGULREYÐI Rakel Jónsdóttir hannaði verkið Ringulreyði. KRUNNI Ragnheiður Margeirsdóttir á heiðurinn af hönnun Krunna. VERZLUN GUÐBRANDAR Guðbrandur Bragason við verk sitt á sýningunni. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.