Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.04.2008, Qupperneq 90

Fréttablaðið - 19.04.2008, Qupperneq 90
62 19. apríl 2008 LAUGARDAGUR FÓTBOLTI Fallbarátta ensku úrvals- deildarinnar stendur nú sem hæst og þar eru Íslendingaliðin Bolton og Reading í vafasömum málum. Grétar Rafn Steinsson og Heið- ar Helguson verða líklega báðir í byrjunarliði Bolton sem heim- sækir Middlesbrough á River- side-leikvanginn í dag. Grétar Rafn hefur verið fastamaður í byrjunarliðinu síðan hann var keyptur til félagsins frá AZ Alk- maar í janúar og þykir hafa staðið sig mjög vel en Heiðar hefur ekki náð að festa sig í sessi í liðinu eftir að hafa jafnað sig af meiðsl- um. Heiðar mun þó eins og segir líklega fá tækifæri í byrjunarlið- inu að þessu sinni í fjarveru Kevin Davies sem tekur út leik- bann. Bolton er sem stendur í 18. sæti þegar fjórir leikir eru eftir og þarf nauðsynlega á stigum að halda gegn Middlesbrough til að fylgja eftir sigri sínum gegn West Ham um síðustu helgi. Ívar Ingimarsson verður án vafa á sínum stað í byrjunarliði Reading þegar liðið mætir Arsen- al á Emirates-leikvanginum í dag og Brynjar Björn Gunnarsson verður líklega í leikmannahópn- um í fyrsta skipti síðan í lok síð- asta árs eftir að hafa náð sér að fullu eftir aðgerð á nára. Ef Brynjar Björn leikur með Reading í dag verður það 300. leikurinn sem hann spilar á Englandi en þessa leiki hefur hann spilað með Reading, Stoke, Nottingham Forest og Watford. Aldrei unnið Arsenal Reading á erfitt verkefni fyrir höndum; hefur tapað öllum þrem- ur leikjum sínum gegn Arsenal í ensku úrvalsdeildinni og þess utan hefur liðið nú ekki skorað mark í 281 mínútu. Gengi Arsenal hefur vissulega verið niður á við upp á síðkastið en það breytir því ekki að liðið hefur aðeins tapað einum af fimmtíu og þremur leikjum sínum síðan það hóf að leika á Emirates-leikvanginum. Arsenal hefur enn fremur unnið tuttugu leiki í ensku úrvalsdeild- inni á þessu tímabili en Reading hefur tapað þar tuttugu leikjum þannig að það er óhætt að segja að tölfræðin sé ekki á bandi þeirra Ívars og Brynjars. omar@frettabladid.is Íslendingaliðin í vafasömum málum Bolton-mennirnir Grétar Rafn Steinsson og Heiðar Helguson eru á kafi í fallbaráttu ensku úrvalsdeildar- innar ásamt Ívari Ingimarssyni og Brynjari Birni Gunnarssyni hjá Reading. Íslendingaliðin verða í eldlín- unni í dag þegar Bolton mætir Middlesbrough og Reading heimsækir Arsenal á Emirates-leikvanginn. HARÐUR Í HORN AÐ TAKA Grétar Rafn Steinsson hefur ekki farið neinum vettlinga- tökum um stórstjörnur ensku úrvalsdeildarinnar og hér fær Martin Petrov flugferð í leik Bolton og Manchester City á dögunum. NORDIC PHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Rafa Benitez, knatt- spyrnustjóri Liverpool, svaraði fullum hálsi beiðni Gary Megson, starfsbróður síns hjá Bolton, þess efnis að Spánverjinn ætti að stilla upp sínu sterkasta liði gegn Fulham í dag út af virðingu við önnur lið í fallbaráttunni. „Ég verð vissulega með hugann við leikinn gegn Chelsea í Meistaradeildinni á þriðjudag og það eru ákveðnir leikmenn sem ég get ekki tekið áhættu með í leiknum gegn Fulham. Ég mun samt stilla upp liði sem ég tel að geti sigrað Fulham,“ sagði Benitez, sem hlaut mikla gagn- rýni frá Neil Warnock, þáverandi stjóra Sheffield United, eftir að Liverpool beið ósigur gegn Fulham á svipuðum tímapunkti í deildinni í fyrra. „Það kom vissulega upp svipuð staða í fyrra þegar ég hvíldi nokkra lykilmenn gegn Fulham, við töpuðum leiknum og aðstand- endur Sheffield United urðu brjálaðir. En hvað gerði Sheffield United í síðasta leik tímabilsins, liðið tapaði leiknum og stundum tel ég að liðin þurfi að líta í eigin barm áður en þau skammast í öðrum,“ sagði Benitez á blaða- mannafundi í gær. - óþ Rafa Benitez, Liverpool: Svarar Megson fullum hálsi FORGANGSRÖÐUN Benitez hvílir lykil- menn gegn Fulham í dag fyrir leikinn gegn Chelsea. NORDIC PHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Englandsmeist- ara Manchester United, tilkynnti á blaðamannafundi í gær að Rio Ferdinand, Michael Carrick og Wes Brown hefðu allir skrifað undir nýja langtímasamninga við United. Fyrr í vikunni greindi Pini Zahavi, umboðsmaður hins 29 ára gamla Rio Ferdinand, frá því að leikmaðurinn væri við það að skrifa undir nýjan fimm ára samning. Nú hefur það gengið í gegn og telja breskir fjölmiðlar að samningar Carricks og Browns séu einnig til fimm ára. Hinn 28 ára gamli Brown hafði þegar neitað í það minnsta þremur samningstilboðum frá United og allt leit út fyrir að hann myndi yfirgefa herbúðir félags- ins á frjálsri sölu næsta sumar. Honum hefur því greinilega snúist hugur og Ferguson, sem gagnrýndi Brown harðlega fyrir að neita að skrifa undir, var hæstánægður með að Brown hefði loksins skrifað undir. „Það er ekkert annað félag til fyrir Wes Brown því hann er United-maður í gegn og við vissum að hann myndi skrifa undir á endanum,“ sagði Ferguson sáttur. - óþ United semur við leikmenn: Rio, Brown og Carrick semja NÝR SAMNINGUR Brown skrifaði loks undir nýjan samning hjá United eftir nokkurt þóf. NORDIC PHOTOS/GETTY
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.