Fréttablaðið - 19.04.2008, Blaðsíða 6
6 19. apríl 2008 LAUGARDAGUR
UMHVERFISMÁL Blaðberanum var vel tekið í gær og
góð stemning myndaðist á þeim stöðum sem honum
var dreift. Blaðberinn er endurvinnslutaska fyrir
dagblöð sem Tinna Gunnarsdóttir hannaði fyrir
útgáfufélag Fréttablaðsins, 365 miðla.
Útgefendur Fréttablaðsins vilja með dreifingu
Blaðberans efla vitund um umhverfisvernd og
nýtingu verðmæta og hvetja til þess að dagblöð rati í
endurvinnslu í stað þess að vera fleygt með öðru
heimilissorpi.
Dreifing Blaðberans fer fram milli klukkan 11 og 18
í dag í Kringlunni, Smáralind, Bónus Fiskislóð, Bónus
Holtagörðum og Hagkaupum Eiðistorgi.
Eftir helgina verður hægt að nálgast Blaðberann í
höfuðstöðvum 365 við Skaftahlíð. Þá er ráðgert að
dreifa Blaðberum á Akureyri laugardaginn eftir viku,
milli klukkan 13 og 17 fyrir utan verslun Vodafone á
Glerártorgi. - ovd
Fréttablaðið gefur þrjátíu þúsund sérhannaðar endurvinnslutöskur fyrir dagblöð:
Blaðberinn ákaflega vinsæll
VIÐSKIPTI „Eins og árangurinn hefur
verið undanfarin ár er erfitt að fá
fjármagn inn í fyrirtækið,“ segir
Finnbogi Baldvinsson, forstjóri
Icelandic Group.
Samþykkt var á átakalausum
aðalfundi félagsins síðdegis í gær
að taka tæpa fimm milljarða króna
að láni, með 23 prósenta vöxtum.
Landsbanki veitir lánið eða hefur
milligöngu um það. „Lánamarkaðir
eru erfiðir, og við erum að greiða
næstum tíu prósent yfir íslenska
vexti, en við höfum bara ekki fundið
aðra leið,“ segir Finnbogi.
Unnið er að miklum breytingum
á rekstri fyrirtækisins. „Ef þetta
fyrirtæki á að lifa þarf að skera
burt þær einingar sem ekki eru að
skila nægilegri framlegð,“ sagði
Magnús Þorsteinsson, fráfarandi
stjórnarformaður fyrirtækisins.
Samkvæmt samþykktum aðal-
fundarins verður hægt að breyta
láninu í hlutafé í Icelandic Group.
Það kann að þýða að lánveitandinn
eignist stóra hluti í félaginu, en
hlutir annarra minnki töluvert hlut-
fallslega.
Ný stjórn var kjörin á aðalfund-
inum, en jafnframt var samþykkt
samhljóða að veita henni heimild til
afskráningar úr Kauphöllinni. - ikh
Aðalfundur Icelandic Group ákveður að taka félagið út úr Kauphöllinni:
Icelandic Group samþykkir að
taka lán með yfirdráttarvöxtum
FORSTJÓRI ICELAND-
IC GROUP Finnbogi
Baldvinsson, forstjóri
Icelandic Group, á
aðalfundinum í gær.
Þar var samþykkt
að taka fyrirtækið af
markaði og taka millj-
arða lán með háum
vöxtum.
Hefur þú búið annars staðar en
á Íslandi?
Já 44,3%
Nei 55,7%
SPURNING DAGSINS Í DAG:
Á Orkuveita Reykjavíkur að
selja Reykjavik Energy Invest?
Segðu þína skoðun á visir.is
GJÖRÐU SVO VEL Starfsmenn 365 höfðu í nógu að snúast við
að dreifa Blaðberanum í gær enda viðtökur með eindæmum
góðar. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓSA
EFNAHAGSMÁL Geir H. Haarde for-
sætisráðherra segir að á vegum rík-
isstjórnarinnar og Seðlabankans,
hafi „að undanförnu verið unnið
baki brotnu að því að greiða úr þeim
vanda sem hinar alþjóðlegu aðstæð-
ur hafa skapað. Slíkar aðgerðir eru
þess eðlis að undirbúningur þeirra
tekur langan tíma og ekki er hægt
að flytja af þeim fréttir frá degi til
dags,“ sagði forsætisráðherra.
Aðspurður um það á hvaða lund
þessar aðgerðir gætu orðið, hvenær
þær yrðu kynntar eða hvenær þjóð-
in yrði vör við þær sagðist hann
ekkert geta sagt um það, hann hefði
lýst því yfir í ræðunni hefði það
verið hægt. „Mikil opinber umræða
getur verið óheppileg, skapað
óraunhæfar væntingar og þar með
jafnvel haft neikvæð áhrif,“ sagði
hann í ávarpi sínu.
Geir gagnrýndi framgöngu
„ákveðinna stjórnmálamanna og
fjölmiðla“ í umræðum um efna-
hagsmál og taldi fjallað um málin af
„nokkurri léttúð og jafnvel skiln-
ingsleysi“.
Hann benti á að staða lífeyris-
sjóðanna væri sterk og lífeyris-
sjóðakerfið sjálfbært. Þetta færi
fram hjá erlendum aðilum. Erlend
staða þjóðarbúsins væri miklu betri
en tölur hefðu sýnt. Samkvæmt
nýrri uppgjörsaðferð næmi hrein
skuldastaða þjóðarbúsins 27 pró-
sentum af landsframleiðslu í lok
þriðja ársfjórðungs 2007 í stað 120
prósenta í fyrra uppgjöri.
Ingimundur Sigurpálsson, fráfar-
andi formaður SA, beindi því til for-
sætisráðherra að gefa út yfirlýs-
ingu með skýrum og afgerandi
hætti um að unnið yrði að því að
uppfylla skilyrði um stöðugt verð-
lag, jafnvægi í ríkisfjármálum,
stöðugleika í gengisskráningu og
samhæfingu langtímavaxta sem
sett séu fyrir aðild að Myntbanda-
laginu. Ingimundur telur að með
samningi við Seðlabankann yrði
hafinn undirbúningur að nauðsyn-
legum aðgerðum til að ná niður
verðbólgu, lækka stýrivexti og
tryggja aðhald í opinberum rekstri.
Kristín Jóhannesdóttir, fram-
kvæmdastjóri Gaums, krafðist
aðildar Íslands að ESB. Edda Rós
Karlsdóttir hagfræðingur sagði að
Íslendingar þyrftu að leika eftir
alþjóðlegum leikreglum og draga
úr „sérkennilegheitahætti“ sínum
erlendis. Þeir yrðu að sætta sig við
minni hagvöxt um sinn. Stjórnvöld
þyrftu að lýsa yfir stuðningi við
verðbólgumarkmið Seðlabankans.
Seðlabankinn þyrfti að taka þátt í
opinberri umræðu frekar en að láta
gagnrýnina krauma lengi.
Þór Sigfússon var kjörinn nýr
formaður SA með 94 prósentum
atkvæða. ghs@frettabladid.is
Mikil umræða getur
haft neikvæð áhrif
Geir H. Haarde forsætisráðherra segir unnið að aðgerðum til að taka á þeim
efnahagsvanda sem alþjóðlegar aðstæður hafi skapað. Hann vill ekki segja hve-
n ær þjóðin fær að vita um þær. „Mikil opinber umræða getur verið óheppileg.“
GETUR SKAPAÐ ÓRAUNHÆFAR VÆNTINGAR „Mikil opinber umræða getur verið óheppileg, skapað óraunhæfar væntingar og þar
með jafnvel haft neikvæð áhrif,“ sagði Geir H. Haarde forsætisráðherra á aðalfundi Samtaka atvinnulífsins í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓSA
Kveikt í ruslatunnu
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var
kallað að eldi í ruslatunnu í miðborg
Reykjavíkur í fyrrinótt. Greiðlega gekk
að slökkva eldinn sem greinilega var
af mannavöldum.
LÖGREGLUFRÉTTIR
Niðurgreiðslur í sorpátaki
Gámaþjónusta í Mýrdalshreppi verður
niðurgreidd um helming út júnímán-
uð vegna hreinsunarátaks í sveitarfé-
laginu.
MÝRDALSHREPPUR
Aldraðir fá ókeypis í ræktina
Eldri borgarar í Hveragerði fá ókeypis
aðgang að tækjasal heilsuræktarinnar
Laugasports frá og með sunnudegin-
um 20. apríl. Þetta gildir milli klukkan
níu og sextán virka daga og milli
klukkan tíu og sextán um helgar.
HVERAGERÐI
NOREGUR, AP Í gær var lagt fram í
norska þinginu frumvarp um að
kaupendum
vændis verði
refsað, líkt og
tíðkast hefur í
Svíþjóð í
nærri áratug.
„Fólk er
ekki sölu-
vara,“ sagði
Knut Storberg-
et dómsmála-
ráðherra,
þegar frumvarpið var kynnt á
þingi. Ef vændiskaup eru gerð
ólögleg munu þeir sem stunda
mansal síður líta til Noregs.“
Reiknað er með að stjórnar-
flokkarnir þrír muni samþykkja
lögin og þau taki gildi í byrjun
næsta árs.
- gb
Nýtt frumvarp í Noregi:
Vændiskaup
gerð ólögleg
KNUT STORBERGET
BRUSSEL, AP Öll löndin fimmtán
sem eru aðilar að evrópska
myntbandalaginu stóðu við að hafa
fjárlagahalla á síðasta ári innan
þeirra marka sem kveðið er á um í
stöðugleikasáttmála þess. Þetta
kemur fram í nýbirtum gögnum
frá hagstofu ESB, Eurostat.
Að öllum evruþjóðunum skyldi
hafa tekist að ná þessu markmiði
er ekki síst rakið til þess að í þeim
flestum voru skatttekjur á liðnu ári
meiri en búist var við þar sem
hagvöxtur jókst umfram spár. Árið
áður höfðu bæði Portúgal og Ítalía
verið með fjárlagahalla yfir settum
mörkum, þremur prósentum af
þjóðarframleiðslu. - aa
Myntbandalag ESB:
Fjárlagahalli
innan marka
KJÖRKASSINN