Fréttablaðið - 19.04.2008, Blaðsíða 38
19. apríl 2008 LAUGARDAGUR4
Mountain Taxi, eða Fjallaleig-
ari eins og það gæti útlagst
á íslensku, er fyrirtæki sem
þeysist um fjöll og firnindi með
útlendinga og Íslendinga í leit
að ósnortinni náttúru og nýjum
ævintýrum.
„Við erum með margar staðlaðar
dagsferðir á suðvesturhorninu og
líka prívatferðir sem vara kannski
frá tíu upp í tólf daga,“ segir
Kristján Kristjánsson, sem er eig-
andi og framkvæmdastjóri Mount-
ain Taxi ásamt Ernu Björk Jónas-
dóttur. „Núna í vetur vorum við til
dæmis í tíu daga ferð með þrjá
farþega á tveimur bílum í alvöru
vetrar- og hálendisleiðangri. Í því
tilfelli kom fólkið bara á sinni
einkaþotu frá Belgíu og við bjugg-
um til þessa ferð fyrir það.“
Stöðluðu jeppaferðirnar eru
margvíslegar; Gullni hringurinn,
upp í Landmannalaugar, til Heklu,
á Mýrdalsjökul, um Fjallabak eða
á Snæfellsnes. Svo er líka boðið
upp á þann möguleika að ferðast
um í þyrlu og kaupa má sérstakar
lúxusferðir og sérpantaðar ferðir
allt eftir óskum ferðalangsins. Í
stuttu máli býður Mountain Taxi
upp á allt sem hægt er að ætlast
til af fullbreyttum öflugum Ford
Excursion-tryllijeppum.
Kristján segir að markhópur
fyrirtækisins sé fólk sem er ágæt-
lega stætt peningalega en á því sé
allur gangur. Sumir spari fyrir
svona ferð auk þess sem stærri og
minni fyrirtæki panti líka hóp-
ferðir. „Það getur allt mögulegt
verið inni í þessu,“ segir Kristján
og heldur áfram: „Í fjögurra daga
hópferð má til dæmis fara í hesta-
ferð, á fjórhjól, vélsleða eða í
hvalskoðun. Þá tvinnast inn í ferð-
irnar sérhæfð fyrirtæki í ferða-
iðnaði sem við kaupum þjónustu
af,“ segir Kristján.
Mountain Taxi var stofnað árið
1995 og er með eldri fyrirtækjum
í bransanum þótt ungt sé. Og þar
er ekki fyrir að fara hugmynda-
leysinu eins og heyra má á Kristj-
áni: „Við förum í sérstakar ferðir
þessa dagana fyrir þá sem vilja
renna sér á sleðum eins og börn
nota. Þá erum við með umboð
fyrir alveg nýjan sleða sem er
eiginlega fjallahjól á þremur
skíðum. Þeir nefnast SMX og eru
í raun gömlu góðu BMX-hjólin á
þremur skíðum. Þeir eru með
dempara að aftan og þess vegna
er hægt að sviga á þeim. Útkom-
an og tilfinningin verður nokkuð
lík því að renna sér á skíðum,“
segir Kristján og bætir við að
hægt sé að leika sér á þessum
skíðahjólum í Bláfjöllum þar sem
sleðarnir séu leyfilegir í lyftun-
um.
Spurður hvernig viðskiptin
gangi segir hann að þau blómstri.
„Við sjáum vel um fólkið okkar
og þá spyrst ánægjan út. Þó ger-
ist ekkert af sjálfu sér í þessum
heimi, eitthvað höfum við auglýst
og farið á kaupstefnur. En fólk
leitar til okkar og við treystum
mjög á að gott orðspor berist frá
manni til manns,“ segir Kristján.
niels@frettabladid.is
Leigubílar á fjöllum
Vilhjálmur Hjörleifsson, sölustjóri Mountain Taxi, ásamt eigandanum Kristjáni
Kristjánssyni við tryllitækin. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Auglýsingasími
– Mest lesið
Ógleymanleg ævintýri
Á FERÐ UM HEIMINN
www.fjallaleidsogumenn.is · sími: 587 9999
Sp
ör
-
R
ag
nh
ei
ðu
r
Á
gú
st
sd
ót
ti
r
SUÐUR GRÆNLAND
18. - 25. júlí
25. júlí - 1. ágúst örfá sæti laus
1. - 8. ágúst
MAROKKÓ
6. - 13. september
NEPAL
18. október - 10. nóvember
AUSTUR PÝRENEAFJÖLL
21. - 27. apríl
KILIMANJARO
7. - 22. júní
Mt. BLANC
21. - 29. júní
UMHVERFIS Mt. BLANC
1. - 9. júlí
BÍLALEIGUBÍLAR
SUMARHÚS Í DANMÖRKU
Sumarhús
Útvegum sumarhús í
Danmörku af öllum stærðum
Fjölbreyttar upplýsingar á
www.fylkir.is
LALANDIA - Rødby
Lágmarksleiga 2 dagar.
LALANDIA - Billund
Nýtt frábært orlofshúsahverfi
rétt við Legoland.
Ódýrari bílaleigubílar
fyrir Íslendinga.
Bílar frá dkr. 1.975.- pr. viku.
Innifalið í verði;
ótakmarkaður akstur, allar
tryggingar, engin sjálfsábyrgð.
( Afgr.gjöld á flugvöllum).
Höfum allar stærðir bíla, 5 – 7
manna og minibus 9 manna og
rútur með eða án bílstjóra.