Fréttablaðið - 19.04.2008, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 19.04.2008, Blaðsíða 38
 19. apríl 2008 LAUGARDAGUR4 Mountain Taxi, eða Fjallaleig- ari eins og það gæti útlagst á íslensku, er fyrirtæki sem þeysist um fjöll og firnindi með útlendinga og Íslendinga í leit að ósnortinni náttúru og nýjum ævintýrum. „Við erum með margar staðlaðar dagsferðir á suðvesturhorninu og líka prívatferðir sem vara kannski frá tíu upp í tólf daga,“ segir Kristján Kristjánsson, sem er eig- andi og framkvæmdastjóri Mount- ain Taxi ásamt Ernu Björk Jónas- dóttur. „Núna í vetur vorum við til dæmis í tíu daga ferð með þrjá farþega á tveimur bílum í alvöru vetrar- og hálendisleiðangri. Í því tilfelli kom fólkið bara á sinni einkaþotu frá Belgíu og við bjugg- um til þessa ferð fyrir það.“ Stöðluðu jeppaferðirnar eru margvíslegar; Gullni hringurinn, upp í Landmannalaugar, til Heklu, á Mýrdalsjökul, um Fjallabak eða á Snæfellsnes. Svo er líka boðið upp á þann möguleika að ferðast um í þyrlu og kaupa má sérstakar lúxusferðir og sérpantaðar ferðir allt eftir óskum ferðalangsins. Í stuttu máli býður Mountain Taxi upp á allt sem hægt er að ætlast til af fullbreyttum öflugum Ford Excursion-tryllijeppum. Kristján segir að markhópur fyrirtækisins sé fólk sem er ágæt- lega stætt peningalega en á því sé allur gangur. Sumir spari fyrir svona ferð auk þess sem stærri og minni fyrirtæki panti líka hóp- ferðir. „Það getur allt mögulegt verið inni í þessu,“ segir Kristján og heldur áfram: „Í fjögurra daga hópferð má til dæmis fara í hesta- ferð, á fjórhjól, vélsleða eða í hvalskoðun. Þá tvinnast inn í ferð- irnar sérhæfð fyrirtæki í ferða- iðnaði sem við kaupum þjónustu af,“ segir Kristján. Mountain Taxi var stofnað árið 1995 og er með eldri fyrirtækjum í bransanum þótt ungt sé. Og þar er ekki fyrir að fara hugmynda- leysinu eins og heyra má á Kristj- áni: „Við förum í sérstakar ferðir þessa dagana fyrir þá sem vilja renna sér á sleðum eins og börn nota. Þá erum við með umboð fyrir alveg nýjan sleða sem er eiginlega fjallahjól á þremur skíðum. Þeir nefnast SMX og eru í raun gömlu góðu BMX-hjólin á þremur skíðum. Þeir eru með dempara að aftan og þess vegna er hægt að sviga á þeim. Útkom- an og tilfinningin verður nokkuð lík því að renna sér á skíðum,“ segir Kristján og bætir við að hægt sé að leika sér á þessum skíðahjólum í Bláfjöllum þar sem sleðarnir séu leyfilegir í lyftun- um. Spurður hvernig viðskiptin gangi segir hann að þau blómstri. „Við sjáum vel um fólkið okkar og þá spyrst ánægjan út. Þó ger- ist ekkert af sjálfu sér í þessum heimi, eitthvað höfum við auglýst og farið á kaupstefnur. En fólk leitar til okkar og við treystum mjög á að gott orðspor berist frá manni til manns,“ segir Kristján. niels@frettabladid.is Leigubílar á fjöllum Vilhjálmur Hjörleifsson, sölustjóri Mountain Taxi, ásamt eigandanum Kristjáni Kristjánssyni við tryllitækin. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Auglýsingasími – Mest lesið Ógleymanleg ævintýri Á FERÐ UM HEIMINN www.fjallaleidsogumenn.is · sími: 587 9999 Sp ör - R ag nh ei ðu r Á gú st sd ót ti r SUÐUR GRÆNLAND 18. - 25. júlí 25. júlí - 1. ágúst örfá sæti laus 1. - 8. ágúst MAROKKÓ 6. - 13. september NEPAL 18. október - 10. nóvember AUSTUR PÝRENEAFJÖLL 21. - 27. apríl KILIMANJARO 7. - 22. júní Mt. BLANC 21. - 29. júní UMHVERFIS Mt. BLANC 1. - 9. júlí BÍLALEIGUBÍLAR SUMARHÚS Í DANMÖRKU Sumarhús Útvegum sumarhús í Danmörku af öllum stærðum Fjölbreyttar upplýsingar á www.fylkir.is LALANDIA - Rødby Lágmarksleiga 2 dagar. LALANDIA - Billund Nýtt frábært orlofshúsahverfi rétt við Legoland. Ódýrari bílaleigubílar fyrir Íslendinga. Bílar frá dkr. 1.975.- pr. viku. Innifalið í verði; ótakmarkaður akstur, allar tryggingar, engin sjálfsábyrgð. ( Afgr.gjöld á flugvöllum). Höfum allar stærðir bíla, 5 – 7 manna og minibus 9 manna og rútur með eða án bílstjóra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.