Fréttablaðið - 19.04.2008, Blaðsíða 16
16 19. apríl 2008 LAUGARDAGUR
greinar@frettabladid.is
FRÁ DEGI TIL DAGS
ÚTGÁFUFÉLAG: 365
RITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís
Þorgeirsdóttir, Kristján Hjálmarsson, Trausti Hafliðason og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál). FULLTRÚI RITSTJÓRA:
Páll Baldvin Baldvinsson. VIÐSKIPTARITSTJÓRAR: Björgvin Guðmundsson og Björn Ingi Hrafnson. Fréttablaðið kemur út í
103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu.
Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í
stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871
Hringdu í síma
ef blaðið berst ekki
Enn er Seðlabankinn í sviðs-ljósinu. Og enn á ný á röngum
forsendum. Tilskipunum hans,
sem áður var hlýtt í hljóði, er nú
tekið með öllu í bland; hlátri, reiði
og furðu. Í hvert sinn sem þær
birtast fjölgar þeim sem gagn-
rýna bankann. Nú síðast krafðist
þungavigtarmaður í Háskólanum
þess að bankaráð og stjórar segðu
af sér, öll sem einn. Seðlabankinn
er í sömu vandræðum og efna-
hagslífið, sem hlýtur að teljast
slæmt. Vald hans er brotið.
En stjórum hans er vorkunn.
Stundum virðist manni hagfræðin
líkari list en vísindum, þar sem
tilfinning og innblástur vega
þyngra en talnarýni og rannsókn-
ir. Tökum dæmi:
29. mars 2007 birti Seðlabank-
inn verðbólguspá sína. Sam-
kvæmt henni átti verðbólgumark-
mið bankans að nást um mitt ár
2008. Verðbólga átti því að vera á
bilinu 3% í dag og vera komin í
2,5% um mitt sumar. Hún mælist
nú tæp 9% og er á uppleið.
1. nóvember 2007 var komið
annað hljóð í strokkinn. Þá var
búið að færa markið fram á
næsta ár. Hið fræga 2,5%
markmið átti ekki að nást fyrr en
um mitt ár 2009. „Stýrivextir
munu haldast óbreyttir fram yfir
mitt næsta ár en eftir það lækka
fremur hratt og verða komnir
niður undir 4% árið 2009“.“ Þeir
eru 15,5% í dag.
Verðbólgufræðin
Hinn 10. mars 2008 eru Seðla-
bankafræðingar ekki lengur jafn
bjartsýnir. Verðbólgumarkmið
mun nú ekki nást fyrr en árið 2010.
Ætli maður geti ekki leyft sér
að spá því „með nokkurri vissu“
að bankinn birti nýja spá í haust
sem geri ráð fyrir að verðbólgu-
markmið náist ekki fyrr en árið
2011. Og svo koll af kolli …
Eru þetta vísindi? Þetta minnir
helst á veðurfræðing sem fæst
við að spá fyrir um veðrið ár
fram í tímann. Á hverju hausti
birtist hann á skjánum: „Því
miður fengum við enn eitt
rigningarsumarið en ég spái nú
samt sól næsta sumar.“
Þrátt fyrir þetta er verðbólgu-
spá Seðlabankans jafnan tekið
sem miklu fagnaðarerindi í hvert
sinn sem hún birtist. Efnahags-
elítan (allt vel rólfærir karlmenn)
mætir að morgni dags (þegar
aðrir landsmenn eru að vinna) og
hlýðir á sinn æðstaprest fara með
sömu gömlu þuluna. „Því miður
spáðum við rangt síðast, eins og
reyndar í síðustu tólf skiptin, en
hér kemur nýja spáin.“
Og fjölmiðlar gleypa þessa
gjólu og slá upp á forsíðum
sínum: Enn ein stýrivaxtahækk-
unin. Og þjóðin kinkar kolli, en
lætur ekki segjast. Þrátt fyrir
heimsins hæstu vexti hættir hún
ekki að eyða og byrjar ekki að
spara. Getur verið að seðlabanka-
stjórarnir skilji hana ekki? Gilda
hér önnur lögmál en þau sem þeir
vinna eftir? Getur verið að
stýrivextir virki fremur verð-
bólguhvetjandi en letjandi? Það
hvarflar óneitanlega að manni
þegar ferlarnir eru bornir saman.
Stýrir bankinn verðbólgunni?
Í lok árs 2004 stóðu stýrivextir í
8.25% og verðbólga mældist um
4%. Í lok árs 2005 voru vextir
komnir í 10,5% og verðbólga í 5%.
Um mitt ár 2006 höfðu vextir
hækkað í 13,5% og verðbólgan var
um 7%. Þá tók við hjöðnunarskeið.
Stýrivextir stóðu í stað og
verðbólga fór minnkandi. Í lok árs
2007 var hins vegar skrúfað frá
vöxtum á ný og ekki stóð á
verðbólgunni. Í dag mælist hún
8,7% þegar vextirnir eru komnir í
15,5%. Því hærri vextir, því meiri
verðbólga. Reglan virðist sú að
deila megi með tveimur í stýri-
vexti til að fá út verðbólgu.
Getur verið að á Íslandi gildi
gulrótarlögmál í efnhagsmálum?
Að stýrivextir séu sú gulrót sem
verðbólguasninn eltir? Að
verðbólgunni sé með öðrum orðum
stýrt af Seðlabankanum? Í
aldarfjórðung lærðu Íslendingar
að hlýða sínum Davíð, fyrst
borgarbúar og síðan landsmenn
allir. Og í hvert sinn sem hann
birtist nú á skjánum og sveiflar
stýrivaxtasvipunni hlaupum við til
og leggjum enn harðar að okkur,
en líkt og taugatrekktur hundur
misskiljum við skilaboðin og
eyðum fremur en að spara.
Ég er ekki hagfræðimenntaður,
frekar en fleiri, en óneitanlega eru
tölurnar óþægilegar. Kenningin
um gulrótarlögmálið er því fremur
listræn eðlis en vísindalegs. Líkt
og efnahagsspár Seðlabankans.
Gulrótarlögmálið
Efnahagsmál
HALLGRÍMUR HELGASON
Í DAG |
Getur verið að á Íslandi gildi
gulrótarlögmál í efnhagsmál-
um? Að stýrivextir séu sú gulrót
sem verðbólguasninn eltir?
Á
fimmtudagskvöld var fjallað um innlenda dagskrár-
framleiðslu í Ríkissjónvarpinu: Tökur eru nýlega
hafnar á þáttaröðinni Dagvaktin sem sýnd verður á
Stöð 2. Þessi leikna þáttaröð er kostuð með styrk frá
Kvikmyndamiðstöð Íslands og áskrifendur að dag-
skrá einkareknu stöðvarinnar kaupa sér aðgang að henni. Stöðin
selur síðan auglýsingatíma umhverfis þetta vinsæla efni.
Í Ríkissjónvarpinu var líka fjallað um lokaþáttinn í Skóla-
hreysti, vinsælli þáttaröð á Skjá 1. Kostnaði við þá framleiðslu
er mætt með auglýsinga- og kostunartekjum einkafyrirtæk-
is sem rekur þá sjónvarpsstöð. Bæði fyrirtækin eru í bullandi
samkeppni um auglýsinga-, kostunar- og áskriftartekjur við alla
aðra sem fyrir eru á þeim markaði.
Fyrr þennan sama dag var haldinn aðalfundur Ríkisútvarps-
ins ohf. Þar voru lagðir fram reikningar þessa ríkisrekna hluta-
félags. Þar var fjallað sérstaklega um tekjur Ríkisútvarpsins í
samkeppnisrekstri og þær voru taldar engar í skýringum end-
urskoðenda. Núll.
Svo má kalla hlutina röngum nöfnum að það venjist: allar
auglýsinga- og kostunartekjur Ríkisútvarpsins eru sóttar á sam-
keppnismarkað. Þar etur ríkisstofnunin kappi við önnur fyrir-
tæki á ljósvakamarkaði, prentmiðla af öllu tagi, vefmiðla, smáa
og stóra, auglýsingafyrirtækin öll á opnum markaði. Rúm 30
prósent af tekjum Ríkisútvarpsins eru úr samkeppnisrekstri
þess sem auglýsingamiðils.
Rangvísandi og ósannar skilgreiningar sem kokkaðar eru upp
á þingi og í ráðuneyti breyta engu um eðli þeirrar samkeppni:
tugir fyrirtækja í einkarekstri finna fyrir þeirri samkeppni á
hverjum degi. Og líða fyrir hana. Yfirburðir ríkisstofnana undir
hatti Þorgerðar Katrínar í auglýsingaþjónustu eru ósæmileg-
ir, ranglátir og hafa ekkert með hlutverk Ríkisútvarpsins sem
menningarstofnunar að gera. Þótt hún vilji kalla svart hvítt;
auglýsingadreifingu annað en samkeppnisrekstur.
Það var enginn fulltrúi eigenda á aðalfundinum til að mót-
mæla rangfærslum í reikningum RÚV. Fulltrúi eigenda talaði
ekki mikið þar um sérgæði ríkisreksturs, jafna samkeppni á
markaði, og blómstrandi einkaframtak. Þá ræðu flytur mennta-
málaráðherrann annars staðar.
Ríkisútvarpið ohf. stendur ekki undir nafni sem menningar-
stofnun í almannaþágu fyrr en það er tekið af auglýsingamark-
aði. Það stendur ekki undir nafni sem menningarstofnun fyrr
en það er leyst undan þeirri ánauð að eltast við sem mest áhorf
til að þóknast auglýsendum. Það mun standa undir nafni sem
menningarstofnun laust úr þeim álögum og frjálst til að sækja
áhorfendaskara sinn vegna gæðaefnis, og þarf þá að fá til þess
nægilegt fjármagn svo sómi sé að. Þegar það verður geta Páll
Magnússon og Þorgerður Katrín klappað saman lófunum fyrir
hvort öðru á aðalfundi RÚV ohf.
Auglýsingadeildin er enn opin.
Samkeppnis-
grundvöllurinn
PÁLL BALDVIN BALDVINSSON SKRIFAR
UMRÆÐAN
Baldvin H. Sigurðsson skrifar um
bæjarmál á Akureyri
Á síðasta fundi bæjarstjórnar Akureyrar kom fram í máli
formanns Félagsmálaráðs Akureyrar-
bæjar að biðlistar í félags- og heil-
brigðiskerfinu væru farnir að valda
fagfólki og stjórnendum stofnana
bæjarins áhyggjum.
Sömuleiðis hafa stjórnendur
fjölskylduráðgjafar bæjarins bent á að
vegna mannfæðar og fjárskorts anni þau ekki
lengur brýnustu erindum.
Forvarnateymi Verkmenntaskólans á Akureyri
hefur kallað eftir liðsinni bæjarins við að ná utan
um þá nauðsynlegu þjónustu sem þar er veitt án
þess að fá viðhlítandi svör frá bæjaryfirvöldum.
Þessu til viðbótar hafa breytingar meirihluta
Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar á starfsemi
Menntasmiðju kvenna vakið ugg á meðal bæjar-
búa og sér í lagi þeirra sem hafa nýtt sér þá góðu
þjónustu sem þar hefur verið veitt um árabil.
Eins og Akureyringar vita hefur Menntasmiðja
kvenna unnið ótrúlega gott starf fyrir konur í
bænum og er reyndar fyrirmynd fyrir önnur
sveitarfélög sem vilja gera átak
jafnréttismálunum.
Viðbrögð bæjarfulltrúa Sjálfstæðis-
flokks við þessu ástandi voru þau að
rétt væri að bærinn færi að huga að
auknum einkarekstri í þessum
málaflokkum. Engin fagleg rök eru
fyrir slíkum breytingum og engu
líkara en að Sjálfstæðisflokkurinn á
Akureyri ætli að fórna þeim árangri
sem náðst hefur í þessum efnum fyrir
hugmyndafræði einkavæðingar og
einkarekstrar.
Sigrún Stefánsdóttir, bæjarfulltrúi
Samfylkingarinnar og formaður félagsmálaráðs,
sá ástæðu til þess að taka það fram að hún væri
ósammála áherslum sjálfstæðismanna í þessum
efnum. Það er ánægjulegt enda mun einkarekstur
ekki leysa þann vanda sem við stöndum frammi
fyrir.
Afstaða bæjarfulltrúa Vinstri grænna á
Akureyri er því skýr: Við munum verja félags- og
heilbrigðiskerfi bæjarins með kjafti og klóm
gegn öllum einkavæðingaráformum Sjálfstæðis-
manna. Á það geta Akureyringar treyst.
Höfundur er bæjarfulltrúi
Vinstri grænna á Akureyri.
Einkavæðingin lætur á sér
kræla fyrir norðan
BALDVIN H. SIGURÐSSON
Lærðu þeir ekkert?
Enn ætlar REI að reynast sjálfstæðis-
mönnum í borginni fjötur um fót. Á
sama tíma og Ólafur F. Magnússon
hélt því fram í beinni sjónvarpsút-
sendingu á fimmtudag að ekki kæmi
til greina að selja REI voru fulltrúar
meirihlutans í stjórn OR að semja til-
lögu um að hefja undirbúning á
sölu REI. Daginn eftir var aftur
dregið í land og ákveðið að
kippa REI úr áhætturekstri.
Þessi bægslagangur er með
ólíkindum í ljósi þess sem
á undan er gengið. Eru
borgarfulltrúar Sjálfstæð-
isflokksins virkilega
búnir að gleyma að
REI kostaði þá
meirihlutann
og borgarstjórastólinn fyrir alls ekki
svo löngu?
Hugsa sér til hreyfings
Ekki er að furða þótt borgarbúar
séu búnir að fá nóg af vandræða-
ganginum í kringum REI, meira að
segja borgarfulltrúar eru að fá sig
fullsadda. Vitað er að fleiri en einn
innan meirihlutans er farinn að
hugsa sér til hreyfings nema
REI-málið verði leyst bráðlega og
vinnufriður komist á.
Ræðunámskeið
Guðnýju Hrund Karlsdóttur, vara-
þingmanni Samfylkingarinn-
ar, vafðist tunga um
tönn í jómfrúarræðu
sinni á Alþingi á
fimmtudag. Svo heppilega vill hins
vegar til að nú stendur yfir ræðunám-
skeið á vegum Málfundarfélagsins
Óðins, sem tilheyrir ungum sjálfstæð-
ismönnum. Þar er farið yfir helstu
þætti ræðumennsku og þátttakendur
fá leiðsögn í ræðuskrifum og flutn-
ingi á ræðum við ólík tækifæri, til
dæmis skálaræður
og mótmæla-
ræður. Kjörið
fyrir stirða
ræðumenn á
þingi. Og þeir
eru sannarlega
fleiri en Guðný
Hrund.
bergsteinn@fretta-
bladid.is