Fréttablaðið - 19.04.2008, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 19.04.2008, Blaðsíða 23
6000 4000 2000 0 ´75 ´78 ´81 ´84 ´87 ´90 ´93 ´96 ´99 ´02 ´05 ´08 Ísland, kaupmáttarvirði, alþjóða- dollarar á verðlagi hvers árs Ísland, Bandaríkjadollarar á verðlagi hvers árs Bandaríkin MYND 1. Ísland og Bandaríkin: Lands- framleiðsla á mann 1975-2006 LAUGARDAGUR 19. apríl 2008 til álbræðslunnar. Þar að auki var hluta lánsfjárins varið til að fjár- magna neyzlu. Frekari teikn um of hátt gengi krónunnar Þrír aðrir þættir benda til kerfis- bundins ofmats krónunnar langt aftur í tímann. Fyrst ber að nefna mikla og landlæga verðbólgu (eins og stendur er verðbólgan 9% á ári og stefnir hærra); verð- bólgulönd búa yfirleitt við ofmetna gjaldmiðla. Í annan stað hneigist lítt hagganlegur stuðn- ingur ríkisvaldsins við landbúnað með ströngum innflutningshöft- um og við sjávarútveg í gegnum ókeypis úthlutun verðmætra veiðikvóta, þótt fiskimiðin séu almannaeign að lögum, til að hækka gengi krónunnar upp fyrir eðlileg mörk. Gangvirkið er ein- falt: með því að draga úr innflutn- ingi matvæla dregur ríkisvaldið úr eftirspurn eftir erlendum gjaldeyri og lækkar um leið verð hans og hækkar gengi krónunnar. Með líku lagi ýtir óbeinn stuðn- ingur ríkisins við sjávarútveginn verði á erlendum gjaldmiðli niður fyrir það verð, sem samrýmist eðlilegri arðsemi útvegsins, og skaðar með því móti aðra útflutn- ingsatvinnuvegi, sem þurfa einn- ig að una háu gengi krónunnar. Í þriðja lagi hefur landsframleiðsla á mann á Íslandi, mæld í dollur- um, verið meiri en í Bandaríkjun- um síðan 2002, og 2007 var hún orðin helmingi meiri og skauzt þá upp fyrir rammann í kringum mynd 1. Í þessu ljósi ber að skoða geng- islækkun krónunnar í ár sem vel- komna leiðréttingu. Mun gengið falla frekar? Hversu mikið? Hversu ört? Þessu er ógerningur að svara eins og ævinlega nema að því leyti, að yfirskot – það er meira gengisfall í bráð en lengd – virðist líklegt. Fremur en að reyna að snúa við gengisfallinu að undanförnu ættu stjórnvöld að ráðast gegn rótum þráláts ofmats krónunnar – gegn hágengisvand- anum. Mynd 2 sýnir, að erlendar skammtímaskuldir bankakerfis- ins voru í árslok 2007 fimmtán sinnum meiri en gjaldeyrisforði Seðlabankans. Í ljósi þess lær- dóms, sem dreginn var af fjár- málakreppunni í Asíu 1997-1998, hefði þetta ekki átt að geta gerzt. Stjórnvöld hefðu átt að standa í veginum. Hér er ekki litið í bak- sýnisspegil. Ríkisstjórnin og Seðlabankinn voru hvað eftir annað vöruð við, opinberlega og afdráttarlaust. Svar þeirra var, að Ísland sé ekki Taíland. Nú, eins og 2006, er leitað leiða til að styrkja gjaldeyrisforða Seðlabankans, enn og aftur með erlendri lán- töku. Bankarnir þurfa meiri samkeppni Skyndileg gengislækkun krón- unnar 2008 og lausafjárvandi bankanna nú, svo sem gríðarhá skuldatryggingarálög þeirra bera vitni um, eru eiginlega tvö ólík viðfangsefni, enda þótt fyrir- hyggjulaus söfnun á hverfulum skammtímaskuldum virðist hafa hrundið falli krónunnar af stað. Þörfin á gengisfalli er ekki ný, þótt hún hafi nýlega orðið svo bráð. Gengisfallið var óhjákvæmi- legt. Órökstuddur orðrómur er því ekki líklegur til að hafa grafið undan krónunni. Vandi bankanna er aftur á móti nýr af nálinni. Taugatitringurinn á fjármálamörkuðum heimsins í kjölfar undirmálslánakrísunnar kom þróuninni hér af stað, en hún hefði samt sem áður átt sér stað á endanum. Það er engin önnur leið til að túlka mynd 2. Nokkrir sam- virkir þættir lögðust á sömu sveif, þar með talið veikt fjármálaeftir- lit, sem virtist koma á óvart, að trú erlendra aðila á bönkunum skyldi byrja að bila; mistök í stjórn peningamála af hálfu Seðla- banka Íslands, sem lýtur enn sem fyrr pólitískri stjórn og hefur hvorki nægilegan trúverðugleika né sannfæringarkraft; slakar ráð- leggingar erlendra matsfyrir- tækja; aðhaldslaus stefna í ríkis- fjármálum, sem á illa við í verðbólgu; og áhugaleysi stjórn- valda um að bregðast tímanlega við ört vaxandi skuldum. Yfir- völdin heyrðu í viðvörunarbjöll- unum, en þau kusu að skella skollaeyrum við þeim. Hvernig bönkunum og lánar- drottnum þeirra reiðir af, þegar upp er staðið, er að svo stöddu ekki gott að vita. En lánþegar þeirra og innstæðueigendur munu vafalítið þurfa að þola aukinn mun á innláns- og útlánsvöxtum á innlendum markaði í einangrun frá erlendri samkeppni. Banka- kreppu hefur áður verið leynt með því móti, án þess að það væri viðurkennt opinberlega; það var um svipað leyti og bankakreppan reið yfir Norðurlönd í upphafi tíunda áratugarins. Á þeim tíma afskrifuðu íslenzku ríkisbankarn- ir tapað lánsfé í svipuðum mæli í hlutfalli við landsframleiðslu og frændur okkar á Norðurlöndum. Þetta er ein margra ástæðna fyrir því, að innganga í Evrópusam- bandið með tilheyrandi vernd í samkeppnislöggjöf þess er mikil- væg fyrir Ísland. Íslenzkir bank- ar þarfnast samkeppni heima jafnt sem erlendis, þar sem þeir bjóða viðskiptavinum sínum umtalsvert betri kjör en þeir gera á Íslandi. Mun Ísland sökkva? Nei! Ekki misskilja orð mín: Grunn- stoðir íslenzks efnahagslífs eru býsna sterkar. Frá því landið fékk heimastjórn 1904 hefur lands- framleiðsla á mann fimmtánfald- azt. Í dag er landsframleiðsla á mann á Íslandi áþekk framleiðslu á mann í Danmörku, borið saman við helmingsmun Dönum í hag um aldamótin 1900 (sjá grein mína Þegar Ísland var Afríka hér í blaðinu 27. desember 2007). Það er rétt, að umskiptin á Íslandi kostuðu mikla verðbólgu um langt skeið, erlenda skulda- söfnun og rýrnandi fiskstofna. Á hinn bóginn hefur menntun og menningu þjóðarinnar fleygt fram. Mikil vinna hefur einnig stuðlað að örum vexti og viðgangi landsins. Líkt og Bandaríkjamenn þurfa Íslendingar enn sem endra- nær að vinna mun lengri vinnu- dag en flestar aðrar hátekjuþjóð- ir til að tryggja sér góð lífskjör og yfirvinna ýmsar sjálfskapaðar brotalamir í uppbyggingu og skipulagi efnahagslífsins og sóun, sem þessu fylgir. Aðild að Evr- ópusambandinu myndi stuðla að því að færa þessa misbresti til betri vegar. Þessi grein birtist fyrst á ensku í vefritinu www.voxeu.org 7. apríl 2008 og birtist hér með smávægi- legum breytingum í íslenzkri þýðingu Örnu Varðardóttur. Höfundurinn er prófessor í hagfræði í Háskóla Íslands, þýðandinn er hagfræðinemi í sama skóla. SIMPLY CLEVER FJÖLSKYLDUBÍLLINN SEM EYÐIR SVO MIKLU MIKLU MINNA. Skoda Octavia 1,9 TDI® - 4,9 lítrar á hundraðið Skoda Octavia er vandaður og ríkulega útbúinn verðlaunabíll í fullri stærð meðpláss fyrir alla fjölskylduna og rúmgott farangursrými. Nýja TDI® dísilvélin, skilarmiklu og jöfnu afli og býr yfir frábærum aksturseiginleikum. Skoðaðu Skoda Octavia - bílinn sem eyðir svo miklu miklu minna. HEKLA Laugavegi 172-174 · Sími 590 5000 · www.hekla.is · hekla@hekla.is Umboðsmenn HEKLU um land allt: Akureyri · Akranes · Ísafjörður · Reyðarfjörður · Reykjanesbær · Selfoss
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.