Fréttablaðið - 19.04.2008, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 19.04.2008, Blaðsíða 2
2 19. apríl 2008 LAUGARDAGUR VIÐSKIPTI Útlánsvextir Íbúðalána- sjóðs kunna að lækka allt niður í 4,6 prósent á mánudag. Vextir sjóðsins eru nú 5,5 prósent með uppgreiðslugjaldi og 5,75 prósent, án þess. Íbúðalánasjóður bauð í gær út íbúðabréf fyrir átta milljarða króna að nafnvirði. Niðurstöður útboðsins verða kunngjörðar á mánudagsmorgun. Greining Glitnis segir að þróun á ávöxtun- arkröfu frá seinasta útboði sjóðsins í desember, bendi til þess að sjóðurinn lækki útlánsvextina, um 0,4 til 0,9 prósentustig. Líklegast lækki þeir um 0,5 til 0,6 prósentustig. - ikh Breytingar hjá Íbúðalánasjóði: Búist við lækk- un útlánsvaxta Europris - ódýrt fyrir alla TILBOÐIN GILDA Í ÖLLUM VERSLUNUM EUROPRIS NÝ VERSLUN Í HAFNARFIRÐI að Tjarnarvöllum 11 COCA COLA - 33 CL 50 FJÖLDI O PNUNART ILBOÐA BRETLAND Að útrýma barnaklámi á Netinu væri viðráðanlegt verkefni ef lögregla, stjórnvöld og netfyrir- tæki um heim allan tækju höndum saman. Rannsóknir bresku samtakanna Internet Watch Foundation, sem fylgjast grannt með misnotkun Netsins, hafa leitt í ljós að á árinu 2007 var barnaklám að finna á 2.755 vefsetrum víða um heim. Þessi fjöldi hefur verið nokkuð stöðugur síðustu árin. „Við teljum að þetta sé viðráðan- legur fjöldi,“ segir Peter Robbins, framkvæmdastjóri samtakanna, í fréttatilkynningu á vefsíðu þeirra: „Samhæft átak á heimsvísu gegn þessum vefsetrum gæti fjarlægt þessar hryllilegu myndir af vefn- um og komið þeim, sem bera ábyrgð á þeim, í lögreglurannsókn.“ Þeir sem starfrækja þessi vefsetur hýsa þau einungis í skamman tíma á sama stað, skipta ört um hýsingarland og hýsingar- fyrirtæki. Erfitt er að stöðva starf- semi þeirra vegna þess hve flókið væri að samhæfa ólíkar reglur og starfshætti lögreglu- og dómsyfir- valda í mismunandi löndum. Með samhæfðu átæki mætti þó auðveld- lega vinna bug á þeim öllum, að mati samtakanna. Innan við eitt prósent af þessum vefsetrum eru hýst í Bretlandi, og þakka samtökin það nánu samstarfi sínu við bresk netfyrirtæki, sem loka vefsíðum nánast um leið og samtökin láta þau vita af þeim. - gb Bresk samtök segja innan við þrjú þúsund vefsíður birta barnaklám: Hægt að útrýma barnaklámi LÖGREGLUÞJÓNN Á SPÁNI RANNSAKAR BARNAKLÁM Á NETINU Viðráðanlegt verkefni að ráða niðurlögum barna- kláms á Netinu. NORDICPHOTOS/AFP IÐNAÐUR Ísland hefur bæði kosti og galla fyrir fyrirtæki sem vilja byggja netþjónabú, segir Henk Wiering, verkfræðingur hjá hollenska fyrirtækinu TCF, sem á og rekur netþjónabú víða um heim. TCF á hlut í eignarhaldsfélaginu Greenstone, ásamt bandaríska félaginu GEO og íslenska ráðgjafarfyrirtækinu Amicus Capital Invest. Í gær var undirrituð viljayfirlýsing um bygg- ingu netþjónabús í Ölfusi, eins og greint var frá í Fréttablaðinu. „Ísland getur verið paradís fyrir netþjónabú,“ segir Wiering. Viðskiptavinir netþjónabúa vilji vera umhverfisvænir, og víðast hvar annars staðar í heiminum þurfi að brenna olíu eða gasi til að knýja netþjónabúin áfram. Wiering neitar því þó ekki að lágt orkuverð spili inn í staðarval Green- stone. Gallarnir tengjast helst staðsetningu landsins, segir Wiering. Íslendingar verði að bæta við sæstrengjum til að flytja gögn með öruggum hætti. TCF geti vel hugsað sér að koma að uppsetn- ingu fleiri netþjónabúa verði nýr sæstrengur lagður til Norður-Ameríku. „Við vonumst til þess að koma upp nokkrum netþjónabúum, dreifðum um landið,“ segir Wiering. - bj Bæði kostir og gallar við netþjónabú á Íslandi segir hollenskur sérfræðingur: Fyrirtæki vilja græna ímynd VILJAYFIRLÝSING Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra ósk- aði Ólafi Áka Ragnarssyni, bæjarstjóra sveitarfélagsins Ölfuss, til hamingju. Milli þeirra stendur Henk Wiering frá TCF, en til hægri er Guðmundur Gunnarsson frá Farice. MYND/KRISTJÁN J. KRISTJÁNSSON FÓLK Starfsfólk markaðs- og við- skiptasviðs Glitnis ætlar að eyða helgi í maí á fimm stjörnu lúxus- hóteli í Cannes, á frönsku Rivíer- unni. Á bloggi eiginkonu háttsetts starfsmanns hjá Glitni kemur fram að ferðin sé „í boði Lárusar sem kenndur er við logsuðu“. Er þar augljóslega átt við Lárus Welding, forstjóra Glitnis, en eft- irnafn hans þýðir logsuða á ensku. Ritari Lárusar sagði í gær að úti- lokað væri að ná í hann þar sem hann væri erlendis á mikilvægum fundum. „Þessi hópur sem er að fara vann til verðlauna sem besta deild Glitnis á síðasta ári, og fyrir vikið var þeim lofað ferð til Frakk- lands,“ segir Már Másson, upplýs- ingafulltrúi bankans. Gengið var frá ferðinni á síðasta ári. „Þetta fólk hefur staðið sig gríð- arlega vel, þetta er mjög öflugur hópur sem við erum með á þessu sviði,“ segir Már. Algengt sé hjá íslenskum fyrirtækjum að starfs- fólk sé verðlaunað með sambæri- legum hætti. Hotel Martinez er á ströndinni í Cannes. Verð á herbergjum þar er á bilinu 40 þúsund krónur til 160 þúsund krónur fyrir nóttina. Þorsteinn Már Baldvinsson, sem tók við formennsku í stjórn Glitn- is í febrúar, hefur ítrekað lýst yfir að taka þurfi til í rekstrinum. Ekki fékkst viðtal við Þorstein í gær vegna Cannes-ferðarinnar en í Morgunblaðinu á fimmtudag sagði hann eftirfarandi vegna 510 millj- óna króna lokagreiðslu til eins yfirmanna bankans: „Þetta er hluti af því rugli sem hefur viðgengist í fjármálageiranum.“ Þrátt fyrir aðhalds- tón í máli stjórnarfor- mannsins ætla að minnsta kosti sumir starfsmenn Glitnis að halda áfram að njóta lífsins, að minnsta kosti ef marka má fyrr- greint blogg. „Eftir þrjár vikur ætla ég mér að njóta helgar úti í Cannes í mestu makindum og hamslausu nautna- lífi. Þar ætlum við að gista og ég hyggst nýta mér út í ystu æsar þjónustuna á Givency Spa, með kampavínsglas í annarri hendi og hina í höndunum á faglærðum handsnyrti,“ segir meðal annars á blogginu sem er ritað á ensku en hér er það þýtt af Fréttablað- inu. Bjarney Harðardótt- ir, yfirmaður mark- aðs- og viðskipta- deildar Glitnis, vildi ekki tjá sig um málið og vísaði á upplýs- ingafulltrúa bank- ans. gar@frettabladid.is Drekka kampavín á lúxushóteli í Cannes Starfsfólk markaðs- og viðskiptadeildar Glitnis eyðir helgi í maí á lúxushóteli á frönsku Rivíerunni. Eiginkona eins starfsmannsins segir ferðina í boði Lárusar Welding forstjóra. Verið að verðlauna bestu deild bankans í fyrra. LÁRUS WELDING Forstjóri Glitnis. HOTEL MARTINEZ Hér kostar nóttin 40 til 160 þúsund krónur. Draupnir, var þetta dýrmæt lexía? „Já, ég lærði mikið á þessu.“ Draupnir Rúnar Draupnisson kennara- nemi er í aðalhlutverki í nýju myndbandi við Eurovision-lagið This Is My Life en í því dansar hann og syngur eins og hann eigi lífið að leysa. SLYS Harður árekstur varð á móts við gatnamót Kringlumýrarbraut- ar og Listabrautar um miðjan dag í gær. Slysið varð með þeim hætti að ökumaður ók bíl sínum aftan á annan bíl sem hentist í gegnum grindverk á umferðareyju sem er meðfram Kringlumýrarbrautinni. Ökumenn birfeiðanna sluppu án teljandi meiðsla en bílarnir eru óökufærir. - ovd Árekstur á Kringlumýrarbraut: Keyrði í gegn- um grindverk GREITT FYRIR UMFERÐ Eins og sjá má skemmdist bíllinn mikið en lögreglu- menn greiddu fyrir umferð með því að færa bílinn til. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM RIVÍERAN Af svölunum blasir Rivíeran við í allri sinni dýrð. HEILSULIND Hér er hægt að láta líða úr sér með kampavínsglas í annarri hendinni á meðan handsnyrtir annast hina. VINNUMARKAÐUR Íslendingum á vinnumarkaði mun fjölga tiltölulega hægt á næstu árum og áratugum. Stórir árgangar hverfa af vinnumarkaði vegna aldurs og nýir árgangar sem koma í staðinn eru tiltölulega fámennir. Þetta kemur fram í ritinu Alþjóðavæð- ing vinnumarkaðarins sem Samtök atvinnulífsins gefa út. „Áætla má að miðað við þriggja prósenta árlegan hagvöxt að jafnaði muni minnst eitt þúsund erlendir starfsmenn flytja til landsins árlega á tímabilinu 2015- 2020 og allt að 1.500 árlega eftir það,“ segir í ritinu. - ghs Samtök atvinnulífsins: Erlent starfsfólk æ mikilvægara EFNALEKI Slökkvilið höfuðborgar- svæðisins var kallað að fyrirtæki í Grafarvogi um klukkan hálf eitt í fyrrinótt þar sem rör í kælikerfi fyrirtækisins hafði sprungið og freon lekið út. Þegar slökkvilið kom á vettvang hafði allt freon lekið út af kerfinu. Húsnæðið var því loftræst en starfsfólki hafði tekist að koma sér út enda lyktin af freoninu komið upp um lekann. - ovd Slökkvilið loftræsti fyrirtæki: Freonleki í Grafarvogi MINJAVERND Trébáturinn Örninn sem er annar tveggja skarsúðaðra báta sem Norðmenn færðu Íslendingum að gjöf á 1100 ára landnámsafmælinu 1974 er að grotna niður í Njarðvík. Örninn var færður Reykjavíkur- borg til varðveislu en hinn báturinn fór til Húsavíkur þar sem hann er á safni. Örninn mun aldrei hafa verið geymdur eða honum haldið við á eðlilegan hátt og var afar illa farinn þegar Reykjavíkur- borg gaf bátinn til Byggðasafnsins í Reykjanesbæ fyrir rúmum tveimur árum. Safnið átti að kosta viðgerðir á bátnum sem enn eru engar orðnar. - gar Illa hirt um norskan bát: Þjóðargjöf látin grotna niður ÖRNINN Sagt var frá komu Arnarins til Reykjanesbæjar á heimasíðu sveitarfé- lagsins. SPURNING DAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.