Fréttablaðið - 19.04.2008, Side 2

Fréttablaðið - 19.04.2008, Side 2
2 19. apríl 2008 LAUGARDAGUR VIÐSKIPTI Útlánsvextir Íbúðalána- sjóðs kunna að lækka allt niður í 4,6 prósent á mánudag. Vextir sjóðsins eru nú 5,5 prósent með uppgreiðslugjaldi og 5,75 prósent, án þess. Íbúðalánasjóður bauð í gær út íbúðabréf fyrir átta milljarða króna að nafnvirði. Niðurstöður útboðsins verða kunngjörðar á mánudagsmorgun. Greining Glitnis segir að þróun á ávöxtun- arkröfu frá seinasta útboði sjóðsins í desember, bendi til þess að sjóðurinn lækki útlánsvextina, um 0,4 til 0,9 prósentustig. Líklegast lækki þeir um 0,5 til 0,6 prósentustig. - ikh Breytingar hjá Íbúðalánasjóði: Búist við lækk- un útlánsvaxta Europris - ódýrt fyrir alla TILBOÐIN GILDA Í ÖLLUM VERSLUNUM EUROPRIS NÝ VERSLUN Í HAFNARFIRÐI að Tjarnarvöllum 11 COCA COLA - 33 CL 50 FJÖLDI O PNUNART ILBOÐA BRETLAND Að útrýma barnaklámi á Netinu væri viðráðanlegt verkefni ef lögregla, stjórnvöld og netfyrir- tæki um heim allan tækju höndum saman. Rannsóknir bresku samtakanna Internet Watch Foundation, sem fylgjast grannt með misnotkun Netsins, hafa leitt í ljós að á árinu 2007 var barnaklám að finna á 2.755 vefsetrum víða um heim. Þessi fjöldi hefur verið nokkuð stöðugur síðustu árin. „Við teljum að þetta sé viðráðan- legur fjöldi,“ segir Peter Robbins, framkvæmdastjóri samtakanna, í fréttatilkynningu á vefsíðu þeirra: „Samhæft átak á heimsvísu gegn þessum vefsetrum gæti fjarlægt þessar hryllilegu myndir af vefn- um og komið þeim, sem bera ábyrgð á þeim, í lögreglurannsókn.“ Þeir sem starfrækja þessi vefsetur hýsa þau einungis í skamman tíma á sama stað, skipta ört um hýsingarland og hýsingar- fyrirtæki. Erfitt er að stöðva starf- semi þeirra vegna þess hve flókið væri að samhæfa ólíkar reglur og starfshætti lögreglu- og dómsyfir- valda í mismunandi löndum. Með samhæfðu átæki mætti þó auðveld- lega vinna bug á þeim öllum, að mati samtakanna. Innan við eitt prósent af þessum vefsetrum eru hýst í Bretlandi, og þakka samtökin það nánu samstarfi sínu við bresk netfyrirtæki, sem loka vefsíðum nánast um leið og samtökin láta þau vita af þeim. - gb Bresk samtök segja innan við þrjú þúsund vefsíður birta barnaklám: Hægt að útrýma barnaklámi LÖGREGLUÞJÓNN Á SPÁNI RANNSAKAR BARNAKLÁM Á NETINU Viðráðanlegt verkefni að ráða niðurlögum barna- kláms á Netinu. NORDICPHOTOS/AFP IÐNAÐUR Ísland hefur bæði kosti og galla fyrir fyrirtæki sem vilja byggja netþjónabú, segir Henk Wiering, verkfræðingur hjá hollenska fyrirtækinu TCF, sem á og rekur netþjónabú víða um heim. TCF á hlut í eignarhaldsfélaginu Greenstone, ásamt bandaríska félaginu GEO og íslenska ráðgjafarfyrirtækinu Amicus Capital Invest. Í gær var undirrituð viljayfirlýsing um bygg- ingu netþjónabús í Ölfusi, eins og greint var frá í Fréttablaðinu. „Ísland getur verið paradís fyrir netþjónabú,“ segir Wiering. Viðskiptavinir netþjónabúa vilji vera umhverfisvænir, og víðast hvar annars staðar í heiminum þurfi að brenna olíu eða gasi til að knýja netþjónabúin áfram. Wiering neitar því þó ekki að lágt orkuverð spili inn í staðarval Green- stone. Gallarnir tengjast helst staðsetningu landsins, segir Wiering. Íslendingar verði að bæta við sæstrengjum til að flytja gögn með öruggum hætti. TCF geti vel hugsað sér að koma að uppsetn- ingu fleiri netþjónabúa verði nýr sæstrengur lagður til Norður-Ameríku. „Við vonumst til þess að koma upp nokkrum netþjónabúum, dreifðum um landið,“ segir Wiering. - bj Bæði kostir og gallar við netþjónabú á Íslandi segir hollenskur sérfræðingur: Fyrirtæki vilja græna ímynd VILJAYFIRLÝSING Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra ósk- aði Ólafi Áka Ragnarssyni, bæjarstjóra sveitarfélagsins Ölfuss, til hamingju. Milli þeirra stendur Henk Wiering frá TCF, en til hægri er Guðmundur Gunnarsson frá Farice. MYND/KRISTJÁN J. KRISTJÁNSSON FÓLK Starfsfólk markaðs- og við- skiptasviðs Glitnis ætlar að eyða helgi í maí á fimm stjörnu lúxus- hóteli í Cannes, á frönsku Rivíer- unni. Á bloggi eiginkonu háttsetts starfsmanns hjá Glitni kemur fram að ferðin sé „í boði Lárusar sem kenndur er við logsuðu“. Er þar augljóslega átt við Lárus Welding, forstjóra Glitnis, en eft- irnafn hans þýðir logsuða á ensku. Ritari Lárusar sagði í gær að úti- lokað væri að ná í hann þar sem hann væri erlendis á mikilvægum fundum. „Þessi hópur sem er að fara vann til verðlauna sem besta deild Glitnis á síðasta ári, og fyrir vikið var þeim lofað ferð til Frakk- lands,“ segir Már Másson, upplýs- ingafulltrúi bankans. Gengið var frá ferðinni á síðasta ári. „Þetta fólk hefur staðið sig gríð- arlega vel, þetta er mjög öflugur hópur sem við erum með á þessu sviði,“ segir Már. Algengt sé hjá íslenskum fyrirtækjum að starfs- fólk sé verðlaunað með sambæri- legum hætti. Hotel Martinez er á ströndinni í Cannes. Verð á herbergjum þar er á bilinu 40 þúsund krónur til 160 þúsund krónur fyrir nóttina. Þorsteinn Már Baldvinsson, sem tók við formennsku í stjórn Glitn- is í febrúar, hefur ítrekað lýst yfir að taka þurfi til í rekstrinum. Ekki fékkst viðtal við Þorstein í gær vegna Cannes-ferðarinnar en í Morgunblaðinu á fimmtudag sagði hann eftirfarandi vegna 510 millj- óna króna lokagreiðslu til eins yfirmanna bankans: „Þetta er hluti af því rugli sem hefur viðgengist í fjármálageiranum.“ Þrátt fyrir aðhalds- tón í máli stjórnarfor- mannsins ætla að minnsta kosti sumir starfsmenn Glitnis að halda áfram að njóta lífsins, að minnsta kosti ef marka má fyrr- greint blogg. „Eftir þrjár vikur ætla ég mér að njóta helgar úti í Cannes í mestu makindum og hamslausu nautna- lífi. Þar ætlum við að gista og ég hyggst nýta mér út í ystu æsar þjónustuna á Givency Spa, með kampavínsglas í annarri hendi og hina í höndunum á faglærðum handsnyrti,“ segir meðal annars á blogginu sem er ritað á ensku en hér er það þýtt af Fréttablað- inu. Bjarney Harðardótt- ir, yfirmaður mark- aðs- og viðskipta- deildar Glitnis, vildi ekki tjá sig um málið og vísaði á upplýs- ingafulltrúa bank- ans. gar@frettabladid.is Drekka kampavín á lúxushóteli í Cannes Starfsfólk markaðs- og viðskiptadeildar Glitnis eyðir helgi í maí á lúxushóteli á frönsku Rivíerunni. Eiginkona eins starfsmannsins segir ferðina í boði Lárusar Welding forstjóra. Verið að verðlauna bestu deild bankans í fyrra. LÁRUS WELDING Forstjóri Glitnis. HOTEL MARTINEZ Hér kostar nóttin 40 til 160 þúsund krónur. Draupnir, var þetta dýrmæt lexía? „Já, ég lærði mikið á þessu.“ Draupnir Rúnar Draupnisson kennara- nemi er í aðalhlutverki í nýju myndbandi við Eurovision-lagið This Is My Life en í því dansar hann og syngur eins og hann eigi lífið að leysa. SLYS Harður árekstur varð á móts við gatnamót Kringlumýrarbraut- ar og Listabrautar um miðjan dag í gær. Slysið varð með þeim hætti að ökumaður ók bíl sínum aftan á annan bíl sem hentist í gegnum grindverk á umferðareyju sem er meðfram Kringlumýrarbrautinni. Ökumenn birfeiðanna sluppu án teljandi meiðsla en bílarnir eru óökufærir. - ovd Árekstur á Kringlumýrarbraut: Keyrði í gegn- um grindverk GREITT FYRIR UMFERÐ Eins og sjá má skemmdist bíllinn mikið en lögreglu- menn greiddu fyrir umferð með því að færa bílinn til. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM RIVÍERAN Af svölunum blasir Rivíeran við í allri sinni dýrð. HEILSULIND Hér er hægt að láta líða úr sér með kampavínsglas í annarri hendinni á meðan handsnyrtir annast hina. VINNUMARKAÐUR Íslendingum á vinnumarkaði mun fjölga tiltölulega hægt á næstu árum og áratugum. Stórir árgangar hverfa af vinnumarkaði vegna aldurs og nýir árgangar sem koma í staðinn eru tiltölulega fámennir. Þetta kemur fram í ritinu Alþjóðavæð- ing vinnumarkaðarins sem Samtök atvinnulífsins gefa út. „Áætla má að miðað við þriggja prósenta árlegan hagvöxt að jafnaði muni minnst eitt þúsund erlendir starfsmenn flytja til landsins árlega á tímabilinu 2015- 2020 og allt að 1.500 árlega eftir það,“ segir í ritinu. - ghs Samtök atvinnulífsins: Erlent starfsfólk æ mikilvægara EFNALEKI Slökkvilið höfuðborgar- svæðisins var kallað að fyrirtæki í Grafarvogi um klukkan hálf eitt í fyrrinótt þar sem rör í kælikerfi fyrirtækisins hafði sprungið og freon lekið út. Þegar slökkvilið kom á vettvang hafði allt freon lekið út af kerfinu. Húsnæðið var því loftræst en starfsfólki hafði tekist að koma sér út enda lyktin af freoninu komið upp um lekann. - ovd Slökkvilið loftræsti fyrirtæki: Freonleki í Grafarvogi MINJAVERND Trébáturinn Örninn sem er annar tveggja skarsúðaðra báta sem Norðmenn færðu Íslendingum að gjöf á 1100 ára landnámsafmælinu 1974 er að grotna niður í Njarðvík. Örninn var færður Reykjavíkur- borg til varðveislu en hinn báturinn fór til Húsavíkur þar sem hann er á safni. Örninn mun aldrei hafa verið geymdur eða honum haldið við á eðlilegan hátt og var afar illa farinn þegar Reykjavíkur- borg gaf bátinn til Byggðasafnsins í Reykjanesbæ fyrir rúmum tveimur árum. Safnið átti að kosta viðgerðir á bátnum sem enn eru engar orðnar. - gar Illa hirt um norskan bát: Þjóðargjöf látin grotna niður ÖRNINN Sagt var frá komu Arnarins til Reykjanesbæjar á heimasíðu sveitarfé- lagsins. SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.