Fréttablaðið - 19.04.2008, Blaðsíða 40
[ ]
Bílskúrinn - Hjólbarðar
Góðir hjólbarðar eru nokkuð
afstætt hugtak en hvað varðar
áhrif á heilsu okkar þá eru nagla-
dekkin skaðlegust. Rannsóknir
hafa leitt í ljós að harðkornadekk
hafa álíka viðmót og hemlunar-
lengd og nagladekk við svipuð
skilyrði. Góð vetrardekk geta
gert sama gagn.
Ákvörðun um kaup á nagla-
dekkjum ætti því aðeins að vera
tekin að vandlega íhuguðu máli.
Staðreynd er að svifryksmengun
orsakast m.a. af því að nagla-
dekkin spæna upp malbikið.
Svifryk eru örsmáar agnir sem
geta skaðað lungu okkar mjög
alvarlega, valdið astma, ofnæmi,
bronkítis og jafnvel lungna-
krabba. Einnig ber að hafa í huga
að sum dekk innihalda ekki PAH-
olíur í slitfleti dekksins þó að öll
dekk innihaldi PAH-olíur í innri
hluta hjólbarðans sjálfs.
Þegar þú þarft að losa þig við
gömul dekk getur þú skilað þeim
í endurvinnslu. Það er endur-
vinnslugjald á dekkjum, sem
þýðir að þegar dekk eru keypt er
búið að borga fyrir endurvinnslu
þeirra. Gömul dekk eru oft end-
urnýtt í hellur og rólur.
Meira um bílinn og alla hluti í bílskúrnum á:
http://www.natturan.is/husid/1257/
GÓÐ RÁÐ
fyrir þig og umhverfið
Náttúran.is – vefur með umhverfisvitund
Nýlega frumsýndi Brimborg nýj-
an Jumper-sendibíl frá Citroën.
Nýi Jumperinn verður fáanlegur í
tveimur lengdum og útbúinn sam-
bærilegum öryggisbúnaði og þæg-
indum og eru í fólksbílum.
Citroën Jumper er flokkaður í
hóp stærri sendibíla og þykir hag-
kvæmur í rekstri þar sem vélin
eyðir aðeins um 6,8 lítrum í lang-
keyrslu og 8,2 innanbæjar.
Sendibíllinn er með afkastamik-
illi hundrað hestafla 2,2 lítra túrbó-
dísilvél sem nær allt að 250 Nm
togi. Jumper er öruggur sendibíll
og búinn öryggispúðum, meðal ann-
ars í stýri og mælaborði.
Hemlakerfi nýja bílsins hefur
verið endurhannað til þess að auka
skilvirkni, endingu og áreiðanleika.
Við öll sæti eru þriggja punkta
hæðarstillanleg öryggisbelti með
rafstýrðum bílbeltastrekkjurum.
Jumper er með stöðug-
leikastýringu,
spólvörn og
ABS með
EBD-hemla-
jöfnun og
EBA-hjálp-
arhemlun.
- mmr
Sendibíll
frá Citroën
Langferðir geta verið þreytandi fyrir yngstu ferða-
langana. Farið í spurningaleiki um örnefnin í kring og
bjóðið ís í verðlaun fyrir rétt svör.
Sumardekk – hjólbarðaþjónusta
Sumar- og heilsársdekk fyrir allar gerðir fólksbíla og jeppa.
Hagstætt verð og traust þjónusta.
Reykjavík Akureyri
Tangarhöfða 15 : 587 5810 Réttarhvammi 1 : 464 7900
Vagnhöfða 6 : 577 3080
www.alorka.is
P
IP
A
R
•
S
ÍA
•
8
07
53
Við tökum vel á móti þér
á þjónustustöðvum okkar!
Umboðsaðili fyrir Bridgestone hjólbarða
Japan/U.S.A.
STÝRISENDAR,
SPINDILKÚLUR
OG FÓÐRINGAR
í jeppa í miklu úrvali
Vagnhöfða 7
110 Reykjavík
Sími: 517 5000
Tómstundahúsið • Nethyl 2
sími 5870600 • www.tomstundahusid.is
Fjarstýrðir bensínbílar
í miklu úrvali.
Hringdu í síma
ef blaðið berst ekki