Fréttablaðið - 19.04.2008, Page 72

Fréttablaðið - 19.04.2008, Page 72
44 19. apríl 2008 LAUGARDAGUR S töð 2 Sport 2 mun í sam- vinnu við KSÍ fram- leiða sjónvarpsþætti um tíu bestu knatt- spyrnumenn Íslands frá 1946-2008. Byrjað verður að sýna þættina, sem verða í umsjá Arnars Björnssonar, í maí og mun sýningum ljúka í lok júlí. Að þeim loknum gefst almenningi kostur á að velja besta knatt- spyrnumann Íslands á visir.is. Sjö manna dómnefnd valdi tuttugu leikmenn og almenningur kaus síðan á visir.is um hvaða tíu leikmenn fá þann heiður að fá heil- an sjónvarpsþátt um sig. Í október verður síðan galaveisla þar sem valinn verður besti knattspyrnu- maður Íslands. Nú er orðið ljóst hvaða tíu leikmenn koma til greina sem sá besti. Það er vissulega erf- itt að bera saman afrek íslenskra knattspyrnumanna á mismunandi tímum því óhætt er að segja að við vitum meira um frammistöðu Eiðs Smára Guðjohnsen, sem er á skján- um í hverjum leik, en Albert Guð- mundsson sem Íslendingar sáu aldrei spila með sínu liði þegar hann var upp á sitt besta. Glæsileg- ir fulltrúar íslenskrar knattspynu í gegnum tíðina skipa þennan tíu manna lista en nánari útlistun á þeim má finna hér. Þeir leikmenn sem fengu ekki náð fyrir augum lesenda visir.is voru eftirtaldir í stafrófsröð: Arnar Gunnlaugsson, Ellert B. Schram, Eyjólfur Sverrisson, Her- mann Gunnarsson, Hermann Hreiðarsson, Ingi Björn Alberts- son, Jóhannes Eðvaldsson, Pétur Ormslev, Teitur Þórðarson og Þórólfur Beck. - óój RÚNAR KRISTINSSON Fæddur: 5. september 1969 Leikstaða: Miðjumaður Félög: KR, Örgryte IS, Lilleström, Lokeren. Landsleikir/mörk: 104/3 (1987- 2004) - Fyrstur til þess að spila 100 A-lands- leiki, með 3-0 sigri á Litháum 11. júní 2003 - Lék alls 143 landsleiki fyrir öll lið - Varð bikarmeistari með KR 1994 - Lék sinn síðasta landsleik í 2-0 sigri á Ítölum 2004 - Var kosinn besti leikmaðurinn í Nor- egi 1999 af öðrum leikmönnum Vissir þú? Rúnar fékk flest atkvæði í kjöri úrvalsliðs bestu leikmanna Lokeren í hundrað ára sögu félagsins. Rúnar lék með félaginu í sjö ár og á þeim tíma lék hann 192 deildarleiki og skoraði í þeim 39 mörk. SIGURÐUR JÓNSSON Fæddur: 27. september 1966 Leikstaða: Miðjumaður Félög: ÍA, Sheffield Wednesday, Barnsley, Arsenal, Örebro SK, Dundee United. Landsleikir/mörk: 65/3 (1983-1999) - Sigurður varð tvöfaldur meistari með ÍA 1983 og 1984. - Vann alls sex Íslandsmeistaratitla með Skagamönnum - Var kosinn Knattspyrnumaður ársins 1993 þegar Skagamenn unnu tvöfalt og skoruðu 72 mörk í 22 deildar- og bikarleikjum. - Kaupverð Arsenal á honum í júlí 1989 var 475.000 pund og ákveðið fyrir sérstökum dómstóli - Lék tvo leiki með Arsenal þegar liðið varð Englandsmeistari 1990/91 en lék ekki nógu marga leiki til að fá verðlaunapening Vissir þú? Sigurður varð yngsti lands- liðsmaður Íslands frá upphafi þegar hann kom inn á í landsleik gegn Möltu á Laugardalsvellinum 5. júní 1983. Sigurður var þá aðeins 16 ára og 251 dags gamall og sló þarna met Ásgeirs Sigurvinssonar frá 1972. GUÐNI BERGSSON Fæddur: 21. júlí 1965 Leikstaða: Varnarmaður Félög: Valur, Tottenham, Bolton. Landsleikir/mörk: 80/1 (1984-2003) - Var 30 sinnum fyrirliði íslenska landsliðsins - Varð tvisvar Íslandsmeistari með Val 1985 og 1987 - Vann sína þrjá síðustu leiki á ferlinum, 1 með Bolton og 2 með landsliðunu - Spilaði alls 270 deildarleiki með Bolton - Ísland vann 3-0 sigur á útivelli á Lit- háen í síðasta landsleiknum hans og jafnframt síðasta leiknum á ferlinum - Átti leikjamet landsliðsins 1997- 1999 Vissir þú? Guðni er sá íslenski leikmaður sem hefur komist næst því að spila bikarúrslitaleik á Wembley en hann sat á bekknum allan tímann þegar Tottenham varð bikarmeistari 1991. Tottenham vann Nottingham Forest 2-1 í úrslitaleiknum. ÁSGEIR SIGURVINSSON Fæddur: 8. maí 1955 Leikstaða: Miðjumaður Félög: ÍBV, Standard Liège, Bayern München og Stuttgart. Landsleikir/mörk: 45/5 (1972-1989) - Þýskalandsmeistari 1984 og skoraði þá ellefu mörk í 32 leikjum - Var kosinn besti leikmaður deildar- innar af öðrum leikmönnum 1984 - Varð bikarmeistari í Belgíu 1981 - Mætti Maradona í úrslitaleikjum UEFA-bikarsins 1989 en Stuttgaert tapaði fyrir Napoli 4-5 samanlagt. - Spilaði 60 Evrópuleiki á ferlinum og skoraði 12 mörk - Íþróttamaður ársins í tvígang 1974 og 1984 Vissir þú? Ásgeir er sá Íslendingur sem hefur komist næst þvi að spila úrslitaleik í Evrópukeppni meistara- liða en hann sat á bekknum í 0-1 tapi Bayern München fyrir Aston Villa í úrslitaleiknum sem fram fór 26. maí 1982 í Rotterdam í Hollandi. EIÐUR S. GUÐJOHNSEN Fæddur: 15. september 1978 Leikstaða: Framherji/miðjumaður Félög: Valur, PSV, KR, Bolton, Chel- sea, Barcelona. Landsleikir/mörk: 50/20 (1996-) - Varð Englandsmeistari með Chelsea tvö ár í röð, 2005 og 2006 _ Lék við hlið Brasilíumannsins Ron- aldo í framlínu PSV - Kom inn á fyrir föður sinn í sínum fyrsta landsleik 1996 - Skoraði 23 mörk fyrir Chelsea tíma- bilið 2001-2002 - Er markahæsti Íslendingurinn í Meistaradeildinni frá upphafi með átta mörk Vissir þú? Eiður Smári er dýrasti knattspyrnumaður Íslands frá upphafi en Barcelona keypti hann fyrir átta milljónir enskra punda frá Chelsea, um 1.100 milljónir íslenskra króna á þeim tíma. Chelsea hafði keypt Eið á fimm milljónir punda frá Bolton. Fæddur: 27. júní 1959 Leikstaða: Framherji Landsleikir/mörk: 41/11 (1978-90) Félög: ÍA, Feyenoord, Anderlecht, Royal Antwerp, Hércules CF, KR, Tindastóll. - Skoraði tvö mörk í 3-1 sigri Feyen- oord á Ajax í bikarúrslitum 1980 - Skoraði 49 mörk í 88 deildarleikjum með Feyenoord - Tryggvi ÍA tvisvar bikarinn með sig- urmarki í úrslitaleik, 1978 og 1986 - Varð fyrsti Íslendingurinn til þess að spila í spænsku 1. deildinni - Skoraði 35 mörk í 35 deildarleikjum á sínum tveimur fyrstu alvöru tímabil- um með ÍA Vissir þú? Pétur á bæði markamet Íslendinga á tímabili heima og erlendis. Hann varð sá fyrsti sem skoraði 19 mörk í íslensku deildinni 1978 og enginn hefur skorað fleiri deildarmörk á tímabil en Pétur gerði í hollensku deildinni 1979-1980 en Pétur skoraði þá 23 mörk í 33 leikjum. Hver er sá besti? PÉTUR PÉTURSSON Tíu knattspyrnumenn koma til greina sem Besti knattspyrnumaður Íslands frá 1946-2008. Feðgarnir Arnór og Eiður Smári Guðjohnsen eru báðir á listan- um. Fram undan eru sjónvarpsþættir á Stöð 2 Sport 2 um hvern og einn. ARNÓR GUÐJOHNSEN Fæddur: 30. apríl 1961 Leikstaða: Framliggjandi miðjumaður Landsleikir/mörk: 73/14 (1979-97) Félög: Víkingur, SK Lokeren, Ander- lecht, Bordeaux, BK Häcken, Örebro SK, Valur, Stjarnan. - Skoraði fernu með landsliðinu gegn Tyrkjum 17. júlí 1991 - Varð Belgíumeistari þrjú ár í röð 1985-87 - Varð belgískur bikarmeistari tvö ár í röð 1988-89 - Varð markakóngur og kosinn bestur í Belgíu 1987 er hann skoraði 19 mörk í 34 leikjum - Spilaði til úrslita í Evrópukeppni bikarhafa 1990 Vissir þú? Arnór náði fyrstur Íslend- inga 500 deildarleikjum, með Val í 1. deildinni sumarið 2000. Arnór lék alls 523 deildarleiki á ferlinum, þar af 458 þeirra í efstu deild. Arnór skoraði 138 mörk í þessum leikjum. ALBERT GUÐMUNDSSON Fæddur: 5. október 1923 (Dó 7. apríl 1994) Leikstaða: Framliggjandi miðjumaður Félög: Valur, Glasgow Rangers, Ars- enal, Nancy, AC Milan, Racing Club, Nice, ÍBH. Landsleikir/mörk: 6/2 (1946-1958) - Skoraði mörk Íslands í 2-4 ósigri gegn Norðmönnum 1947 - Fékk viðurnefnið Hvíta perlan í Frakklandi - Lék með AC Milan veturinn 1948-49 - Var formaður KSÍ 1968-1973 Vissir þú? Albert var fyrsti Íslending- urinn til þess að spila bikarúrslitaleik þegar hann lék um franska bikarinn með Racing Club de Paris 14. maí 1950 á Ólympíuleikvanginum í Colombes fyrir framan 61.722 áhorf- endur. Racing tapaði leiknum 0-2 fyrir Stade de Reims þar sem bæði mörkin komu á síðustu níu mínútunum. RÍKHARÐUR JÓNSSON Fæddur: 12. nóvember 1929 Leikstaða: Framherji Landsleikir/mörk: 33/17 (1947- 1965) Félög: ÍA og Fram - 24 sinnum fyrirliði landsliðsins - Lék alla landsleiki Íslands í þrettán ár frá 1947-1960 - Átti markamet íslenska landsliðsins í 58 ár, 1949-2007, þar af einn frá 1951-2006 - Skoraði fjögur mörk gegn Svíum 29. júní 1951 - Vann sjö Íslandsmeistaratitla, þar af fimm sem spilandi þjálfari - Varð markakóngur Íslandsmótsins fimm ár í röð Vissir þú? Ríkharður náði því þrisvar sinnum að vera allt í senn þjálfari, fyrirliði og markahæsti leikmaður í Íslandsmeistaraliði Skagamanna. Þessu náði hann árin 1951, 1953 og 1954. ATLI EÐVALDSSON Fæddur: 3. mars 1957 Leikstaða: Miðjumaður Félög: Valur, Dortmund, Fortuna Düsseldorf, Bayer Uerdingen, Genc- lerbirligi, KR og HK. Landsleikir/mörk: 70/8 (1976-1991) - Var 31 sinni fyrirliði íslenska lands- liðsins sem er met - Annar markahæstur í vestur-þýsku Bundesligunni 1983 með 21 mark - Skoraði 5 mörk í 5-1 sigri Fortuna Düsseldorf á Frankfurt 4. júní 1983 - Varð tvisvar Íslandsmeistari með Val, 1976 og 1978. - Náði þriðja sæti í Bundesligunni með Bayer Uerdingen 1986 Vissir þú? Atli er markahæsti leik- maður Íslands í þýsku Bundesligunni en hann skoraði alls 59 mörk í 224 leikjum fyrir Borussia Dortmund, For- tuna Düsseldorf og Bayer Uerdingen frá 1980-1988.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.