Fréttablaðið - 19.04.2008, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 19.04.2008, Blaðsíða 26
26 19. apríl 2008 LAUGARDAGUR UMMÆLI VIKUNNAR,, U MÆLI VIKUN AR ,, stjornmal@frettabladid.is nánar á visir.is Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, hefur lagt fram fyrirspurn á þingi til forsætisráðherra um samskipti ríkisstjórn- ar og Seðlabanka. Spyr hann hvernig þeim samskiptum hafi verið háttað undanfarna mánuði og vill vita hve margir fundir – formlegir og óformlegir – hafi verið haldnir og hvort bréf eða orðsendingar hafi gengið á milli. Þá spyr hann hvort rétt sé að ríkisstjórnin hafi fyrir nokkrum mánuðum hafnað eða ekkert gert með beiðni frá Seðlabankanum um að auka gjaldeyrisvaraforðann. „Ég spyr af gefnu tilefni því það hefur verið þrálátur orðrómur á kreiki um að samskiptin séu ekki í lagi og að ríkisstjórnin hafi ekkert gert með ósk bankans um að gjald- eyrisvaraforðinn verði aukinn,“ sagði Steingrímur í samtali við Fréttablaðið. Hann kveðst ekki hafa staðfestar heimildir fyrir að bankinn hafi óskað eftir að gjaldeyrisvaraforðinn verði aukinn en rétt sé að leyfa Geir H. Haarde að svara þessum þráláta orðrómi. Svars má vænta á næstunni. BLESSAÐUR Oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn og formaður Framsóknarflokks- ins hittust í Ráðhúsinu í Reykjavík í vikunni. Báðir brostu þeir breitt og vinkuðu. Guðni Ágústsson var í Ráðhúsinu til að hitta Ólaf F. Magnússon borgarstjóra. Skærur Ólafs og Óskars Bergssonar voru til umræðu og voru sverðin slíðruð. RÉTTABLAÐIÐ/GVA „Ég vil lýsa ánægju með að þetta frumvarp er komið fram hér. Mér sýnist að það sé þesslegt að óhætt sé að styðja það. Þó vil ég hafa einhvern fyrirvara á því þar sem ég hef ekki kynnt mér málið til hlítar.“ Valgerður Sverrisdóttir, Framsóknarflokki. „..................................................................................... .............“ Guðný Hrund Karlsdóttir Samfylkingunni. Ljóst er að helsta ætlunarverk ríkisstjórnar Sjálf- stæðisflokks og Samfylkingar hefur mistekist. Og það hrapalega. Strax í annarri línu stefnuyfirlýsingar stjórn- arinnar segir að flokkarnir hafi einsett sér að mynda frjálslynda umbótastjórn um kraftmikið efnahagslíf. Ég endurtek: kraftmikið efnahagslíf. Ekki nóg með það. Hvers vegna að stoppa við að stefna að kraftmiklu efnahagslífi, hafa þau Geir og Ingibjörg sjálfsagt sagt í góða veðrinu á Þingvöllum í fyrra. Hvers vegna ekki að hafa markmiðin skýr og háleit? Og það varð ofaná. Í Þingvallaskjalinu stendur: „Eitt brýnasta verkefni nýrrar ríkisstjórnar er að tryggja stöðugleika í efnahagslífinu í þágu heimila og atvinnulífs. Markmið hagstjórnarinnar er að tryggja lága verðbólgu, lágt vaxtastig, betra jafnvægi í utanríkis- viðskiptum, jafnan og öflugan hagvöxt og áframhaldandi trausta stöðu ríkissjóðs.“ Þetta var á Þingvöllum 23. maí 2007. Og hver er svo reyndin? Ekki hefur verið jafnmikil verðbólga á Íslandi í næstum tuttugu ár. Vextirnir eru svimandi háir. Gríðarlegur halli er á vöruskiptum við útlönd. Hagvöxtur er lítill og spárnar dræmar. Tekjur ríkissjóðs munu dragast saman um milljarðatugi á næstu árum. Já, og svo var það stöðugleikinn. Hvað er aftur stöðugleiki? Ingibjörg Sólrún hefur nokkrum sinnum sagt að bróðurparti stefnumála stjórnarinnar hafi þegar verið hrint í framkvæmd. Fyrirheitin um efnahags- lífið eru ekki í þeim flokki. Vitaskuld er einungis tæpur fjórðungur kjörtíma- bilsins að baki og ríkisstjórnin hefur svo sem tíma til að reyna að snúa stöðunni sér - og þjóðinni - í hag. En þangað til það gerist verður hún reglulega minnt á fyrirheitin fögru. VIKA Í PÓLITÍK BJÖRN ÞÓR SIGBJÖRNSSON Þingvöllum, vorið 2007 Ásta Möller, þingmaður Sjálf- stæðisflokksins, var á dögunum kjörin í framkvæmdastjórn Alþjóðaþingmannasambandsins. Ásta lagði þýska þingkonu í kosningu í landahópi vestrænna lýðræðisríkja og er annar Íslendingurinn til að setjast í framkvæmdastjórnina. Geir H. Haarde sat í stjórninni á árunum 1994-1998. Alþjóðaþingmanna- sambandið var stofnað 1889 en Alþingi varð aðili 1951. Ásta kjörin í framkvæmdastjórn ÁSTA MÖLLER OG MBEKI FORSETI SUÐUR-AFRÍKU Þing Alþjóðaþing- mannasambandsins fór fram í Suður- Afríku í vikunni. BJARGRÁÐASJÓÐUR LAGÐUR NIÐUR Bjargráðasjóður heyrir sögunni til, verði frumvarp samgönguráðherra þar um að lögum. Bjargráðasjóður var stofnaður 1913 í þeim tilgangi að koma til hjálpar landsmönnum í hallæri eða til að afstýra því, eins og segir í greinar- gerð. Í lögum um sjóðinn er hallæri skilgreint svo að sveitarfélag verði svo illa statt að það megni ekki af eigin rammleik að forða mönnum og skepnum við harðrétti eða felli. Í greinargerðinni segir einnig að skyldur til að mæta áföllum hafi verið lagðar á herðar annarra, til dæmis með lögum um félagsþjónustu, Viðlagatryggingu Íslands, Trygginga- sjóði sjálfstætt starfandi einstaklinga og Atvinnuleysistryggingasjóði. Því sé ekki lengur þörf fyrir starfsemina. Erla Ósk Ásgeirsdóttir, varaþingmaður Sjálfstæðis- flokksins, segir mikilvægt að íslensk stjórnvöld mót- mæli mannréttindabrotum kínverskra stjórnvalda og verði ekki við opnun og setningu Ólympíuleikanna í Peking í ágúst. Hún bjó í Peking og sá sjálf hvernig stjórnvöld brjóta á fólki í skjóli leikanna. Erla tók sæti á Alþingi í vikunni og lét það verða sitt fyrsta verk að spyrja flokkssystur sína, Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur mennta- málaráðherra, hvort hún hefði endurskoðað fyrri ákvörðun um að vera við setningu Ólympíuleik- anna. Svarið var einfalt; það hefur ráðherrann ekki gert. „Ég spurði hana vegna þess að við, ungir sjálfstæðismenn, erum talsmenn þess að þegnar njóti borgaralegra og stjórnmálalegra réttinda,“ segir Erla Ósk, sem er formaður Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík. Þó að svarið hafi ekki verið það sem Erla vonaðist eftir telur hún baráttuna ekki vonlausa. „Ég bað hana að endurskoða ákvörðun sína og vona að hún breyti um afstöðu á endanum. En ég bað hana jafn- framt – kjósi hún að fara – að ræða þá mannréttindamál við kínverska ráðamenn og hún sagðist tilbúin að skoða það. Við stígum þá eitt skref í rétt átt,“ segir Erla, sem telur að Íslendingar sem þjóð eigi ekki að gefa afslátt af kröfum um mannréttindi annarra. Það vafðist ekki fyrir Erlu að gagnrýna ráðherra eigin flokks. „Mér fannst mjög eðlilegt að taka þetta upp enda höfum við dýr- mætt frelsi til að gagnrýna eigið forystufólk. Þó að spurningin kunni að hafa verið erfið fagnaði Þorgerður henni og svaraði af fullri hreinskilni eins og alvöru stjórnmálamenn gera.“ Fyrirspurnin kom í kjölfar nýlegrar ályktunar Sambands ungra sjálfstæðismanna þar sem stjórnmálamenn eru hvattir til að sniðganga opnunar- og lokunar- hátíð Ólympíuleikanna og sýna þannig andstöðu við meðferð kín- verskra stjórnvalda á þegnum sínum. „Í Kína ríkir alræðisstjórn sem skeytir litlu um mannréttindi og velferð íbúa sinna,“ segir í ályktuninni og enn fremur að aðgerðirnar gegn Tíbet að undan- förnu sýni hversu rangt það hafi verið hjá Alþjóða Ólympíunefnd- inni að velja Peking sem mótsstað leikanna. Erla bjó í Peking fyrir nokkrum árum og vann í íslenska sendiráð- inu þar í borg. Þá sá hún sjálf hvernig kínversk stjórnvöld nýttu sér leikana til að brjóta á þegnum sínum. „Stjórnvöld hafa gengið ansi hart fram. Mér virtist til dæmis að heimilislausir hefðu verið fluttir úr miðborginni og svo sá ég eitt hverfið jafnað við jörðu. Þar voru íbúðarhús merkt með tákni um að þau ætti að rífa og fólki gert að flytja í burtu.“ Erla segir að það hafi verið mögnuð lífsreynsla að búa í milljónaborg- inni. Hún hafi haft ákveðnar hug- myndir um lífið þar áður en hún hélt utan en upplifunin hafi bæði verið jákvæð og neikvæð. „Kín- verjar eru yndislegt fólk upp til hópa en það kom mér á óvart hvernig kommúnisminn er alls- ráðandi í þjóðlífinu. Landið er stórbrotið eins og saga þess og menning en þjóðin hefur þurft að þola margt og verið kúguð af ráða- mönnum sínum.“ Það er skoðun Erlu að íslensk stjórnvöld eigi að beita öllum ráðum til að gera kínverskum yfir- völdum ljóst að mannréttindabrot þeirra verði ekki liðin. Táknræn og öflug mótmæli felist í að vera ekki við setningu Ólympíuleikanna. Sá hvernig brotið er á fólki í skjóli Ólympíuleikanna ERLA ÓSK ÁSGEIRSDÓTTIR „Mér fannst mjög eðlilegt að taka þetta upp enda höfum við dýrmætt frelsi til að gagnrýna eigin forystufólk. Þó spurningin kunni að hafa verið erfið fagnaði Þorgerður henni og svaraði af fullri hreinskilni eins og alvöru stjórn- málamenn gera.“ FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Þrálátur orðrómur á kreiki Viltu skjól á veröndina? www.markisur.com og www.markisur.is Veðrið verður ekkert vandamál Hrein fjárfesting ehf, Dalbraut 3, 105 Reykjavík Upplýsingar í síma 567 7773 og 893 6337 um kvöld og helgar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.