Fréttablaðið - 19.04.2008, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 19.04.2008, Blaðsíða 8
8 19. apríl 2008 LAUGARDAGUR FÉLAGSMÁL Sautján ára stúlka, sem Persónuvernd segir að elliheimilið Grund hafi brotið á með því að fela Heilsuvernd ehf. að halda skrá um heilsufarsupplýsingar hennar án samþykkis, starfar enn á Grund. Helga Karlsdóttir, starfsmanna- stjóri Grundar, segir að þar sem faðir stúlkunnar vildi ekki að stúlkan tilkynnti til Heilsuverndar ef hún væri veik hefði henni verið sagt að hennar veikindatilkynning- ar yrðu samkvæmt kjarasamningi Efl ingar og þannig sé það í dag: „Hún var beðin afsökunar á athugunarleysi okkar á því að hún þyrfti leyfi forráðamanns til að fara eftir samningum okkar við Heilsuverndarstöðina. Faðir hennar kærði til Persónuverndar eftir það.“ - gar Faðir starfsstúlku á Grund: Kærði þrátt fyrir afsökunarbeiðni GRUND Stúlkan starfar enn hjá stofn- uninni. TÆMUM BÚÐIRNAR 40-70% ALLT Á AÐ KLÁRAST AFSLÁTTUR AF ÖLLUM VÖRUM GILDIR Í VERSLUNUM OKKAR Í KRINGLUNNI OG SMÁRALIND UTANRÍKISMÁL Utanríkisráðherrar Norðurlandanna ræddu stjórn- málaástandið í Simbabve á reglulegum samráðsfundi sínum í Stokkhólmi í gær. Skilaboð þeirra um stuðning Norðurlandanna við lýðræði í þessu hrjáða Afríku- landi flutti norski forsætisráð- herrann Jens Stoltenberg leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Simbabve, Morgan Tsvangirai, á fundi í Jóhannesarborg í Suður-Afríku. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra var fjarverandi samráðsfundinn að þessu sinni. Þess í stað sat ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins fundinn fyrir Íslands hönd. Sænski utanríkisráðherrann Carl Bildt sagði á blaðamanna- fundi að Norðurlöndin væru „reiðubúin að ræða hraða aukningu (þróunar-) aðstoðar og stuðning við Simbabve til að koma landinu á réttan kjöl,“ ef breyting til batnaðar yrði á stjórnarfari þar og eftirmál þing- og forsetakosninganna leystust farsællega. - aa Norrænir utanríkisráðherrar: Heita stuðningi við Simbabve SKILABOÐ Jens Stoltenberg, t.h., hitti Morgan Tsvangirai í Jóhannesarborg í gær og flutti honum skilaboð frá norrænu utanríkisráðherrunum. NORDICPHOTOS/AFP FJÖLMIÐLAR Umræða um innflytjendur og erlent vinnuafl er skammt á veg komin hér á landi, en virðist vera að þroskast. Þetta segir Magnús Heimisson, stjórnmálafræðingur og forstöðumaður Fjölmiðlagreininga Creditinfo Íslandi. Hann kynnti rannsókn Creditinfo á umfjöllun íslenskra fjölmiðla um innflytjendur annars vegar, og erlent vinnuafl hins vegar á árinu 2007 á ráðstefnu á vegum Blaðamannafélags Íslands í gær. Magnús segir það hafa komið sér mest á óvart hversu hátt hlutfall frétta og greina hafi verið neikvætt. Neikvæð umfjöllun er skilgreind sem umfjöllun sem talin er líkleg til að skapa neikvætt viðhorf gagnvart innflytjendum eða erlendu vinnuafli. Dæmi um neikvæða umfjöllun eru fréttir af afbrotum útlendinga, og því að erlendir starfsmenn hafi verið snuðaðir af vinnuveitendum. Í umfjöllun fjölmiðla um innflytjendur var jafn mikið um jákvæða og neikvæða umfjöllun. Um 28 prósent greina eða frétta voru neikvæð, tæplega 30 prósent jákvæð og um 42 prósent hlutlaus. Þegar fjallað var um erlent vinnuafl var umfjöll- unin tvöfalt oftar neikvæð en jákvæð. Tæplega 31 prósent var neikvætt, um 16 prósent jákvætt og um 54 prósent hlutlaust. Þetta segir Magnús að skýrist aðallega af umfjöllun um atvinnu- og kjaramál. „Umfjöllun um innflytjendur er skammt á veg komin, hún er eins og á sem er að byrja að finna sér farveg,“ segir Magnús. „Það hefur gengið á ýmsu á undanförnum árum, bæði hvað varðar innflytjendur og erlent vinnuafl. Erlenda vinnuaflið geystist inn í íslenskt þjóðfélag. Spurningin er hvort samfélagið hafi verið tilbúið fyrir það, ég tel ekki,“ segir hann. Aðsendar greinar í dagblöðum geti í vissum tilvikum verið af neikvæðum toga, en þegar komi að innflytjendum og erlendu vinnuafli sé það ekki áberandi, segir Magnús. Það séu frekar fréttirnar sem séu neikvæðar fyrir þessa hópa. Magnús segir eftirtektarvert að þegar fjölmiðlar hafi fjallað um innflytjendur hafi oftast verið rætt við opinbera aðila eða samtök, en í ríflega sautján prósentum tilvika hafi verið rætt við innflytjend- urna sjálfa. Þegar fjallað sé um erlent vinnuafl sé aðeins talað við erlenda starfsmenn í tæplega fimm prósentum tilvika. Oftast sé rætt við opinbera aðila og verkalýðsfélög. brjann@frettabladid.is Umræða um útlend- inga að finna farveg Kemur á óvart hversu mikið er um neikvæða umfjöllun um útlendinga í fjölmiðl- um segir stjórnmálafræðingur. Tvöfalt fleiri neikvæðar fréttir en jákvæðar um erlent vinnuafl. Aðeins rætt við erlenda starfsmenn í fjórum prósentum tilvika. MAGNÚS HEIMISSON VINNUAFL Erlendir starfsmenn íslenskra fyrirtækja voru mikið í sviðsljósinu á síðasta ári. Þrátt fyrir það var aðeins rætt við þá í tæplega fimm prósentum greina og frétta í fjölmiðlum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Nýr sýslumaður í Kópavogi Björn Bjarnason dómsmálaráðherra skipaði í gær Guðgeir Eyjólfsson, sýslumann í Keflavík, í embætti sýslumanns í Kópavogi. Guðgeir tekur við embættinu 1. júní næstkomandi. Alls bárust þrettán umsóknir um embættið. STJÓRNSÝSLA Ofsaakstur í hesthúsahverfi Lögreglan á Sauðárkróki stöðvaði ungan karlmann sem ók á 153 kíló- metra hraða við bæjarmörkin í gær. Hámarkshraði á þessum kafla er 90 kílómetrar, en mikið er um hesta- menn á þessum slóðum. Ökumað- urinn fær 130 þúsund króna sekt og missir líklega prófið í mánuð. LÖGREGLUMÁL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.