Fréttablaðið - 19.04.2008, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 19.04.2008, Blaðsíða 44
● heimili&hönnun Í dag þykir verulega smart að vera meðvitaður um matarmenn- ingu. Gæða sér á staðbundnum árstíðabundnum réttum, vera svo- lítið kúltíveraður, rækta eigin matjurtir og sérpanta trufflur úr sælkeraverslunum. Skápar heimilanna svigna undan rándýrum flöskum af balsamed- iki, dökku súkkulaði, hummus og lífrænum sultum. Það þykir bara sjálfsagt og svalt að borga sex hundruð-kall fyrir þrjár litlar lífræn- ar perur. Við erum loksins orðin heimsborgarar og höfum kvatt dauð- leiðinlegt gráleitt mataræði íslenska sveitavargsins. Þetta er inni, þetta er dýrt og alveg svoleiðis glænýtt af nálinni. Eða hvað? Æskuheimili mitt ómaði af mat frá morgni til kvölds. Ef ég man rétt vorum við fjórar kynslóðir undir sama þaki á tímabili. Örugg- lega tólf ef ekki tuttugu í mat þegar mest var. Björg í bú kom héðan og þaðan. Afabræður komu með nýveiddan fiskinn, rennt var í sveit- ina eftir skinku og reyktum laxi. Kartöflurn- ar komu lífrænar ásamt staðbundnum rabar- baranum úr garðinum. Skyrið var selt í lausu án aspartam og enginn hafði nokkru sinni þekkt þá endemis vitleysu að kaupa sér vatn. Brauðið var heimabakað allan ársins hring og kleinurnar ultu af einskærri ást úr pottin- um. Veisluhöld og hátíðir kölluðu á gríðarlegan undirbúning. Það glamraði í hrærivél og sleifum fram á nótt. Kjall- ari og skúr svignuðu undan kynstrum matar og ég var alltaf södd og sæl. Þegar haustið gekk í garð í allri sinni dýrð var sjálf sláturnálin dregin fram. Garnið var síðan hægt að nota í fuglafit. Eldhúsið fyllt- ist af konum með fangið fullt af vömbum sem báru með sér undar- legan keim. Í Kaupfélaginu var síðan hægt að troða nokkrum stað- bundnum sauðum í frystihólf sem komu sér vel fram á vorið. Sama hvað fyrir mig var sett, mér fannst það allt jafn dásamlegt. Ýsa og hrogn, hjörtu og lifur. Svið, hrossakjöt, gráfíkjur og skyr. Lifrar- pylsa, epli, rabarbari og lúða. Maturinn var gerður af hreinræktuðum kærleika sem ég reyni stundum að leika eftir í eigin eldhúsi. Jafnvel með því að skrifa „Ást“ og „Kærleikur“ á ýmsar krukkur og bauka. Af skrifum mínum mætti halda að ég væri að minnast daga minna í torfkofa við strendur Íslands snemma á síðustu öld. Hins vegar er ég aðeins rétt um þrítugt og deili þessum minningum með jafnöldr- um og jafnvel yngra fólki. Ég hef gert mitt besta til að verða smart og kúltíveruð húsfreyja. Ég verð bara aldrei jafnsvöl og fólkið sem fæddi mig í æsku. Þau ráku sitt eigið heilsuhús, kölluðu þetta bara hversdagsleikann og hann bara var déskoti góður svona líka stað- bundinn, lífrænn og fínn. Staðbundin húsfreyja ● Forsíðumynd: Mynd tók Halla Harðardóttir í got- neska hverfinu í Barcelona. Útgáfufélag: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, s. 512 5000 Ritstjórar: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is, Emilía Örlygsdóttir emilia@frettabladid.is Auglýsingar: Ámundi Ámundason s. 517 5724 Útlitshönnuður: Kristín Agnarsdóttir kristina@ frettabladid.is. HEIMILISHALD RUT HERMANNSDÓTTIR Sama hvað fyrir mig var sett mér fannst það allt jafn dásamlegt. Ýsa og hrogn, hjörtu og lifur. Svið, hrossa- kjöt, gráfíkjur og skyr. Lifrarpylsa, epli, rabarbari og lúða. „Ég á það til að taka vinnuna með mér heim og þá finnst mér gott að koma mér fyrir í leðurstól sem ég keypti í Öndvegi. Hann er mjög þægilegur og þar er gott að sitja með ferðatölvuna,“ segir Örn Smári Gíslason. „Ég smíðaði svo krossviðar- plötu undir tölvuna sem ég skorða á milli hárra armanna á stólnum en þá losna ég við að sitja með tölv- una funheita í kjöltunni,“ bætir hann við. Á breiða armana leggur hann síðan frá sér minnisbók og kaffibolla og þarf lítið annað. Örn Smári hefur auga fyrir um- hverfi sínu og þó að hann vilji ekki hafa allt klippt og skorið í kring- um sig þá leggur hann upp úr því að umhverfið sé stílhreint. Hann hefur sankað að sér tölu- vert af samtímalist og á veggnum fyrir ofan stólinn er langt verk eftir listakonuna Guðrún Oyahals. Á tekk-skenknum fyrir neðan eru svokallaðar dellur úr postul- íni eftir Laufeyju Jensdóttur. „Þó að þær séu úr postulíni þá eru þær grófar og skemmtilegar og það kemur sérstaklega vel út að setja í þær sprittkerti,“ segir Örn Smári. Í gluggakistunni er svo hvítur vasi með bláum blómum sem Örn og konan hans keyptu á Spáni. Örn Smári, sem starfar sjálf- stætt og er með vinnustofu á Korp- úlfsstöðum, hannar meðal ann- ars merki, umbúðir og gerir aug- lýsingar sem hafa vakið athygli. Hann á til að mynda heiðurinn að mjólku-merkinu og lagði upp með umbúðalínu fyrir Himneska holl- ustu sem margir þekkja. Upp á síðkastið hefur hann verið að teikna frímerki og er um þessar mundir að glíma við Frið- arsúluna en það merki kemur út í kringum 9. október þegar kveikt verður á súlunni í Viðey á ný. Þá hefur hann komið að hönn- un persónulegra frímerkja í sam- starfi við Póstinn og koma þau út með vorinu. Hugmyndin með þeim er sú að fólk geti fengið frí- merkjaarkir með myndum úr fjöl- skyldualbúminu. - ve Þægilegur griðastaður ● Grafíska hönnuðinum Erni Smára Gíslasyni finnst gott að láta líða úr sér í þægilegum- leðurstól í stofunni og er hann þar með helstu nauðsynjar við höndina. Örn Smári Gíslason grafískur hönnuður heima í stofu. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR ● BORÐBÚNAÐUR Þetta bollastell frá franska framleiðandanum Bernardaud myndi sóma sér vel í kaffiboði hjá Lísu í Undralandi. Öllu er snúið á hvolf og höldur settar á ólíklegustu staði. Fyrirtækið, sem framleiðir skartgripi, húsgögn og gjafavöru leikur sér óspart með gyllingu og þá helst í borðbúnaði sem oftar en ekki hefur yfir sér höfðinglegt yfirbragð. Sjá nánar á http://www.bernardaud.fr Húseigendur! Aukið þægindin og lækkið hitunarkostnaðinn með ECL stjórnstöð á hitakerfið Kynnið ykkur kosti og verð ECL stjórnstöðvarinnar frá Danfoss ECL stjórnstöðvar fyrir hitakerfi Danfoss stjórnbúnaður fyrir hitakerfi fæst í öllum helstu lagnaverslunum landsins 19. APRÍL 2008 LAUGARDAGUR2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.