Fréttablaðið - 19.04.2008, Blaðsíða 78

Fréttablaðið - 19.04.2008, Blaðsíða 78
50 19. apríl 2008 LAUGARDAGUR menning@frettabladid.is Kl. 14 Sýning á verkum Jóns Laxdal Halldórssonar verður opnuð í Jónas Viðar Gallery, Listagilinu á Akureyri, í dag kl. 14. Sýndir verða hlutir gerðir úr bókum, pappa, gleri og þaksaumi, en sýningin hefur hlotið nafnið Fáeinir fortitlar og bók eftir Mann. Þessi áhugaverða sýning Jóns stendur til 11. maí næstkomandi. Sýning á verkum myndlistar- mannsins Birgis Andréssonar verður opnuð í galleríinu i8 að Klapparstíg 33 í dag kl. 17. Birgir, sem var fæddur árið 1955, lést síð- astliðið haust langt fyrir aldur fram, aðeins 52 ára að aldri. Hann var í fremstu röð íslenskra sam- tímalistamanna og var sérlega afkastamikill í sínu starfi. Birgir stundaði nám við Myndlista- og handíðaskólann frá 1973 til 1977. Eftir það hélt hann til Hollands þar sem hann stundaði nám við Jan van Eyck Akademie í Maastricht. Á ferli sínum sýndi hann víða um heim og var meðal annars fulltrúi Íslands á Feneyja- tvíæringnum árið 1995. Jafnframt var haldin stór yfirlitssýning á verkum hans í Listasafni Íslands árið 2006. Á sýningunni sem verð- ur opnuð í i8 í dag eru verk sem Birgir hafði nýverið lokið við eða var að vinna að þegar hann lést. Sýningin stendur til 9. maí. - vþ Síðustu verk Birgis BIRGIR ANDRÉSSON MYNDLISTARMAÐUR i8 stendur fyrir sýningu á síðustu verkun- um sem hann vann. Málþing um varðveislu og breytingar á kirkjum verður haldið í Keflavíkurkirkju snemma í dag á milli kl. 10 og 13. Það eru Kjalarnespróf- astsdæmi og Keflavíkurkirkja sem standa að þinginu, en þar verður velt upp ýmsum hlutum sem tengjast endurbyggingum og breytingum á kirkjuhúsum. Aðalfyrirlesari er dr. Matthias Ludwig. Hann er guðfræðingur að mennt, en hefur einnig lagt stund á nám í byggingarverkfræði og listasögu og er því vel kunnugur þeim fræðisviðum sem þingið tekur til. Hann hefur starfað við kirkju- byggingarstofnun þýsku mótmælendakirkn- anna við Filippsháskólann í Marburg og sem ráðgjafi á sviði kirkjubygginga og kirkjulistar. Aðrir fyrirlesarar á þinginu eru dr. Gunnar Kristjánsson, prófastur í Kjalarnesprófastsdæmi, Þorsteinn Gunnarsson arkitekt, Ólöf Nordal myndlistarkona, Árni Sigfússon bæjarstjóri, Erla Guðmundsdóttir æskulýðsfulltrúi, Hákon Leifsson organisti og Sigurjón Pétursson framkvæmdastjóri. Af þessari talningu er ljóst að fengist verður við umræðuefnið frá mörgum sjónarhornum, en slík nálgun er sannarlega til eftirbreytni. Viðfangsefni málþingsins er fyrst og fremst að halda til haga sjónarmiðum varðandi varðveislu og breytingar á eldri kirkjuhúsum. Þar koma til listrænar áherslur, stefna í frið- unarmálum, þarfir staðarins, staða kirkjunnar í samfélaginu og fjárhagsleg sjónarmið. Allir sem taka til máls hafa mikla reynslu á sínu sviði og hafa unnið að málefninu um lengri og skemmri tíma. Að auki verður hugað sérstak- lega að aðstæðum safnaðarins í Keflavík og kirkjuhúsinu þar. Byggingarsaga og hugmynda- fræði Keflavíkurkirkju verður til umfjöllunar í máli og myndum og fyrirhugaðar endurbætur á kirkjunni kynntar. - vþ Mörg sjónarhorn á varðveislu og breytingar kirkjuhúsa KEFLAVÍKURKIRKJA Hýsir málþing um varðveislu og breytingar á kirkjubyggingum í dag. Það verður svo sannarlega stuð hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands í dag þegar lög og stef úr frægum og frábærum bíómyndum verða flutt. Tónleikarnir eru liður í Tónsprotaröð- inni, fjölskyldutónleikaröð Sinfóníu- hljómsveitarinnar. Þeir fara fram í Háskólabíói, hefjast kl. 14 og eru um klukkustundar langir. Meðal þess sem verður leikið er hin sígilda tónlist Johns Williams úr Stjörnustríðskvikmyndunum sem dregur upp ævintýralegar myndir af hetjum í himingeimnum, geisla- sverðum og baráttu góðs og ills. Tónlist Johns Williams á líka sinn þátt í að gera Harry Potter- myndirnar að þeirri upplifun sem þær eru og því verður svítan Töfraveröld Harrys Potter á dagskrá. Og þótt Mission: Impossible-myndirnar falli seint í barnaefnisflokkinn er kynningar- stef Lalos Schifrin bara of flott til að sleppa því. Söngleikjadívan Kim Criswell, sem kom fram með hljómsveitinni á tónleikum á fimmtudags- kvöld, lætur einnig til sín taka í dag og syngur nokkur lög úr söngva- og fjölskyldumyndum á borð við Mary Poppins og Galdrakarlinum í Oz. Að vanda mun trúðurinn Barbara sjá til þess að áhorfendur njóti tónlistarinnar til hins ítrasta með sínum einstöku kynning- um og útlistunum á innihaldi verkanna. Bíófjör í Háskólabíói er tilvalið tækifæri fyrir alla fjölskylduna til þess að njóta tónlistarveislu hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands. - vþ TRÚÐURINN BARBARA Kynnir Sinfóníuhljómsveit Íslands af sinni alkunnu snilld. Bíófjör fyrir fjölskylduna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.