Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.04.2008, Qupperneq 74

Fréttablaðið - 19.04.2008, Qupperneq 74
46 19. apríl 2008 LAUGARDAGUR GÓÐ VIKA / SLÆM VIKA HELGARKROSSGÁTAN Lausn krossgátunnar er birt að viku liðinni á vefnum, www.this.is/krossgatur 99 kr .s m si ð 99 k r. sm si ð Dæmi hvernig SMS gæti litið út ef svarið er Jón: i i i li i i : Þá sendir þú SMS-ið: JA LAUSN JON i i : Þú gætir unnið Alvin og íkornarnir á DVD! Þú sendir SMS skeytið JA LAUSN LAUSNARORÐ á númerið 1900! Sjáðu Horton í bíó 2 fyrir 1 Framvísaðu límmiðanum í miðasölu bí ósins og þú færð tvo miða á verði eins Leystu krossgát una! Írski tónlistarmaðurinn Damien Rice, Emilíana Torrini og Magni stíga á svið á tónlistarhátíðinni Bræðslan sem verður haldin á Borgarfirði Eystri í fjórða sinn dagana 25. til 27. júlí. Undanfarin ár hafa Emilíana Torrini, Belle & Sebastian, Magni, Megas og Senuþjófarnir, Lay Low, Aldís og Jónas Sigurðsson komið fram á hátíðinni við góðar undir- tektir. Um eitt þúsund manns hafa sótt hana að jafnaði en íbúafjöldi Borgarfjarðar Eystri telur um 140 manns. Bræðslan dregur nafn sitt af samnefndum síldarskúr, þar sem tónleikar hátíðarinnar fara fram í skemmtilegri umgjörð. Damien Rice hefur þrisvar áður spilað hér á landi. Hann spilaði tvisvar fyrir troðfullu húsi á Nasa auk þess sem hann kom fram á náttúrutónleikunum í Laugardals- höll, og er því íslenskum tónlistar- áhugamönnum að góðu kunnur. Hann hefur gefið út tvær plötur á ferlinum sem hafa selst í milljón- um eintaka. Framundan hjá honum er spilamennska á þrennum tón- leikum Leonard Choen á Írlandi í sumar. Emilíana Torrini tók sér frí frá Bræðslunni í fyrra en mætir nú galvösk aftur til leiks. Undanfarið hefur hún unnið við nýja plötu sem er væntanleg síðar á þessu ári, og væntanlega mun hún spila lög af henni á tónleikunum. Magni, sem er ættaður úr Borgarfirði Eystri, hefur verið einn af skipu- leggjendum hátíðarinnar ásamt Áskeli Heiðari bróður sínum. Hann mun líklega koma fram einn síns liðs á Bræðslunni í sumar. Rice á Bræðslunni DAMIEN RICE Tónlistarmaðurinn Damien Rice spilar á Bræðslunni í sumar ásamt Emilíönu Torrini og Magna. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Góð vika fyrir... ... ríkisskattstjóra Átján þúsund manns skil- uðu ekki skattskýrslu þetta árið. Meðan Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri segir eitt, að þetta sé leitt, hugsar hann annað. Það að geta áætlað ríflegar tekjur á allan þennan fjölda slú- berta þýðir ekkert annað en pening í ríkiskassann þegar upp er staðið. Þegar allt kemur til alls eru slú- bertarnir breiðu bökin. Úthrópaðir. En skattsvikar- arnir í hávegum hafðir – eins öfugsnúið og það nú er. ... Margréti Sverrisdóttur Vond vika fyrir Ólaf F. þýðir: Góð vika fyrir Margréti. Auk þess var hún kjörin formaður Kvenréttindafélags Íslands þar sem hún hefur starfað sem sjálfboðaliði í sjö ár. Spurn- ing hvort ekki sé rétt að eigna henni slagorð Jóhönnu (sem er úrelt þegar hún er annars vegar – hennar tími er kominn): Minn tími mun koma! ... Pál Magnússon útvarpsstjóra RÚV tapaði ekki nema 108 milljónum á fimm mánaða tímabili í fyrra. Það sér hver maður að það er jákvæð nið- urstaða því fólk verður að líta til þess að sum- armánuðirnir koma almennt betur út en vetrarmánuðir. Eigandinn fékk ekki greiddan neinn arð og er handhafi eina hlutabréfs- ins, Þorgerður Katrín menntamálaráðherra, bara nokkuð sátt við það. Slæm vika fyrir... ... borgarstjóra Nú er að koma á daginn, sem mátti vera lýðum ljóst, að Ólafur F. er rauð dula valdaklíku í Sjálfstæðisflokknum til að villa um fyrir nautinu almenningi. Þótt erfitt sé að sjá Kjartan Magnússon, stjórn- arformann OR og REI, fyrir sér í hlutverki matadors veifar hann Ólafi fimlega. Fyrst í tengslum við undar- lega samgöngumiðstöð í Vatnsmýr- inni og menn furða sig á því að Ólafur F. skuli fá því ráðið í trássi við allt og alla nema Kristján Möller og kjördæma- potara. Meðan leggur Kjartan drög að því sem alltaf stóð til – að koma REI í hend- ur ólígarka – enda trúarbrögð Sjálfstæðisflokksins. Og til að fullkomna niðurlægingu borgarstjórans veifar Kjartan honum í Kastljósi og lætur segja að REI verði áfram í eigu almennings með orðunum: „Það er ekki útilokað samkvæmt niðurstöðum stýri- hópsins að það mætti ekki hugsanlega selja REI.“ ... menntamálaráðherra Þorgerður Katrín Gunnars- dóttir fékk það í andlitið frá sinni eigin flokkssystur, Erlu Ósk Ásgeirsdóttur, að með því að fara til Kína væri hún að styðja mannréttindabrot þar á bæ. Eins og Þorgerður styðji mannréttindabrot! Þorgerður er einhver mesti áhugamaður um íþróttir sem um getur og þótt hún bregði sér á Ólymp- íuleika í Peking til að styðja íslenska íþróttamenn er ekki þar með sagt að hún sé kommúnískur alræðis- hyggjusinni. Vandlifað er í heimi hér. ... varaþingmann Guðný Hrund Karlsdóttir varð kjaftstopp í ræðu- stól Alþingis í vikunni og veltu illa inn- rættir netverjar sér upp úr því sem mest þeir máttu í vikunni. Meðan þeir ættu náttúrlega að átta sig á því að Guðný sýndi fádæma heiðar- leika sem var að láta sig hverfa úr ræðustóli í stað þess að þvaðra tóma þvælu – en á því nærast jú pólitíkusar og lýðskrumarar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.