Fréttablaðið - 29.08.2008, Side 40

Fréttablaðið - 29.08.2008, Side 40
 29. ÁGÚST 2008 FÖSTUDAGUR Nemendur á lokaári við Kon- unglega sænska ballettskól- ann eru væntanlegir til lands- ins í tengslum við ljósanótt. Það er hin sautján ára gamla Fjóla Oddgeirsdóttir, sem er frá Reykjanesbæ og er nem- andi við skólann, sem stendur fyrir heimsókninni. „Ég fékk þessa hugmynd fyrir næstum því ári, að það gæti verið gaman að fá bekkjarfélagana hing- að heim. Mamma hvatti mig til að láta bara verða af þessu,“ segir Fjóla sem sjálf safnaði styrkjum fyrir ferðinni. „Ég prófaði að fara í bankana og fleiri fyrirtæki og athuga hvort einhver vildi styrkja þetta verk- efni. Það vildi svo til að allir voru rosalega áhugasamir og fyrr en varði var bara komin dagsetning.“ Það eru tuttugu og átta dansarar í hópnum auk kennara og fiðluleik- ara og dugðu styrkirnir sem Fjóla safnaði til að borga alla flugmið- ana og leigu á Borgarleikhúsinu. Reykjanesbær borgar svo gist- inguna. „Það er rosalega gaman að sjá þetta verða að veruleika.“ Hópurinn mun sýna tvisvar, fyrst í Borgarleikhúsinu, fimmtu- dagskvöldið 4. september og síðan í íþróttahúsinu í Njarðvík klukkan fimm á sunnudaginn 7. septemb- er. Nemendurnir koma til með að sýna bæði klassískan ballett og nútímadans. „Við erum að sýna brot úr klassísku verki sem heit- ir Coppelia,“ segir Fjóla, en það verk er eftir Arthur Saint-Léon við tónlist Léo Delibes. „Nútíma- deildin er að sýna ný verk og svo er eitt neo-klassískt. Það er að- eins nútímalegri dans en í klass- ískum táskóm með klassískar hreyfingar. Þetta er í annað skipti sem þetta verk er sýnt, en það var frumsamið í skólanum fyrir rúmu ári.“ Dagskráin er því fjölbreytt en hún var sett saman sérstaklega fyrir Íslandsheimsóknina. Nemendurnir, sem eru á aldrin- um sautján til nítján ára, fá ekki mikinn frítíma í ferðinni en mest- ur tíminn fer í æfingar. „Þau fá að vera aðeins frjáls á laugardaginn og skoða Reykjarnesið og fara í Bláa lónið,“ segir Fjóla brosandi og bætir við að þau muni hegða sér vel. „Svona fyrirmyndarnem- endur eins og við. Fyrir okkur er þetta bara vinna.“ - ges Glæsilegur limaburður dansaranna mun væntanlega gleðja íslenska áhorfendur. Það verður bæði klassískur ballett og nútímaballett á fjölbreyttri sýningu hins Konunglega sænska ballettskóla. MYND/ODDGEIR KARLSSON Konungleg ballettsýning Fjóla Oddgeirsdóttir segir að fínu tutu-ballettkjólarnir hafi líklegast vakið áhuga hennar á ballett í upphafi. ● VERÐMÆTI ÚR VERÐLAUSU EFNI Kennarar á leikskólan- um Holti standa um ljósanæturhelgina fyrir lista- og vísindasmiðju undir yfirskriftinni Vísindasmiðja - leikur, sköpun, endurvinnsla. „Markmið smiðjunnar er að ná fjölskyldunni saman og vinna með ýmiss konar verðlausan efnivið,“ segir Kristín Helgadóttir leikskólastjóri. „Fjölmargir ættu að geta fundið barnið í sjálfum sér í faðmi ljósanæturhátíðarinnar.“ Listsköpun barnanna er í hávegum höfð í skólanum, sem starfar í anda Reggio Emilia. „Það hefur verið ánægjulegt að sjá hvernig litlir en stórhuga einstaklingar láta óskir sínar verða að veruleika með því að prófa sig áfram,“ segir Kristín um liststarfið. NÝR OG STÆRRI STAÐUR LJÓSANÆTUR- TILBOÐ Á BARNUM 568 7574 og 822 3858 Við viljum óska suðurnesjamönnum til hamingju með Ljósanótt.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.