Fréttablaðið - 25.09.2008, Page 2

Fréttablaðið - 25.09.2008, Page 2
2 25. september 2008 FIMMTUDAGUR FÓLK „Það er engin kreppa hér. Því dýrari sem fötin eru því hraðar seljast þau. Við lifum því góðu lífi,“ segir Axel Gómez, einn eigenda Sævars Karls, sem hefur ekki undan að selja Íslendingum dýran merkja- fatnað. Sérsaumuð föt frá Armani eru meðal þess sem selst vel í versluninni, en þau kosta frá 150.000 krónum og upp úr. „Hafi menn prófað þetta vilja þeir ekki annað, enda passa fötin fullkom- lega, burtséð frá vaxtarlagi,“ segir Axel, sem telur að kreppan aftri mönnum ekki frá því að kaupa hágæða fatnað. - tlg/sjá Allt í miðju blaðsins flugfelag.is Aðeins eitt símtal í 570 3400 og málið er afgreitt. Sækjum og sendum – hratt og örugglega á hagstæðu verði. REYKJAVÍK AKUREYRI EGILSSTAÐIR FÆREYJARVESTMANNAEYJAR ÍSAFJÖRÐUR GRÆNLAND VOPNAFJÖRÐUR ÞÓRSHÖFN GRÍMSEY NARSARSSUAQ KULUSUK CONSTABLE POINT NUUK Til/frá Reykjavík Akureyri 8-12 ferðir á dag Egilsstaðir 5-7 ferðir á dag Ísafjörður 2-3 ferðir á dag Vestmannaeyjar 2-3 ferðir á dag AXEL GÓMEZ Starfsmenn Sævars Karls: Moka út dýrum hátískufatnaði Diddú, ert þú nýja Rússa- grýlan? „Ég ætla rétt að vona ekki. Ég vona að ég boði fagnaðarerindi frá Rússlandi.“ Söngkonan Diddú er nýkomin heim frá Rússlandi þar sem hún hljóðritaði efni fyrir væntanlega hljómplötu og söng á tónleikum. Hún segist hafa tekið ástfóstri við land og þjóð. LÖGREGLUMÁL Rannsókn lögreglu á máli karlmanns sem grunaður er um að hafa beitt þrjú börn sín harðvítugu ofbeldi er á lokastigi. Niðurstöður verða sendar ákæruvaldinu síðar í þessari viku. Maðurinn, sem er á fertugs- aldri, á dreng og tvær stúlkur á aldrinum átta til fjórtán ára. Börnin bjuggu hjá föður sínum. Málið kom inn á borð rannsókn- ardeildar lögreglu höfuðborgar- svæðisins frá barnaverndarnefnd í sveitarfélaginu þar sem brotin komust upp. - jss Meintur ofbeldisfaðir: Málið brátt til ákæruvaldsins VIÐSKIPTI Fjárfestingarfélagið Berkshire Hathaway, sem bandaríski auðkýfingurinn Warren Buffett hefur stýrt í rúm fjörutíu ár, flaggaði í fyrradag hlut í bandaríska bankanum Goldman Sachs. Kaupverð nam fimm milljörðum dala, jafnvirði 480 milljarða íslenskra króna. Kunnugt er að Buffett opnar ekki veskið nema hann komi auga á fyrirtæki sem hafa lækkað í verði. Bankinn, sem fékk viðskipta- bankaleyfi á sunnudag, hefur auk þess selt ný hlutabréf fyrir fimm milljarða til viðbótar í almennu útboði. - jab Auðkýfingur sér tækifæri: Buffett kaupir í Goldman Sachs SKIPULAGSMÁL „Ég held að þeir ættu að segja sem minnst um þetta. Þeir eru ekki einir í heiminum,“ segir Gunnar I. Birgisson um gagnrýni umhverfis- og skipulagsyfirvalda í Reykjavík vegna framkvæmda við landfyllingu í Kársnesi. Kópavogsbær hefur kynnt tillögu um breytingu á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins, í því skyni að stækka Kárs- nesið töluvert með landfyll- ingu. Umhverfis- og samgönguráð Reykjavíkur hefur ítrekað „verulegar áhyggjur“ af umhverfisáhrif- um landfylling- arinnar og harm- ar að framkvæmdir séu hafnar „þó að lögformlegt ferli sé vart hafið“. Í bréfi frá skipulagssviði Reykjavíkur til skipulags- og umhverfissviðs Kópavogsbæjar segir jafnframt að það sé „ekki ásættanlegt að eitt sveitarfélaganna við Skerfjafjörð fari með landfyllingu svo langt í sjó fram, nánast að sveitarfélagamörk- um sínum“. Er og vísað til þess að ríkið hafi þá stefnu að vernda Skerjafjörðinn, en strandlína höfuðborgarsvæðis- ins, frá Seltjarnarnesi og suður fyrir Álftanes, er á náttúruverndar- áætlun. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, for- maður umhverfis- og samgöngu- ráðs, segir að neikvæð umsögn borgarinnar sé nú í höndum skipu- lagsráðs en endurspegli vel þver- pólitískar skoðanir umhverfisráðs- ins. Hún vill ekki tjá sig hvað verði úr ef yfirvöld í Kópavogi koma ekki til móts við sjónarmið borgarinnar. Gunnar rifjar upp framkvæmdir Reykjavíkur við Örfirisey og í Sundahöfn. „Þar fór borgin fram án þess að spyrja kóng né prest og menn ættu því að anda djúpt og vinna að þessu verkefni saman,“ segir hann. Kópavogur vilji fram- kvæma í sátt við alla. Yfirstandandi fyllingar séu unnar eftir skipulagssamþykktum frá árinu 2000. Frekari framkvæmdum fylgi svo umhverfismat. klemens@frettabladid.is Reykjavík segi sem minnst um Kópavog Bæjarstjóri Kópavogs segir Reykjavíkurborg ekki vana að biðja um leyfi fyrir sínum framkvæmdum og að borgarfulltrúar ættu að „anda djúpt“ áður en þeir gagnrýni Kársnesslandfyllinguna. Fulltrúarnir hafa „verulegar áhyggjur“. EFNAHAGSMÁL Seðlabanki Íslands er ekki aðili að 40 milljarða dala gjaldeyrisskiptasamningi sem seðlabankar Norðurlandanna og Ástralíu hafa gert við Seðlabanka Bandaríkjanna. Samningurinn er liður í aðgerðum Seðlabanka Bandaríkjanna til að styrkja fjármálakerfi heimsins og létta á lausafjárkreppu þeirri sem nú ógnar mörgum bankastofnunum. Seðlabanki Íslands tjáir sig ekki um þennan samning, en forstöðu- menn greiningardeilda bankanna segja að það væri mjög jákvætt ef Íslendingar næðu sambærilegum samningi. - msh Gjaldeyrisskiptasamningar: Ísland ekki með GUNNAR INGI BIRGISSON ÞORBJÖRG HELGA VIGFÚSDÓTTIR S K E R J A F J Ö R Ð U R Grótta Kársnes Arnarnes Álftanes Bakkatjörn Engey Hlið- Fólkvangur Náttúruvætti Fyrirhugaðar uppfyllingar Friðland Tillaga að friðlýsingu FR ÉT TA B LA Ð IÐ /J Ó N A S FYRIRHUGUÐ LANDFYLLING Fjaran og grunnsævið er á náttúruverndar- áætlun Umhvefis- stofnunar, að tillögu stofnunarinnar og Náttúrufræðistofn- unar Íslands. ORKA „Við megum ekki eiga nema tíu prósent í framleiðslunni en eigum 16 prósent. Við verðum því að selja sex prósent í það minnsta, og kannski viljum við losa okkur við meira,“ segir Hjörleifur B. Kvaran, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur (OR). Fyrirtækið á ríflega 16 prósent í Hitaveitu Suðurnesja (HS) og var búið að semja við Hafnar- fjarðarbæ um kaup á fjórtán pró- sentum til viðbótar. Samkeppnis- eftirlitið hefur svo úrskurðað að OR megi ekki eiga nema tíu pró- sent í HS. Hafnarfjörður og OR deila nú um hvernig þessu verði háttað. Eins og fram hefur komið í Fréttablaðinu vilja Geysir Green Energy og Reykjanesbær kaupa hlut OR í HS. Einnig mun Norður- ál-Century Aluminium hafa sóst eftir hlutnum en Hjörleifur vill ekki tjá sig um það. „Ég get ekki neitað því að fleiri aðilar hafa verið að fylgjast með málinu,“ segir hann. Þau fyrir- tæki séu innlend sem erlend. Þeirra á meðal séu erlendir fjár- festingarsjóðir. Hjörleifur segir þetta þó ekki skýrast fyrr en búið verði að skipta HS upp eftir nýjum lögum. „En ein hugmyndin er sú að auglýsa þetta einfaldlega til sölu og óska eftir tilboðum og sjá hvað gerist,“ segir Hjörleifur. - kóþ Innlend sem erlend fyrirtæki sýna Hitaveitu Suðurnesja áhuga: Orkuveitan selur í Hitaveitunni STJÓRNMÁL Góðkynja æxli hefur fundist í höfði Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur utanríkis- ráðherra. Kom það í ljós við rannsókn á sjúkrahúsi í New York, en Ingibjörg er þar stödd á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Hún fundaði með Sergei Lavrov, utanríkisráð- herra Rússa, í gærkvöldi. Ingibjörg fékk aðsvif í pallborðsumræðum á allsherjarþinginu á mánudag og var í kjölfarið flutt í skoðun á sjúkrahús. Búist er við að hún fljúgi til Íslands á föstudag og undirgangist þá meðferð við meinum sínum. Ekki er gert ráð fyrir langri fjarveru ráðherrans frá störfum. Á tvíhliða fundi með utanríkis- ráðherra Rússa í gærkvöldi var ætlunin að ræða samskipti ríkjanna tveggja og almenn heimsmál. - kg Utanríkisráðherra í New York: Ingibjörg með góðkynja æxli Lögregla og fjölmiðlar í Dóminíska lýðveldinu um morðið á Hrafnhildi: Hugsanlega ástríðumorð LÖGREGLUMÁL „Það hafa nokkrir verið yfirheyrðir en eins og er erum við með þrjá í haldi,“ segir Cristian Ferreira, yfirmaður rannsóknarlögreglunnar í Puerto Plata í Dóminíska lýðveldinu. Hann fer með rannsókn morðsins á Hrafnhildi Lilju Georgsdóttur. Í veffréttamiðlinum Listín Diario segir að lögregl- an telji að um ástríðuglæp sé að ræða og í fyrradag hafði veffréttamiðillinn El Nacional það eftir lögreglunni að miklar líkur væru á því að það væri tilfellið. Cristian Ferreira segist ekki vilja tjá sig um það. „Niðurstöður krufningar liggja ekki fyrir og þangað til getum við ekkert sagt um dánarorsök,“ segir hann. „Hins vegar vil ég að Íslendingar viti að við vinnum að rannsókn málsins af fullum þunga og viljum leysa það. Bæði til þess að réttvísin hafi sinn framgang og svo til að stuðla að frekara öryggi.“ Hrafnhildur var stungin í brjóst, hendi og öxl auk þess sem hún hafði fengið höfuðáverka og önnur sár. Hún fannst látin á mánudaginn var á hótelinu þar sem hún dvaldi og starfaði í þorpinu Cabarete. - jse HRAFNHILDUR LILJA GEORGS- DÓTTIR Þrír eru í haldi vegna morðsins en haft hefur verið eftir lögreglu að hugsanlega sé um ástríðu- morð að ræða. INGIBJÖRG SÓLRÚN HJÖRLEIFUR B. KVARAN Forstjóri Orku- veitunnar segir fyrirtækið ætla að selja í það minnsta sex prósent í Hitaveitu Suðurnesja Ökumaður undir áhrifum Lögreglan í Borgarnesi hafði í gær afskipti af ökumanni sem er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. LÖGREGLUFRÉTTIR SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.