Fréttablaðið


Fréttablaðið - 25.09.2008, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 25.09.2008, Qupperneq 10
FJÖLSKYLDUBÍLLINN SEM EYÐIR SVO MIKLU MIKLU MINNA. Skoda Octavia 1,9 TDI® - 4,9 lítrar á hundraðið Skoda Octavia er vandaður og ríkulega útbúinn verðlaunabíll í fullri stærð með pláss fyrir alla fjölskylduna og rúmgott farangursrými. Nýja TDI® dísilvélin, skilar miklu og jöfnu afli og býr yfir frábærum aksturseiginleikum (einnig fáanlegur með bensínvél). Skoðaðu Skoda Octavia - bílinn sem eyðir svo miklu miklu minna. Allir kaupendur Skoda Octavia fá frítt fyrir fjölskyldu sína í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn í eitt ár. 10 25. september 2008 FIMMTUDAGUR LÖGGÆSLUMÁL „Þegar ég ákvað að auglýsa lögreglustjóraembættið á Suðurnesjum færði ég fyrir því skýr efnisleg rök. Að lögreglu- stjóri bregðist við á þann veg, sem fyrir liggur, kom mér á óvart,“ segir Björn Bjarnason dómsmálaráðherra. „Ég óska honum og samstarfs- mönnum hans, sem nú kveðja embættið, velfarnaðar og þakka þeim samfylgdina síðan 1. janúar 2007, þegar embættið færðist frá utanríkisráðuneyti undir dóms- og kirkjumálaráðuneyti,“ bætir Björn við. Hann segir nú blasa við að fylla skörð þeirra, sem kveðja, og tryggja framtíð hins mikilvæga starfs, sem unnið sé af lögreglu, tollvörðum og öryggisvörðum við embættið. Í því efni þurfi í senn að taka á stjórnsýslulegum og fjárhagslegum þáttum með skýr framtíðarmarkmið í huga í samræmi við eðlilega verkaskipt- ingu innan stjórnarráðsins. Björn skrifar jafnframt um málið á heimasíðu sinni í gær. Þar vísar ráðherrann því á bug að það sé fyrirsláttur að segja ákvörðun um auglýsingu lögreglustjóra- embættisins vera byggða á því að embættið sé breytt. „Ef Jóhann veit meira um það en ég, hvers vegna ég tók þessa ákvörðun, væri gott að hann upplýsti mig og aðra um það.“ - jss Dómsmálaráðherra: Kemur á óvart BJÖRN BJARNASON Dómsmálaráðherra segir nú blasa við að fylla skörð þeirra sem kveðja. LÖGGÆSLUMÁL „Sú ákvörðun að láta af störfum nú er mjög þungbær,“ sagði Jóhann R. Benediktsson, lög- reglu- og tollstjóri á Suðurnesjum, við Fréttablaðið í gærkvöld. Hann óskaði í gær eftir því við dómsmála- ráðuneytið að fá að láta af störfum 1. október næstkomandi. Ráðuneyt- ið hefur fallist á beiðnina. Jóhann tilkynnti jafnframt samstarfsfólki sínu þetta. Þrír lykilstarfsmenn hjá embætt- inu óskuðu einnig eftir að láta af störfum frá sama tíma. Það eru Eyj- ólfur Kristjánsson, staðgengill lög- reglustjóra, Guðni Geir Jónsson fjármálastjóri og Ásgeir J. Ásgeirs- son starfsmannastjóri. Jóhann hafði áður tilkynnt að hann myndi hætta störfum ef Björn Bjarnason dómsmálaráðherra myndi skipta embættinu á Suður- nesjum upp, en þá ákvörðun boðaði ráðherra í mars. Jóhann sagði sam- skipti ráðuneytisins og embættisins hafa frá þeim tíma verið afar stirð. Embættið hafi þó á undanförnum mánuðum lagt sig fram við að vinna markvisst að lausn deilunnar. Sú vinna hafi ekki fengið hljómgrunn innan ráðuneytisins. Sé nú svo komið að algjör trúnaðarbrestur sé til staðar að mati embættisins. „Ég tel að vandinn sé brýnn og alvarlegur,“ sagði Jóhann, „og ég tel einfaldlega að því fyrr sem ég vík þeim mun greiðar muni ganga að leysa úr málum.“ Jóhann sagði embættið ekki hafa fengið málefnalega meðferð né notið sannmælis hjá dómsmála- ráðuneytinu. „Strax og einhver annar sest í minn stól tel ég að hann fái sann- gjarnari meðferð en ég hef fengið,“ útskýrði hann. „Yfirmannsstaða í lögreglunni er með allra erfiðustu störfum sem menn gegna. Gífurlega mikilvægt er að lögreglustjórar í landinu njóti öflugs stuðnings sinna yfirmanna og ráðamanna. Sú staðreynd, sem við öllum blasir, að ég geri það ekki, gerir erfitt starf nánast óbærilegt. Það er þungbært þegar forstöðu- maður er með óleyst vandamál og hefur áhyggjur af framtíð og starfs- öryggi starfsmanna sinna.“ Jóhann sagði það hafa hjálpað sér við ákvörðun sína um að hætta störfum, að hann vissi að hún væri í þágu starfsmanna embættisins. „Ég tel mig vera að þjóna hags- munum embættisins best með þess- um hætti og þá um leið hagsmunum íbúa umdæmisins.“ jss@frettabladid.is LÖGREGLUSTJÓRINN KVADDUR Jóhanni R. Benediktssyni hafði borist tilkynning frá dómsmálaráðherra um að toll- og lögreglustjóraembættið á Suðurnesjum yrði auglýst þegar skipunartími hans rynni út. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Þungbær ákvörðun Jóhann R. Benediktsson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir það þungbæra ákvörðun að láta af starfi nú. Algjör trúnaðarbrestur sé milli embættisins og dómsmálaráðherra. Því muni ganga greiðar að leysa úr málum hverfi hann frá. LÖGGÆSLUMÁL „Það hefur alltaf áhrif þegar skipt er um fólk í æðstu stöðum en það má ekki gleyma því að breytingar eru tækifæri,“ segir Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður á Selfossi, um brotthvarf Jóhanns Benediktssonar. „Auðvitað er leitt að málið skyldi enda með þessum hætti en forsagan virðist svolítið gleymd. Fyrst og fremst vona ég að þeir sem starfa fyrir embættið eigi góða tíð fram undan, hvernig svo sem embættinu verður ætlaður staður. Ég vona líka að Jóhann Benediktsson eigi eitthvað gott í vændum,“ segir Ólafur. - gar Sýslumaðurinn á Selfossi: Breytingarnar eru tækifæri ÓLAFUR HELGI KJARTANSSON LÖGGÆSLUMÁL Lögreglumenn á Suðurnesjum eru ósáttir við að staða sitjandi lögreglustjóra sé auglýst til umsóknar. „Teljum við mikilvægt að hagsmunafélög lögreglumanna, og aðrir sem láta sig málið varða, taki þessa ákvörðun til ítarlegrar skoðunar og kanni réttmæti hennar,“ segir í ályktun félags- fundar Lögreglufélags Suður- nesja. „Um jafn mikilvæga starfsemi lögreglu og tollgæslu þarf að ríkja sátt og eining. Nauðsynlegt er að slík starfsemi sé óháð duttlungum einstakra stjórnmálamanna.“ Hjálmar Hallgrímsson, formað- ur félagsins, segir einn besta lögreglustjóra landsins hafa lotið í gras fyrir dómsmálaráðuneytinu: „Við erum mjög svekktir.“ - jss Lögreglufélag Suðurnesja: Mjög svekktir Strax og einhver annar sest í minn stól tel ég að hann fái sanngjarnari meðferð en ég hef fengið. JÓHANN R. BENEDIKTSSON LÖGREGLUSTJÓRI
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.