Fréttablaðið - 25.09.2008, Síða 46

Fréttablaðið - 25.09.2008, Síða 46
 25. SEPTEMBER 2008 FIMMTUDAGUR12 ● vísindavaka 2008 Á bás KINE verður hægt að fylgjast með starfsemi vöðvanna með hljóði og mynd. Það verður líf og fjör á bás KINE eins og alltaf. Þar gefst fólki kostur á að hlusta á merki sem vöðvarnir gefa frá sér og einn- ig að sjá vöðvaspennuna á stórum skjá. Með því að horfa á merki frá vöðvanum, hvenær hann er að taka á, er hægt að laga hreyfi- mynstur og koma þannig í veg fyrir ranga beitingu. KINE hefur þróað þráðlausar mælieiningar á heimsmælikvarða sem gefur fólki tækifæri á að hreyfa sig óhindrað og frjálst meðan það fylgist með hvernig vöðvarnir bregðast við. Þessi tækni er mjög gagnleg í al- mennri líkamsþjálfun, endurhæf- ingu, vinnuvistfræði og þjálfun íþróttamanna. Hlustað á vöðvana MIRRA – Miðstöð Innflytjenda- rannsókna, Reykjavíkurakademí- unni, mun fræða gesti Vísinda- vöku um starfsemi rannsóknar- miðstöðvarinnar og innflytjendur á Íslandi. Meðal annars verður kynnt rannsóknarskýrsla sem MIRRA vann um íþróttaþátttöku innflytj- endabarna í Breiðholti og skrá sem MIRRA heldur yfir rann- sóknir og rit um innflytjendamál. Einnig verður gestum gefinn kost- ur á að kanna þekkingu sína á inn- flytjendamálum og segja álit sitt á þeim. Innflytjendamál á Vísindavöku Urriðafoss í Þjórsá. MYND/SIGURÐUR BOGI SÆVARSSON Samhliða aukinni orkunotkun, hærra orkuverði og auknum umræðum um loftslagsbreyt- ingar, eru orku- og umhverfis- mál sífellt ofar í hugum fólks. Aukin nýting endurnýjanlegra orkugjafa á því mun meira fylgi að fagna nú en áður, og þá ekki síst sem liður í að draga úr út- blæstri gróðurhúsalofttegunda. Sérstaða og þekking Íslend- inga á nýtingu endurnýjanlegra orkugjafa skapa einstakt um- hverfi til reksturs og uppbygg- ingu sérhæfðs orkuskóla hér á landi. RES – Orkuskólinn kynn- ir námsframboð skólans á Vís- indavökunni 2008 og býður gestum Vísindavöku að kynnast framleiðslu og nýtingu á endur- nýjanlegri orku. RES – Orkuskólinn Vísindavakan er haldin sama dag í helstu borg- um Evrópu og kallast „Researchers’ Night“ MIRRA mun fræða gesti um íþróttaþátt- töku innflytjendabarna í Breiðholti.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.