Fréttablaðið - 25.09.2008, Side 62

Fréttablaðið - 25.09.2008, Side 62
36 25. september 2008 FIMMTUDAGUR bio@frettabladid.is Á morgun verður frum- sýndur í þremur kvik- myndahúsum í Reykjavík og á Akureyri nýjasti smell- ur þeirra Coen-bræðra, Burn after Reading. Hún skaust óvænt efst á lista vest- anhafs í aðsókn og hefur vakið verulega athygli beggja megin Atlantshafsins. Myndin var opnun- armynd á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum fyrr í mánuðinum. Bræð- urnir halda áfram á áður kunnug- um slóðum líkt og í No Country for Old Men, Fargo og Blood Simple. Græðgi leiðir klaufa inn á braut glæpanna með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Að þessu sinni gerist sagan í hinu virðulega og ríka sam- félagi opinberra starfsmanna í Washington: greiningarmaðurinn Osborne (John Malkovich) er rek- inn frá CIA. Kona hans Katie (Tilda Swinton) er ekkert hissa á því, hefur um langt skeið haldið við lög- reglumanninn Harry (George Clooney) sem hún ætlar að giftast – þótt hann sé ekki skilinn enn. Í öðrum hluta borgarinnar er líkams- ræktarþjálfarinn Linda (Frances McDormand) með allan hugann við lýtaaðgerð sem hún vill ráðast í og trúir vinnufélaga sínum Chad (Brad Pitt) fyrir sínum málum. En þegar tölvudiskur með endurminningum Osbornes kemst í hendur þeirra Lindu og Chads fer í gang keðja atburða. Bræðurnir segja kvikmyndina blöndu af ádeilu, kynlífsfarsa og kjaftforri kómedíu þótt stíllinn sæki margt til samsærismynda sem gerast í höfuðborginni. Joel segir: „Myndin segir af miðaldra fólki sem er í krísu á framabraut- inni og í einkalífinu og kemur sér í mál sem varða þjóðaröryggi. Hér takast á heimar leyniþjónustunnar og líkamsræktarstöðva með slettu af makaleit á vefnum.“ Bróðir hans, Ethan, bætir við: „Þetta er okkar útgáfa af Jason Bourne/Tony Scott- mynd nema það eru engar spreng- ingar.“ Þessi fjörugi skálkaleikur verður sýndur í Smárabíói, Háskólabíói og Borgarbíói á Akureyri á morgun. - pbb Fjórir miðaldra skálkar KVIKMYNDIR Gamlir samstarfsmenn þeirra Coen-bræðra, George Clooney og Francis McDormand, sem er reyndar eiginkona eldri bróðurins, Joels. MYND SENA Alþjóðlega kvikmynda- hátíðin í Reykjavík hefst í kvöld. Sýningar verða í Regnboganum við Hverfis- götu, Norræna húsinu og í Iðnó. Margir efnisflokkar verða í boði á hátíðinni eins og sjá má á vef hennar: www.riff.is. Á hátíðinni verður sérstök rækt lögð við samband tónlistar og kvik- mynda með tónlistarmyndadagskrá sem ber yfirskriftina Hljóð á mynd, eða Sound on Sight. Þar verða frum- sýndar tvær nýjar íslenskar heim- ildarmyndir, Rafmögnuð Reykjavík og Teipið gengur. Er ætlunin að vekja athygli á því sem er að gerast hérlendis á sviði kvikmyndar og tónlistar og sömuleiðis kynna Íslendinga fyrir alþjóðlegum hrær- ingum á sama sviði. Rafmögnuð Reykjavík er ný íslensk heimildarmynd eftir Arnar Jónasson um raftónlistar- og dans- tónlistarsenuna á Íslandi síðastliðin tuttugu ár en Arnar hefur skráð sögu hennar á þessu tímabili og er myndin því um leið skoðun á kima í íslensku tónlistarlífi. Rétt eins og Rokk í Reykjavík, Gargandi snilld, Heima, Rokkbærinn Keflavík, Blindsker og Ham er verkið mikil- væg skráning á sögu dægurtónlist- ar hér á landi. Rafmögnuð Reykja- vík inniheldur mikið af músik og viðtöl við ýmsa forsprakka raf- og danstónlistarsenunnar íslensku. Hún er jafnframt opnunarmynd Sound on Sight. Teipið gengur er heimildarmynd eftir Elsu Maríu Jakobsdóttur og Gauk Úlfarsson um upptökur Memfismafíunnar á plötunni Oft spurði ég mömmu sem hefur hljóm- að í viðtækjum landsmanna í sumar, en hljóðritunin var einungis gerð á einn hljóðnema og var ekkert átt við upptökurnar eftir á. Lou Reed tók upp plötuna Berlín árið 1973 á eftir Transformer. Hún fékk óblíðar móttökur og gleymdist en átti sér fáa en dygga aðdáendur. Fyrir tveimur árum réðist hann í að flytja verkið allt og árið 2006 var verkið kvikmyndað af Julian Schna- bel í New York. Ýmsir flytjendur komu að tónleikunum og hjálpuðu Reed að skapa heim fíknar og tor- tímingar. Berlin Song er saga sex tónlistar- manna úr söngvaskáldasenu Berl- ínarborgar. Þau eru frá Bandaríkj- unum, Noregi, Hollandi og Ástralíu og gerðu borgina einhvern veginn að sinni. Leikstjórinn Uli M Schu- eppel fékk hvert og eitt þeirra til að sýna sér „sinn eigin stað“ í Berlín og bað hvert þeirra um að semja lag um borgina. Þungarokk í Bagdad er heimild- armynd sem segir af íröksku þunga- rokksveitinni Acrassicauda (Svarti sporðdrekinn) frá því að stjórn Saddams Husseins féll árið 2003 til ársins 2007. Þungarokksflutningur í einræðisríki hefur alltaf verið erf- iður (ef ekki ómögulegur) en eftir að Saddam var steypt af stóli leit út fyrir að sveitin gæti flutt sína tón- list óáreitt. Þær vonir urðu fljótlega að engu eftir að borgarastyrjöld tók að geisa. Teknóplötusnúðurinn og pródús- entinn Martin Krakow, betur þekkt- ur sem DJ Ickarus, hefur verið á stanslausu ferðalagi um klúbba og útihátíðir heimsins ásamt kærustu sinni og umboðsmanni Mathilde. Eiturlyfjaneysla Martins fer þó stöðugt vaxandi og eftir heimkomu- tónleika í Berlín lýkur hann nóttinni á geðdeild. Það er kornið sem fyllir mælinn. Wild Combination: A Portrait of Arthur Russell segir frá örlögum tónlistarmanns sem lést fyrir aldur fram úr alnæmi árið 1992 að mestu gleymdur. Þó hafði hann sett mark sitt á ýmsa geira; framúrstefnulega nýklassík, tónlist söngvaskálda og – þótt ótrúlegt sé – diskó. Hann vann með Allen Ginsberg og Philip Glass en eftir því sem árin liðu sökk hann sífellt dýpra inn í eigin tónlist, í eigin heim, og undir lokin vann hann að mestu einn í íbúð sinni í New York. Squeezebox var einn alræmdasti skemmtistaður New York-borgar þar til borgarstjórinn Rudy Giuli- ani, sem vildi verða forsetaefni rep- úblikana, lét loka honum. Staðurinn var opnaður í byrjun 10. áratugar- ins út frá þeirri einföldu hugmynd stofnandans, Michaels Schmidt, að láta draggdrottningar syngja rokk- lög uppi á sviði. Í myndinni reyna leikstjórarnir að fanga stemning- una eins og hún var á staðnum, bæði með gömlum myndbútum og viðtöl- um. Þar með fær áhorfandinn tæki- færi til þess að kynnast karakterun- um sem einkenndu staðinn og nú eru orðnir goðsagnir í djammlífinu í New York. Ólík þessum stórborgarópusum er kvikmyndin Saga Borgarættar- innar frá 1920 sem verður sýnd við undirleik hljómsveitarinnar Hjalta- lín. pbb@frettabladid.is Teknó: Reykjavík-Berlín TÓNLIST Sveittir snúðar blanda á staðnum. > MISJAFN ÁRÓÐUR MOORE Nýjasta kvikmynd Michaels Moore, Slack- er Uprising, var gerð almenningi aðgengi- leg á veraldarvefnum á þriðjudag. Sá galli er reyndar á gjöf Njarðar að eingöngu er hægt að hala myndinni niður í Banda- ríkjunum og Kanada, en myndin er gerð til að hvetja fólk til að kjósa í bandarísku forsetakosningunum í nóvember. Myndin hefur þó feng- ið æði misjafna dóma og því er kannski engin ástæða til að syrgja hana. Stysta Bond-myndin Leikstjórinn Marc Foster, sem leikstýrir nýjustu myndinni um njósnarann James Bond, Quant- um of Solace, upplýsti nýverið að myndin yrði stysta Bond-mynd sögunnar enda aðeins klukkutími og fjörutíu mínútur að lengd. Foster hitti blaðamenn á fundi í Lundúnum í síðustu viku þar sem hann lýsti myndinni sem „samþjöppuðu og tilfinninga- þrungnu ferðalagi“. Daniel Craig fer í annað sinn með hlutverk James Bond, en hann hlaut mikið lof fyrir frum- raun sína í hlutverkinu í kvik- myndinni Casino Royale sem kom út árið 2006. Quantum of Solace er beint framhald af Casino Royale; sögu- þráður hennar á að hefjast um hálftíma eftir að söguþræði fyrri myndarinnar lauk. Áhorfendur fylgjast með Bond eltast við alþjóðleg glæpasamtök sem urðu völd að dauða ástkonu hans í Cas- ino Royale. Bond heimsækir fjölda landa, Ítalíu, Austurríki og nokkur lönd í Suður-Ameríku, til þess að hefna sín. Í Bólivíu rekst hann á franska illmennið Dominic Greene sem þykist vera náttúruverndarsinni, en hefur í raun í hyggju að sölsa undir sig vatnsbirgðir landsins með valdaráni. Bond getur að sjálfsögðu ekki látið slíka glæpsemi viðgangast og tekur til sinna ráða. - vþ Á HARÐAHLAUPUM James Bond er hollast að flýta sér þar sem nýjasta myndin um hann er víst heldur hraðskreið.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.