Fréttablaðið


Fréttablaðið - 25.09.2008, Qupperneq 62

Fréttablaðið - 25.09.2008, Qupperneq 62
36 25. september 2008 FIMMTUDAGUR bio@frettabladid.is Á morgun verður frum- sýndur í þremur kvik- myndahúsum í Reykjavík og á Akureyri nýjasti smell- ur þeirra Coen-bræðra, Burn after Reading. Hún skaust óvænt efst á lista vest- anhafs í aðsókn og hefur vakið verulega athygli beggja megin Atlantshafsins. Myndin var opnun- armynd á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum fyrr í mánuðinum. Bræð- urnir halda áfram á áður kunnug- um slóðum líkt og í No Country for Old Men, Fargo og Blood Simple. Græðgi leiðir klaufa inn á braut glæpanna með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Að þessu sinni gerist sagan í hinu virðulega og ríka sam- félagi opinberra starfsmanna í Washington: greiningarmaðurinn Osborne (John Malkovich) er rek- inn frá CIA. Kona hans Katie (Tilda Swinton) er ekkert hissa á því, hefur um langt skeið haldið við lög- reglumanninn Harry (George Clooney) sem hún ætlar að giftast – þótt hann sé ekki skilinn enn. Í öðrum hluta borgarinnar er líkams- ræktarþjálfarinn Linda (Frances McDormand) með allan hugann við lýtaaðgerð sem hún vill ráðast í og trúir vinnufélaga sínum Chad (Brad Pitt) fyrir sínum málum. En þegar tölvudiskur með endurminningum Osbornes kemst í hendur þeirra Lindu og Chads fer í gang keðja atburða. Bræðurnir segja kvikmyndina blöndu af ádeilu, kynlífsfarsa og kjaftforri kómedíu þótt stíllinn sæki margt til samsærismynda sem gerast í höfuðborginni. Joel segir: „Myndin segir af miðaldra fólki sem er í krísu á framabraut- inni og í einkalífinu og kemur sér í mál sem varða þjóðaröryggi. Hér takast á heimar leyniþjónustunnar og líkamsræktarstöðva með slettu af makaleit á vefnum.“ Bróðir hans, Ethan, bætir við: „Þetta er okkar útgáfa af Jason Bourne/Tony Scott- mynd nema það eru engar spreng- ingar.“ Þessi fjörugi skálkaleikur verður sýndur í Smárabíói, Háskólabíói og Borgarbíói á Akureyri á morgun. - pbb Fjórir miðaldra skálkar KVIKMYNDIR Gamlir samstarfsmenn þeirra Coen-bræðra, George Clooney og Francis McDormand, sem er reyndar eiginkona eldri bróðurins, Joels. MYND SENA Alþjóðlega kvikmynda- hátíðin í Reykjavík hefst í kvöld. Sýningar verða í Regnboganum við Hverfis- götu, Norræna húsinu og í Iðnó. Margir efnisflokkar verða í boði á hátíðinni eins og sjá má á vef hennar: www.riff.is. Á hátíðinni verður sérstök rækt lögð við samband tónlistar og kvik- mynda með tónlistarmyndadagskrá sem ber yfirskriftina Hljóð á mynd, eða Sound on Sight. Þar verða frum- sýndar tvær nýjar íslenskar heim- ildarmyndir, Rafmögnuð Reykjavík og Teipið gengur. Er ætlunin að vekja athygli á því sem er að gerast hérlendis á sviði kvikmyndar og tónlistar og sömuleiðis kynna Íslendinga fyrir alþjóðlegum hrær- ingum á sama sviði. Rafmögnuð Reykjavík er ný íslensk heimildarmynd eftir Arnar Jónasson um raftónlistar- og dans- tónlistarsenuna á Íslandi síðastliðin tuttugu ár en Arnar hefur skráð sögu hennar á þessu tímabili og er myndin því um leið skoðun á kima í íslensku tónlistarlífi. Rétt eins og Rokk í Reykjavík, Gargandi snilld, Heima, Rokkbærinn Keflavík, Blindsker og Ham er verkið mikil- væg skráning á sögu dægurtónlist- ar hér á landi. Rafmögnuð Reykja- vík inniheldur mikið af músik og viðtöl við ýmsa forsprakka raf- og danstónlistarsenunnar íslensku. Hún er jafnframt opnunarmynd Sound on Sight. Teipið gengur er heimildarmynd eftir Elsu Maríu Jakobsdóttur og Gauk Úlfarsson um upptökur Memfismafíunnar á plötunni Oft spurði ég mömmu sem hefur hljóm- að í viðtækjum landsmanna í sumar, en hljóðritunin var einungis gerð á einn hljóðnema og var ekkert átt við upptökurnar eftir á. Lou Reed tók upp plötuna Berlín árið 1973 á eftir Transformer. Hún fékk óblíðar móttökur og gleymdist en átti sér fáa en dygga aðdáendur. Fyrir tveimur árum réðist hann í að flytja verkið allt og árið 2006 var verkið kvikmyndað af Julian Schna- bel í New York. Ýmsir flytjendur komu að tónleikunum og hjálpuðu Reed að skapa heim fíknar og tor- tímingar. Berlin Song er saga sex tónlistar- manna úr söngvaskáldasenu Berl- ínarborgar. Þau eru frá Bandaríkj- unum, Noregi, Hollandi og Ástralíu og gerðu borgina einhvern veginn að sinni. Leikstjórinn Uli M Schu- eppel fékk hvert og eitt þeirra til að sýna sér „sinn eigin stað“ í Berlín og bað hvert þeirra um að semja lag um borgina. Þungarokk í Bagdad er heimild- armynd sem segir af íröksku þunga- rokksveitinni Acrassicauda (Svarti sporðdrekinn) frá því að stjórn Saddams Husseins féll árið 2003 til ársins 2007. Þungarokksflutningur í einræðisríki hefur alltaf verið erf- iður (ef ekki ómögulegur) en eftir að Saddam var steypt af stóli leit út fyrir að sveitin gæti flutt sína tón- list óáreitt. Þær vonir urðu fljótlega að engu eftir að borgarastyrjöld tók að geisa. Teknóplötusnúðurinn og pródús- entinn Martin Krakow, betur þekkt- ur sem DJ Ickarus, hefur verið á stanslausu ferðalagi um klúbba og útihátíðir heimsins ásamt kærustu sinni og umboðsmanni Mathilde. Eiturlyfjaneysla Martins fer þó stöðugt vaxandi og eftir heimkomu- tónleika í Berlín lýkur hann nóttinni á geðdeild. Það er kornið sem fyllir mælinn. Wild Combination: A Portrait of Arthur Russell segir frá örlögum tónlistarmanns sem lést fyrir aldur fram úr alnæmi árið 1992 að mestu gleymdur. Þó hafði hann sett mark sitt á ýmsa geira; framúrstefnulega nýklassík, tónlist söngvaskálda og – þótt ótrúlegt sé – diskó. Hann vann með Allen Ginsberg og Philip Glass en eftir því sem árin liðu sökk hann sífellt dýpra inn í eigin tónlist, í eigin heim, og undir lokin vann hann að mestu einn í íbúð sinni í New York. Squeezebox var einn alræmdasti skemmtistaður New York-borgar þar til borgarstjórinn Rudy Giuli- ani, sem vildi verða forsetaefni rep- úblikana, lét loka honum. Staðurinn var opnaður í byrjun 10. áratugar- ins út frá þeirri einföldu hugmynd stofnandans, Michaels Schmidt, að láta draggdrottningar syngja rokk- lög uppi á sviði. Í myndinni reyna leikstjórarnir að fanga stemning- una eins og hún var á staðnum, bæði með gömlum myndbútum og viðtöl- um. Þar með fær áhorfandinn tæki- færi til þess að kynnast karakterun- um sem einkenndu staðinn og nú eru orðnir goðsagnir í djammlífinu í New York. Ólík þessum stórborgarópusum er kvikmyndin Saga Borgarættar- innar frá 1920 sem verður sýnd við undirleik hljómsveitarinnar Hjalta- lín. pbb@frettabladid.is Teknó: Reykjavík-Berlín TÓNLIST Sveittir snúðar blanda á staðnum. > MISJAFN ÁRÓÐUR MOORE Nýjasta kvikmynd Michaels Moore, Slack- er Uprising, var gerð almenningi aðgengi- leg á veraldarvefnum á þriðjudag. Sá galli er reyndar á gjöf Njarðar að eingöngu er hægt að hala myndinni niður í Banda- ríkjunum og Kanada, en myndin er gerð til að hvetja fólk til að kjósa í bandarísku forsetakosningunum í nóvember. Myndin hefur þó feng- ið æði misjafna dóma og því er kannski engin ástæða til að syrgja hana. Stysta Bond-myndin Leikstjórinn Marc Foster, sem leikstýrir nýjustu myndinni um njósnarann James Bond, Quant- um of Solace, upplýsti nýverið að myndin yrði stysta Bond-mynd sögunnar enda aðeins klukkutími og fjörutíu mínútur að lengd. Foster hitti blaðamenn á fundi í Lundúnum í síðustu viku þar sem hann lýsti myndinni sem „samþjöppuðu og tilfinninga- þrungnu ferðalagi“. Daniel Craig fer í annað sinn með hlutverk James Bond, en hann hlaut mikið lof fyrir frum- raun sína í hlutverkinu í kvik- myndinni Casino Royale sem kom út árið 2006. Quantum of Solace er beint framhald af Casino Royale; sögu- þráður hennar á að hefjast um hálftíma eftir að söguþræði fyrri myndarinnar lauk. Áhorfendur fylgjast með Bond eltast við alþjóðleg glæpasamtök sem urðu völd að dauða ástkonu hans í Cas- ino Royale. Bond heimsækir fjölda landa, Ítalíu, Austurríki og nokkur lönd í Suður-Ameríku, til þess að hefna sín. Í Bólivíu rekst hann á franska illmennið Dominic Greene sem þykist vera náttúruverndarsinni, en hefur í raun í hyggju að sölsa undir sig vatnsbirgðir landsins með valdaráni. Bond getur að sjálfsögðu ekki látið slíka glæpsemi viðgangast og tekur til sinna ráða. - vþ Á HARÐAHLAUPUM James Bond er hollast að flýta sér þar sem nýjasta myndin um hann er víst heldur hraðskreið.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.