Réttur - 01.06.1915, Side 1
»Réttur.«
Þessu nýja tímariti heíir hlotnast það nafn, sem vera má
að þurfi skyringar við fyrir skilning almennings. Það er
margt, sem brjóta þarf til mergjar, þegar nýjungarnar koma
fram í dagsljósið. Gagnrýnir og lærðir lesendur munu að
líkindum reka sig á nógu margt, sem eigi er of vel teglt
eða útlistað, að minsta kosti hjá þeim, sem sýna hér smíð-
isgripi sína í fyrsta sinn.
Pó að þeir kunni að fara nærri um, hvað átt er við með
nafninu og hvað það táknar, eftir að hafa lesið einkunnar-
orðin hér að framan, þá er samt ástæða til að útskýra það
ofurlítið vegna hinna, sem ef til vill hlaupa yfir efnið í þeim.
— Réttur er, eins og flestir vita, nafn á matartegundum,
og þó að menn búist ekki við, að þetta tímarit þyki bein-
línis hæft til þess, að vera látið í askana (sbr. málsháttinn),
þá má, ef til vill, færa það til sanns vegar, að það beri
fram sérstaka tegund (eða rétt) andlegrar fæðu.
Réttur er líka opinber samkoma, þar sem borgarar þjóð-
félagsins eru látnir skrifta og gera grein athæfis síns gagn-
vart lögum þjóðfélagsins, fyrir dómaranum. Þó tímaritið bú-
ist ekki við, að verða gert að löglegum dómstóli í málum
manna — þá væri ekkert fráleitt að borgararnir og jafnvel
sjálf landslögin skriftuðu í þessu riti og gerðu grein athæfis
síns gagnvart mannfélags-lögum og réttindum. Að það væri
sá dómstóll, þar sem menn dæmdu sjálfa sig og lög sín,
eftir beztu samvizku.