Réttur - 01.06.1915, Page 8
Röðull réttlœtisins.
Með heiðsólar skinandi, blómkrýndar brár,
Me'r birtstu altaf i draumi,
Eg kem til þin, frambúðar höfðinginn hdr,
Sem hjörtur að rennanda straumi,
Og hug minn eg baða i blæ þeim sem er
Á boðstólum, lávarður, jafnan hjá þér.
Þú kemur, þú kemur með Ijós yfir lönd
Og lifsvon i alskonar dauða.
Þú réttir þeim bágstadda hjálprœðis hönd
Og hnífjafnar vellrika’ og snauða,
Þvi forðabúr gœðanna óþrotlegt er,
Þótt allmargir pinist af skortinum hér.
Og austan þú kemur, sem öll þessi Ijós,
Er afkasta langmestu skini.
Þú jóstrar þá örsmáu aldingarðs rós
Og öflugu myrkviðar hlyni,
Sem eiga þann kraft, er að ofviðrum hlœr,
En ilminn og skartið og prýðina þœr.
Frá upphœðum kemurðu, þaðan sem þjóð
í þrautum á liðsinni mœnir.
Þar eiga sér griðaland andvörpin hljóð