Réttur - 01.06.1915, Side 9
Og allar þœr heitustu bœnir,
Og svölun i bjarma þess blikanda geims,
Er blasir við túrvotri ásiónu heims.
Úr duftinu lyftistu, legstað þess frá,
Er lét sér um aldirnar blæða
Til frjóvgunar mold þeirri er undirrót á
Pess alls, sem að leitar til hœða.
Pú stendur á mergnum frá mœringum þeim,
Er mest hafa göjgað og lyft þessum heim.
Pú fer ei með blóðugum brandi um storð,
Að böðla og konunga hœtti,
En hógværar ræður og röksamleg orð
Pau ryðja þér braut eftir mætti.
Og bliðan er vigi þitt, brosin þinn jier,
Eg beygi mitt hjarta og kné fyrir þér.
Og öllum, sem reka þin erindi hér
Með alvöru, trúmensku’ og þrótti,
Sem vita’ ei hvað hik eða hálfvelgja er,
Né hugsjóna makráður jlótti;
Sem nema i hjartanu höfðingjans raust
Og hlýða’ h’enni rakleitt og skilmálalaust.
Sem vinna með alúð sins itrasta megns
Að öllu, sem bæti og mýki
Hinn örbyrga vanliag hins aumasta þegns
í allsherjar konungsins riki,
Og glæða’ h’onum manngildis meðvitund þá
Og metnað sem lyfta’ h’onum dujtinu frá.
Svo hann standi jafnréttur, jajnfœtis þeim,
Sem jarðrikið hafa sér talið,
Pvi honum var einnig sitt erindi’ i heim