Réttur - 01.06.1915, Side 20
- 26 -
viðburðir, sem þessi styrjöld er, veki þjóðirnar til alvarlegra
íhugana.
Flestir höfðu vænt þess, að Evrópuþjóðirnar væru svo
langt komnar í sannri siðmenningu, að þær mundu smám-
saman og á friðsamlegan hátt lagfæra þá skipulagsgalla,
sem hættulegastir eru fyrir friðsamleg og skynsamleg sam-
skifti þjóðanna, án þess að til slíkra örþrifaráða kæmi sem
styrjöld þessi er. En þó segir Ibsen í hinu merkilega kvæði
sínu um þessi efni:
»En fyrst má ormurinn út úr skel
og afskræmi tímans sjást svo vel
að ranghverfan öll snúi út.í
Og hann hefir — því miður — orðið sannspár. Pessu
sama hafa og margir aðrir framsýnir umbótamenn spáð.
þeir hafa aðvarað þjóðirnar og sagt þeim, að þær lífsreglur,
sem þær nú um langt skeið hafa fylgt, hlytu, fyr eða
síðar, að leiða til byltinga, og verða siðmenningunni að
fótakefli *. En slíkum aðvörunarröddum hefir lítill gaumur
verið gefinn, enda hafa allir þeir, sem góðs hafa notið af
sérréttindum og völdum, reynt að gera þær tortryggilegar
eða hlægilegar.
En nú, þegar »ranghverfan öll snýr ,út« á hinni marg-
lofuðu Evrópumenningu, geta menn varla lengur þaggað
hinar aðvarandi raddir; kröfurnar um réttlátari lífsreglur
hljóta nú að verða háværari en nokkru sinni áður, nú,
þegar hægt er að benda á til hvers þær lífsreglur hafa leitt
sem fylgt hefir verið. þjóðirnar hljóta að blygðast sín, er
þær eftirá líta yfir »svívirðingu eyðileggingarinnar«, og
sagan hlýtur að fella þungan dóm yfir þeirri kynslóð, sem
háði svo heimskulega styrjöld, yfir því skipulagi, sem veitti
»diplómatískum klíkum« vald til þess að leiða allar þessar
hörmungar og svívirðingu yfir heimsálfu vora, vald til þess
að fremja hinn stórfenglegasta glæp, sem nokkurntíma
hefir verið framinn hér á jörðu.
* Sjá t. d. Henry George: »Den moderne Civilisations Undergang*,
»Fremskridt og Fattigdom«, »SamfundsspörgsmaaU o. fl.