Réttur


Réttur - 01.06.1915, Page 25

Réttur - 01.06.1915, Page 25
- 31 — skilyrði fyrir öllu frjósömu og göfgandi al-Iífsstarfi manns- andans. Nú er það fyrst og fremst hlutverk hinna hlutlausu smá- þjóða, sem utan við þennan hrikaleik standa, og horfa á hann með andlegu jafnvægi, að hefjast handa, sýna í verki, að þær skilji tákn tímans og sögunnar, taka upp nýjar og göfugri lífsreglur, taka í lífi sínu og lagasetningu stefnu eftir nýjum og hærri hugsjónum um samlíf mann- anna, að »bestu manna yfirsýn« og ráðum. Svo lítil þjóð, sem vér íslendingar erum, þá getum vér þó, ef oss eigi skortir mannvit og þekkingu, í þessum efnum, gefið jafnvel öllum jarðbúum dæmi til eftirbreytni, og með því orðið frömuðir nýrrar og réttlátari heimsmenn- ingar. Einmitt smájDjóðirnar, sem hingað til hafa komist hjá öfgum og glapstigum skipulagsins, eiga hægast með að taka upp nýjar iífsreglur, nýja stefnu eftir nýjum hug- sjónum, taka varnað af vítum stórþjóðanna. — Hingað til höfum vér trúað blint og rannsóknarlaust á lífsreglur og skipulag Evrópuþjóðanna, tekið oss þær til fyrirmyndar í öllu, og jafnvel reynt að apa eftir þeim þeirra verstu og skaðlegustu öfgar, eins og lítt þroskuðum unglingum svo oft hættir til í samlífi sínu við hina eldri. Nú sjáum vér til hvers þær lífsreglur hafa leitt, sem þessar fyrirmyndir vorar hafa fylgt. Slíkt ætti að vera oss aivarleg aðvörun um að hverfa í tíma frá þeirri lífsstefnu, sem svo geipilega hefir hefnt sín. Hingað til hefir þjóð vor enga sanna sið- bótamenn eignast í líkingu við þá menn, sem á ýmsum tímum, og eigi síst á síðustu tímum, hafa lifað meðal stór- þjóðanna, aðvarað þær, og bent þeim á nýjar og réttlátari lífsreglur. Hjá oss hafa engir umbótaflokkar eða félög verið til, í líkingu við það sem nú gerist meðal ýmsra stórþjóða, nema samvinnufélögin ein. En þau vantar hinn síðlega réttlætisgrundvöll Jjjóðfélagsskipulagsins til að byggja sitt þarfa starf á; þess vegna verður þeim svo lítið ágengt. Alt vort þjóðfélagsstarf hefir hingað til lent í pólitísku stjórnskipulagsstriti og rifrildi bæði út á við gagnvart sam- bandsþjóð vorri og innbyrðis meðal sjálfra vor, alt eftir
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.