Réttur - 01.06.1915, Page 25
- 31 —
skilyrði fyrir öllu frjósömu og göfgandi al-Iífsstarfi manns-
andans.
Nú er það fyrst og fremst hlutverk hinna hlutlausu smá-
þjóða, sem utan við þennan hrikaleik standa, og horfa á
hann með andlegu jafnvægi, að hefjast handa, sýna í
verki, að þær skilji tákn tímans og sögunnar, taka upp
nýjar og göfugri lífsreglur, taka í lífi sínu og lagasetningu
stefnu eftir nýjum og hærri hugsjónum um samlíf mann-
anna, að »bestu manna yfirsýn« og ráðum.
Svo lítil þjóð, sem vér íslendingar erum, þá getum vér
þó, ef oss eigi skortir mannvit og þekkingu, í þessum
efnum, gefið jafnvel öllum jarðbúum dæmi til eftirbreytni,
og með því orðið frömuðir nýrrar og réttlátari heimsmenn-
ingar. Einmitt smájDjóðirnar, sem hingað til hafa komist
hjá öfgum og glapstigum skipulagsins, eiga hægast með
að taka upp nýjar iífsreglur, nýja stefnu eftir nýjum hug-
sjónum, taka varnað af vítum stórþjóðanna. — Hingað til
höfum vér trúað blint og rannsóknarlaust á lífsreglur og
skipulag Evrópuþjóðanna, tekið oss þær til fyrirmyndar í
öllu, og jafnvel reynt að apa eftir þeim þeirra verstu og
skaðlegustu öfgar, eins og lítt þroskuðum unglingum svo
oft hættir til í samlífi sínu við hina eldri. Nú sjáum vér
til hvers þær lífsreglur hafa leitt, sem þessar fyrirmyndir
vorar hafa fylgt. Slíkt ætti að vera oss aivarleg aðvörun
um að hverfa í tíma frá þeirri lífsstefnu, sem svo geipilega
hefir hefnt sín. Hingað til hefir þjóð vor enga sanna sið-
bótamenn eignast í líkingu við þá menn, sem á ýmsum
tímum, og eigi síst á síðustu tímum, hafa lifað meðal stór-
þjóðanna, aðvarað þær, og bent þeim á nýjar og réttlátari
lífsreglur. Hjá oss hafa engir umbótaflokkar eða félög verið
til, í líkingu við það sem nú gerist meðal ýmsra stórþjóða,
nema samvinnufélögin ein. En þau vantar hinn síðlega
réttlætisgrundvöll Jjjóðfélagsskipulagsins til að byggja sitt
þarfa starf á; þess vegna verður þeim svo lítið ágengt.
Alt vort þjóðfélagsstarf hefir hingað til lent í pólitísku
stjórnskipulagsstriti og rifrildi bæði út á við gagnvart sam-
bandsþjóð vorri og innbyrðis meðal sjálfra vor, alt eftir