Réttur - 01.06.1915, Page 26
- 32 -
þeim lífsreglum og lífsskoðunum, sem Evrópuþjóðirnar eru
nú að uppskera ávextina af. Látum oss þetta að varnaði
verða. Stöldrum nú ofurlítið við, og hugsum oss um, áð-
ur en vér eltum stórþjóðirnar lengra út í það siðlega og
skipulagslega foræði, sem þær nú liggja í, og »athugum
vorn gang«. Hefjum síðan sjálfstæða rannsókn á þessum
lífsreglum og leggjum fullkomið og sannarlegt réttlæti til
grundvallar fyrir þeirri rannsókn. Látum engar venjur né
viðtektir, lagasetningar né trúarsetningar blekkja oss. Kynn-
um óss vandlega og hleypidómalaust líf og rit hinna mörgu
umbóta og siðbótamanna, sem varið hafa öllu lífi sínu og
kröftum til að leita úrlausna á ráðgátum félagslífsins og
yfir höfuð mannlífsins á jörðunni. Pá mun oss opnast ný
og fegurri útsýn en sú, er nú blasir við oss yfir valkestina og
rústirnar í Evrópu, þá munum vér, þrátt fyrir alt, geta varð-
veitt bjartsýni vora og trú á hin góðu og göfgandi öfl lífs-
ins, þá munu oss opnast nýjar leiðir að áður óþektum
markmiðum, en vér sjálfir verða að nýjum og betri
mönnum.
Það er nú tilgangur þessa litla tímarits, að fræða lesendur
þess um »bestu manna« kenningar og hugsjónir um sam-
líf og félagslíf mannanna, um úrlausnir þeirra á ráðgát-
um þess, um kröfur þeirra til umbóta á hinu almenna
skipulagi og lagasetningu, og reyna að heimfæra það til vors
litla þjóðfélags. Tíminn og reynslan verður að sýna, hvern-
ig þetta hepnast.
B. J.