Réttur - 01.06.1915, Blaðsíða 27
Markaðsverð.
Fiestir munu hafa veitt því eftirtekt, að fræðimönnunum
virðist ganga miklum mun erfiðara að komast að fastri
niðurstöðu um þau atriði, sem einkum snerta manniega
hagsmuni, fremur en þau, sem svo að segja liggja utan-
garðs í mannheimi. Pannig verður hver uppgötvun í hin-
um svonefndu dauðu vísindum alheimseign, þegar hún
hefir verið reynd og sönnuð. Þannig eru nú mjög mörg
alviðurkend sannindi í stjörnufræði, eðlis- og efnafræði,
jarðfræði o. s. frv. Sannindi þessara fræðigreina eru jafn-
viðurkend í höllum auðmannanna eins og í hreysum ör-
eiganna. En þetta góða samlyndi um sannleikann hverfur
að miklu ieyti í þeim fræðigreinum, sem leitast við að út-
skýra félagsmálin. F*ar má segja, að hver höndin sé upp á
móti annari. Hver stétt hefir svo að segja sinn sannleik,
sína útskýringu á eðíi félagsheiidarinnar. Og það sem er
einni stétt sannleikur er annari banvænustu ósannindi. þessi
glundroði í félagsmálaskýringunum hefir leitt marga menn
til að efast um, að þar væri nokkur sannleiki finnanlegur
og að öll félagsfræði væri fjarstæð vitleysa. Aðrir eru von-
betri. F*eir útskýra samkomulagsleysið með því, að félags-
Iífið sé allra viðfengsefna flóknast, og að eiginleg félags-
málarannsókn sé tiltölulega ung. Þar sé því að vonum
lengur að bíða uppskerunnar heldur en á þeim sviðum,
þar sem starfið er auðveldara og starfsmennirnir betur sam-
taka. Sérstaklega er rétt að gæta þess, að stéttabaráttan tef-
ur mjög starf eiginlegra félagsfræðinga, sökum þess, að
3